Auknar líkur á nýju eldgosi á næstu dögum Samúel Karl Ólason skrifar 10. maí 2024 16:52 Frá síðasta eldgosi. Vísir/Vilhelm Auknar líkur eru taldar á nýju kvikuhlaupi og öðru eldgosi á Reykjanesi. Áætlað er að tæpir fjórtán milljónir rúmmetra af kviku hafi bæst í kvikuhólfið undir Svartsengi frá því síðasta eldgos hófst þann 16. mars. Kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða og áður og hefur lítil breyting orðið á landrisinu við eldstöðvarnar. Í uppfærslu á vef Veðurstofu Íslands segir að í fyrri kvikuhlaupum og eldgosum hafi um átta til þrettán milljónir rúmmetra bæst við kvikuhólfið áður en hún hefur hlaupið þaðan yfir í Sundhnúksgígaröðina. Nú sé magnið komið upp fyrir efri mörkin. Reynslan frá Kröflueldum sýni þó að eftir því sem kvikuhlaupum fjölgar þurfi meiri þrýsting til að koma þeim af stað. „Því verður að teljast líklegt að kvika hlaupi aftur úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina, en nokkur óvissa er um hvenær nægilegum þrýstingi verður náð til að koma nýju kvikuhlaupi af stað og að kvika nái til yfirborðs,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þá segir þar einnig að nýjar gossprungur gætu opnast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og að hraunflæðið gæti orðið sambærilegt við upphafsfasta síðustu eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni. Eldgosið gæti hafist með stuttum eða engum fyrirvara. „Aukin skjálftavirkni hefur verið að mælast á Sundhnúksgígaröðinni síðusta daga. Þessi aukning í skjálftavirkni er líklega merki um spennulosun í og við kvikuganginn á Sundhnúksgígaröðinni vegna aukins kvikuþrýstings í kvikuhólfinu undir Svartsengi.“ Áfram verður fylgst náið með virkninni. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftavirkni aukist í kjölfar gosloka Skjálftavirkni hefur aukist síðust sólarhringa yfir kvikugangi á Reykjanesskaga eftir að gosinu við Sundhnúksgígaröðina lauk. 9. maí 2024 23:14 Eldvörp líkleg næst Eldfjallafræðingur telur líklegt að næsta gos á Reykjanesi verði í Eldvörpum. Það sé langbesti staðurinn til að fá nýtt eldgos því á svæðinu sé mikið flatlendi og langt í mikilvæga innviði. Nýtt eldgos geti hafist hvenær sem er 9. maí 2024 11:35 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Kvikusöfnun heldur áfram á sama hraða og áður og hefur lítil breyting orðið á landrisinu við eldstöðvarnar. Í uppfærslu á vef Veðurstofu Íslands segir að í fyrri kvikuhlaupum og eldgosum hafi um átta til þrettán milljónir rúmmetra bæst við kvikuhólfið áður en hún hefur hlaupið þaðan yfir í Sundhnúksgígaröðina. Nú sé magnið komið upp fyrir efri mörkin. Reynslan frá Kröflueldum sýni þó að eftir því sem kvikuhlaupum fjölgar þurfi meiri þrýsting til að koma þeim af stað. „Því verður að teljast líklegt að kvika hlaupi aftur úr kvikuhólfinu undir Svartsengi yfir í Sundhnúksgígaröðina, en nokkur óvissa er um hvenær nægilegum þrýstingi verður náð til að koma nýju kvikuhlaupi af stað og að kvika nái til yfirborðs,“ segir á vef Veðurstofunnar. Þá segir þar einnig að nýjar gossprungur gætu opnast á svæðinu milli Stóra-Skógfells og Hagafells og að hraunflæðið gæti orðið sambærilegt við upphafsfasta síðustu eldgosa á Sundhnúksgígaröðinni. Eldgosið gæti hafist með stuttum eða engum fyrirvara. „Aukin skjálftavirkni hefur verið að mælast á Sundhnúksgígaröðinni síðusta daga. Þessi aukning í skjálftavirkni er líklega merki um spennulosun í og við kvikuganginn á Sundhnúksgígaröðinni vegna aukins kvikuþrýstings í kvikuhólfinu undir Svartsengi.“ Áfram verður fylgst náið með virkninni.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Skjálftavirkni aukist í kjölfar gosloka Skjálftavirkni hefur aukist síðust sólarhringa yfir kvikugangi á Reykjanesskaga eftir að gosinu við Sundhnúksgígaröðina lauk. 9. maí 2024 23:14 Eldvörp líkleg næst Eldfjallafræðingur telur líklegt að næsta gos á Reykjanesi verði í Eldvörpum. Það sé langbesti staðurinn til að fá nýtt eldgos því á svæðinu sé mikið flatlendi og langt í mikilvæga innviði. Nýtt eldgos geti hafist hvenær sem er 9. maí 2024 11:35 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Skjálftavirkni aukist í kjölfar gosloka Skjálftavirkni hefur aukist síðust sólarhringa yfir kvikugangi á Reykjanesskaga eftir að gosinu við Sundhnúksgígaröðina lauk. 9. maí 2024 23:14
Eldvörp líkleg næst Eldfjallafræðingur telur líklegt að næsta gos á Reykjanesi verði í Eldvörpum. Það sé langbesti staðurinn til að fá nýtt eldgos því á svæðinu sé mikið flatlendi og langt í mikilvæga innviði. Nýtt eldgos geti hafist hvenær sem er 9. maí 2024 11:35