Gætu verið einhverjar vikur í næsta gos Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 10. maí 2024 20:09 Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, segir óvissu ríkja um næstu vendingar á Reykjanesi. Það gætu þó liðið einhverjar vikur fram að næsta gosi. Vísir/Einar Fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands segir að einhverjar vikur geti verið í næsta eldgos á Reykjanesi. Kvika haldi áfram að safnast saman í Svartsengi en reynslan síni að sífellt meiri þrýsting þurfi til að koma af stað öðru kvikuhlaupi. Endalokum eldgossins við Sundhnúksgígaröðina sem hafði staðið yfir í 54 daga var lýst yfir í gærmorgun. Kvikusöfnun heldur þó áfram og því eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi á Reykjanesi. Eldgos gæti hafist með stuttum eða engum fyrirvara. Auki skjálftavirkni hefur mælst eftir að eldgosinu lauk. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að engin aflögun hafi mælst samfara skjálftavirkni á svæðinu í nótt. Þá hafi engar viðvaranir borist frá borholum sem hafi alltaf gefið fyrirvara fyrir eldgos til þessa. Líklega hafi orðið mjög lítið kvikuhlaup. „Þetta er það mikið magn sem er núna til staðar. Þetta hefur engin áhrif og við mældum í rauninni ekkert sig við Svartsengi í tengslum við þennan minniháttar atburð,“ sagði hún. Kristín sagði að vel gæti komið til rýminga í Grindavík á næstunni eins og Víðir Reynisson frá almannavörnum hefur sagt. Enginn viti þó hvað gerist næst. „Við erum með þessar sömu aðstæður og hafa verið á milli gosa. Við erum með töluvert magn af kviku í Svartsengi og það heldur áfram að safnast saman. Við vitum líka að það þarf alltaf meiri og meiri þrýsting til þess að koma af stað næsta kvikuhlaupi. Það er eitthvað sem við lærðum frá Kröflu,“ sagði Kristín og vísaði til Kröfluelda sem stóðu yfir í tæpan áratug á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Þetta gætu alveg orðið einhverjar vikur,“ sagði Kristín um hvenær næsta gos gæti hafist. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Auknar líkur á nýju eldgosi á næstu dögum Auknar líkur eru taldar á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Reykjanesi. Áætlað er að tæpir fjórtán milljónir rúmmetra af kviku hafi bæst í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því síðasta eldgos hófst þann 16. mars. 10. maí 2024 16:52 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Endalokum eldgossins við Sundhnúksgígaröðina sem hafði staðið yfir í 54 daga var lýst yfir í gærmorgun. Kvikusöfnun heldur þó áfram og því eru taldar auknar líkur á nýju kvikuhlaupi og eldgosi á Reykjanesi. Eldgos gæti hafist með stuttum eða engum fyrirvara. Auki skjálftavirkni hefur mælst eftir að eldgosinu lauk. Kristín Jónsdóttir, fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að engin aflögun hafi mælst samfara skjálftavirkni á svæðinu í nótt. Þá hafi engar viðvaranir borist frá borholum sem hafi alltaf gefið fyrirvara fyrir eldgos til þessa. Líklega hafi orðið mjög lítið kvikuhlaup. „Þetta er það mikið magn sem er núna til staðar. Þetta hefur engin áhrif og við mældum í rauninni ekkert sig við Svartsengi í tengslum við þennan minniháttar atburð,“ sagði hún. Kristín sagði að vel gæti komið til rýminga í Grindavík á næstunni eins og Víðir Reynisson frá almannavörnum hefur sagt. Enginn viti þó hvað gerist næst. „Við erum með þessar sömu aðstæður og hafa verið á milli gosa. Við erum með töluvert magn af kviku í Svartsengi og það heldur áfram að safnast saman. Við vitum líka að það þarf alltaf meiri og meiri þrýsting til þess að koma af stað næsta kvikuhlaupi. Það er eitthvað sem við lærðum frá Kröflu,“ sagði Kristín og vísaði til Kröfluelda sem stóðu yfir í tæpan áratug á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. „Þetta gætu alveg orðið einhverjar vikur,“ sagði Kristín um hvenær næsta gos gæti hafist.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Almannavarnir Tengdar fréttir Auknar líkur á nýju eldgosi á næstu dögum Auknar líkur eru taldar á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Reykjanesi. Áætlað er að tæpir fjórtán milljónir rúmmetra af kviku hafi bæst í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því síðasta eldgos hófst þann 16. mars. 10. maí 2024 16:52 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Auknar líkur á nýju eldgosi á næstu dögum Auknar líkur eru taldar á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Reykjanesi. Áætlað er að tæpir fjórtán milljónir rúmmetra af kviku hafi bæst í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því síðasta eldgos hófst þann 16. mars. 10. maí 2024 16:52