Fótbolti

„Mikil­vægt að ná upp stöðug­leika“

Ólafur Þór Jónsson skrifar
Haukur Páll Sigurðsson, fyrrum leikmaður og núverandi aðstoðarþjálfari Vals í knattspyrnu, stýrði Valsliðinu í kvöld.
Haukur Páll Sigurðsson, fyrrum leikmaður og núverandi aðstoðarþjálfari Vals í knattspyrnu, stýrði Valsliðinu í kvöld. Vísir/Dúi

Valsarar stukku uppí þriðja sæti Bestu deildinni með sigri á KA í dag. Patrik Pedersen skoraði tvö mörk í 3-1 sigri Vals sem vann þar með annan leikinn í röð í fyrsta sinn á tímabilinu.

„Við erum ánægðir með þetta. Heilt yfir var þetta held ég bara sanngjarnt. Er bara hrikalega ánægður að sækja sigur gegn þessu sterka KA liði.“ sagði Haukur Páll Sigurðsson aðstoðarþjálfari Vals er Vísir ræddi við hann stuttu eftir leik.

Haukur samþykkti að Valur hefði verið mun sterkari aðilinn í byrjun leiks. „Við vorum alveg ofan á í upphafi. Svo finnst mér eins og við tökum aðeins fótinn af bensíngjöfinni. Við skerptum bara aðeins á hlutunum í hálfleik og komum út í seinni hálfleikinn eins og við byrjuðum leikinn. Uppskárum eftir því í lokin,“ sagði Haukur.

Haukur Páll stýrði Val í fjarveru Arnar Grétarssonar sem tók út leikbann í dag. Fannst Hauki vera batamerki á frammistöðu Vals frá síðustu leikjum?

„Klárlega bæting á okkar leik. Heilt yfir var þetta þokkaleg frammistaða þrátt fyrir að við séum ekki ánægðir með síðustu 15-20 mínúturnar í fyrri hálfleik. Heilt yfir góð frammistaða og góður sigur.“ sagði Haukur að lokum og bætti við:

„Það er hrikalega mikilvægt að ná upp stöðugleika og vinna leiki“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×