Dýrin séu dauð, veik, horuð og í miklum vanhöldum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Ólafur Björn Sverrisson skrifa 9. maí 2024 19:46 Linda Karen ástandið óásættanlegt. vísir/bjarni/berghildur Dýraverndunarsamband Íslands sakar MAST um að tryggja ekki velferð dýra á bæ í Borgarfirði. Forsvarsmenn samtakana segja sauðfé í vanhöldum og nýborin lömb finnist dauð úti á túni. Mikil umræða hefur verið undanfarið um slæman aðbúnað sauðfjár á bæ í Borgarfirði, bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum. Dýraverndunarsamband Íslands segir að bent hafi verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil og sakar Matvælastofnun um að sinna ekki lögbundnu hlutverki sínu í að verja velferð dýranna á bænum. Sambandið segir að sauðfé á bænum sé í miklum vanhöldum og komin utan girðingar það sem engin beit sé við bæinn. Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi á svæðinu úr vosbúð. Sauðféð sé jafnframt margt orðið veikt og ein ær hafi fundist dauð. Sambandið sendi í gær ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð á svæðinu. Matvælastofnun sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kom að stofnunin hefði til meðferðar og fylgdist grannt með framgangi mála Forstjórinn stofnunarinnar hafnaði því jafnframt í samtali við Vísi í gær að stofnunin væri sofandi á verðinum málinu. Þau væru að sinna velferð dýra á bænum. Linda Karen Gunnarsdóttir.vísir Þegar fréttastofa náði tali af bændum á umræddum bæ fyrr í dag sögðu þeir að búið væri að ýkja ástandið upp úr öllu valdi. Ekkert væri að marka þær aðfinnslur sem komið hefðu fram. Að öðru leyti vildu ábúendur ekki tjá sig. Svona á búskapur ekki að líta út Linda Karen Gunnarsdóttir formaður Dýraverndunarsambands Íslands ræddi ástandið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér eru dýr í miklum vanhöldum. Þau eru vanhirt og það er mjög sorglegt að sjá þetta. Því miður var talað um þetta mál í fyrra og ástandið er enn eins. Það á ekki að vera þannig. Þetta hefur verið í ferli til fjölda ára, alltaf er þetta sama sagan, sama niðurstaða, ástand dýranna breytist ekkert,“ segir Linda Karen. Hún var einnig spurð út í ummerki vanhirðunnar. „Maður sér að dýrin eru illa hirt. Þau eru í tvölföldum reyfum. Þau eru horuð sum þeirra og líta illa út. Draga á eftir sér ullina og lömbin virðast sum vera með skitu. Þannig að þetta lítur bara alls ekki nógu vel út. Svona á búskapur ekki að líta út og þetta er ekki samkvæmt lögum.“ Hún segir myndirnar tala sínu máli. „Í gær var rætt við forstjóra Matvælastofnunar sem benti á það að þetta mál væri þess eðlis að ekki þyrfti mikið inngrip, vörlsusviptingu, og að dýrin hér væru ekki að þjást. Hér erum við með myndir af dýrum sem eru dáin, dýrum sem eru veik, horuð og í miklum vanhöldum. Þurft að standa af sér kraparigningar. Nú er gott veður, maður er feginn því lambanna vegna, en þetta er alls ekki í lagi,“ sagði Linda Karen að lokum. Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Mikil umræða hefur verið undanfarið um slæman aðbúnað sauðfjár á bæ í Borgarfirði, bæði í fréttum og á samfélagsmiðlum. Dýraverndunarsamband Íslands segir að bent hafi verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil og sakar Matvælastofnun um að sinna ekki lögbundnu hlutverki sínu í að verja velferð dýranna á bænum. Sambandið segir að sauðfé á bænum sé í miklum vanhöldum og komin utan girðingar það sem engin beit sé við bæinn. Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi á svæðinu úr vosbúð. Sauðféð sé jafnframt margt orðið veikt og ein ær hafi fundist dauð. Sambandið sendi í gær ákall til yfirvalda um að bjarga dýrum í sárri neyð á svæðinu. Matvælastofnun sendi í framhaldinu frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem fram kom að stofnunin hefði til meðferðar og fylgdist grannt með framgangi mála Forstjórinn stofnunarinnar hafnaði því jafnframt í samtali við Vísi í gær að stofnunin væri sofandi á verðinum málinu. Þau væru að sinna velferð dýra á bænum. Linda Karen Gunnarsdóttir.vísir Þegar fréttastofa náði tali af bændum á umræddum bæ fyrr í dag sögðu þeir að búið væri að ýkja ástandið upp úr öllu valdi. Ekkert væri að marka þær aðfinnslur sem komið hefðu fram. Að öðru leyti vildu ábúendur ekki tjá sig. Svona á búskapur ekki að líta út Linda Karen Gunnarsdóttir formaður Dýraverndunarsambands Íslands ræddi ástandið í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Hér eru dýr í miklum vanhöldum. Þau eru vanhirt og það er mjög sorglegt að sjá þetta. Því miður var talað um þetta mál í fyrra og ástandið er enn eins. Það á ekki að vera þannig. Þetta hefur verið í ferli til fjölda ára, alltaf er þetta sama sagan, sama niðurstaða, ástand dýranna breytist ekkert,“ segir Linda Karen. Hún var einnig spurð út í ummerki vanhirðunnar. „Maður sér að dýrin eru illa hirt. Þau eru í tvölföldum reyfum. Þau eru horuð sum þeirra og líta illa út. Draga á eftir sér ullina og lömbin virðast sum vera með skitu. Þannig að þetta lítur bara alls ekki nógu vel út. Svona á búskapur ekki að líta út og þetta er ekki samkvæmt lögum.“ Hún segir myndirnar tala sínu máli. „Í gær var rætt við forstjóra Matvælastofnunar sem benti á það að þetta mál væri þess eðlis að ekki þyrfti mikið inngrip, vörlsusviptingu, og að dýrin hér væru ekki að þjást. Hér erum við með myndir af dýrum sem eru dáin, dýrum sem eru veik, horuð og í miklum vanhöldum. Þurft að standa af sér kraparigningar. Nú er gott veður, maður er feginn því lambanna vegna, en þetta er alls ekki í lagi,“ sagði Linda Karen að lokum.
Borgarbyggð Dýr Landbúnaður Tengdar fréttir Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48 Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Sjá meira
Fylgjast grannt með gangi mála Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. 8. maí 2024 21:48