Var beðinn um upplýsingar um unga leikmenn vegna veðmáls Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. maí 2024 20:01 Haraldur Árni Hróðmarsson er knattspyrnuþjálfari. arnar halldórsson Knattspyrnuþjálfari hefur lent í því að fá skilaboð þar sem hann var inntur eftir upplýsingum um stöðu leikmanna fyrir fótboltaleik barna og ungmenna í öðrum flokki en fólkið vildi upplýsingar fyrir veðmál. Hann óttast að börn verði fyrir óþægilegum þrýstingi í æskulýðsstarfi. „Þegar ég þjálfaði annan flokk sem eru krakkar á menntaskólaaldri var ég var við að það var verið að veðja á leiki hjá drengjunum sem ég þjálfaði á þeim tíma. Mér er minnisstætt þegar ég fékk skilaboð óvænt frá ansi mörgum mönnum sem ég þekkti og kannaðist við sem sendu mér skilaboð og spurðu út í stöðuna á liðinu mínu í þriðju deild annars flokks. Við vorum að fara að spila leik gegn einu af botnliðunum og þá finn ég fljótlega að það er verið að grennslast fyrir um hvort þetta sé leikur sem fýsilegt sé að veðja á, segir Haraldur Árni Hróðmarsson, knattspyrnuþjálfari. „Greinilega ekki bara mættir fyrir ástina á íþróttinni“ Svo rennur leikdagur upp og í stúkunni, þar sem vanalega voru einungis nokkrar hræður - foreldrar leikmanna og tveir til þrír félagar, var mættur hópur manna. „Þar voru mættir svona yfir fimmtíu karlmenn á aldrinum 25 til 30 ára sem voru greinilega ekki mættir bara fyrir ástina á íþróttinni, þannig það var mjög sérstakt og frekar óþægilegt.“ Skilaboðin sem Haraldur fékk fyrir leikinn innihéldu spurningar um heilsu leikmanna, hvort markahæsti leikmaðurinn myndi ekki örugglega spila og hvort margir væru meiddir. „Það var eins og menn væru að reyna að gulltryggja að ég myndi mæta með mitt sterkasta lið. Svo heyri ég eftir á að þetta snýst um að stuðullinn á að við vinnum með ákveðið mörgum mörkum var það sem menn sáu tækifæri í. Þannig þeir vildu ganga úr skugga um að ég myndi ekki hvíla leikmenn heldur keyra á þetta. Fljótlega renna tvær grímur á mann og maður svarar ekki svona skilaboðum.“ Strákarnir undir lögaldri „Þetta var mjög furðulegt þegar maður er að tala um stráka undir lögaldri sem voru að spila þennan leik, áhugamann sem var að dæma leikinn og við þjálfararnir flestir í hlutastörfum við þetta. Þannig þetta var áhugavert vægast sagt og er áhyggjuefni að þetta sé eitthvað sem menn sjá peninga í.“ Kollegar hans sem þjálfa yngri flokka kannist flestir við háttsemina. „Ég hef helst áhyggjur af því að krakkar sem eru að æfa íþróttir hjá hverfisliðinu, ánægjunnar vegna, séu settir í óeðlilega stöðu. Að þeir séu farnir óbeint að kosta menn peninga eða græða peninga fyrir einhverja aðra og í svona lýðheilsustarfi, eins og íþróttafélögin reka, þá fer þetta ekki saman.“ Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um veðmálastarfsemi hér á landi. Veistu eitthvað um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Fjárhættuspil Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28 Börn veðji á sína eigin leiki Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. 4. apríl 2023 19:31 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Sjá meira
„Þegar ég þjálfaði annan flokk sem eru krakkar á menntaskólaaldri var ég var við að það var verið að veðja á leiki hjá drengjunum sem ég þjálfaði á þeim tíma. Mér er minnisstætt þegar ég fékk skilaboð óvænt frá ansi mörgum mönnum sem ég þekkti og kannaðist við sem sendu mér skilaboð og spurðu út í stöðuna á liðinu mínu í þriðju deild annars flokks. Við vorum að fara að spila leik gegn einu af botnliðunum og þá finn ég fljótlega að það er verið að grennslast fyrir um hvort þetta sé leikur sem fýsilegt sé að veðja á, segir Haraldur Árni Hróðmarsson, knattspyrnuþjálfari. „Greinilega ekki bara mættir fyrir ástina á íþróttinni“ Svo rennur leikdagur upp og í stúkunni, þar sem vanalega voru einungis nokkrar hræður - foreldrar leikmanna og tveir til þrír félagar, var mættur hópur manna. „Þar voru mættir svona yfir fimmtíu karlmenn á aldrinum 25 til 30 ára sem voru greinilega ekki mættir bara fyrir ástina á íþróttinni, þannig það var mjög sérstakt og frekar óþægilegt.“ Skilaboðin sem Haraldur fékk fyrir leikinn innihéldu spurningar um heilsu leikmanna, hvort markahæsti leikmaðurinn myndi ekki örugglega spila og hvort margir væru meiddir. „Það var eins og menn væru að reyna að gulltryggja að ég myndi mæta með mitt sterkasta lið. Svo heyri ég eftir á að þetta snýst um að stuðullinn á að við vinnum með ákveðið mörgum mörkum var það sem menn sáu tækifæri í. Þannig þeir vildu ganga úr skugga um að ég myndi ekki hvíla leikmenn heldur keyra á þetta. Fljótlega renna tvær grímur á mann og maður svarar ekki svona skilaboðum.“ Strákarnir undir lögaldri „Þetta var mjög furðulegt þegar maður er að tala um stráka undir lögaldri sem voru að spila þennan leik, áhugamann sem var að dæma leikinn og við þjálfararnir flestir í hlutastörfum við þetta. Þannig þetta var áhugavert vægast sagt og er áhyggjuefni að þetta sé eitthvað sem menn sjá peninga í.“ Kollegar hans sem þjálfa yngri flokka kannist flestir við háttsemina. „Ég hef helst áhyggjur af því að krakkar sem eru að æfa íþróttir hjá hverfisliðinu, ánægjunnar vegna, séu settir í óeðlilega stöðu. Að þeir séu farnir óbeint að kosta menn peninga eða græða peninga fyrir einhverja aðra og í svona lýðheilsustarfi, eins og íþróttafélögin reka, þá fer þetta ekki saman.“ Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um veðmálastarfsemi hér á landi. Veistu eitthvað um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Fréttastofa hefur undanfarnar vikur fjallað um veðmálastarfsemi hér á landi. Veistu eitthvað um málið? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Fjárhættuspil Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11 Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28 Börn veðji á sína eigin leiki Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. 4. apríl 2023 19:31 Mest lesið Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ Innlent Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Erlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Laugarnestangi skrefi nær friðlýsingu Bjarnhólastígur gata ársins í Kópavogi Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Vonbrigði að tillögu um símabann og samræmd próf hafi verið vísað frá Regnbogafánar víða við hún: Umræðan „grátbrosleg en samt grafalvarleg“ Þriggja mánaða bið eftir greftrun: „Þetta var óbærilegur yfirgangur“ „Borgarstjórn stendur með trans fólki og hinsegin samfélaginu öllu“ „Það logar allt í hinsegin samfélaginu“ Beið í marga mánuði eftir að jarða móður sína Komst upp úr sjónum af sjálfsdáðum Sjá meira
Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. 30. apríl 2024 21:11
Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28
Börn veðji á sína eigin leiki Sálfræðingur segir mun fleiri leita til SÁÁ vegna íþróttaveðmála en áður, sérstaklega ungir íþróttamenn sem glíma við langt leidda veðmálafíkn. Dæmi séu um að veðmál hafi áhrif á íþróttaleiki hjá börnum. 4. apríl 2023 19:31