Fylgjast grannt með gangi mála Jón Ísak Ragnarsson skrifar 8. maí 2024 21:48 Fjárhundur sem komst í lamb sem hafði drepist í sauðburði. Hægra meginn er lamb sem hafði flækst í girðingunni. Aðsend/Steinunn Árnadóttir Matvælastofnun hefur á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjárbúskap á bæ í Borgarfirði, sem gera má ráð fyrir að sé Höfði í Þverárhlíð. Mikil umræða hefur verið um slæman aðbúnað sauðfjár á bænum Höfða í Þverárhlíð á samfélagsmiðlum og í fréttum síðustu vikur. Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) sakaði Matvælastofnun fyrr í dag um að hafa ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða. Stjórn samtakanna hefur sent frá sér ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar, en bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn í árabil. Sagt hefur verið að slæmur aðbúnaður dýranna hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. Myndir af sauðfé í slæmu ásigkomulagi fara reglulega í dreifingu á netinu og vekja vitaskuld upp mikla reiði. Stjórnvöld hafa verið sökuð um að aðhafast ekkert í þessu meinta dýraníði. Þá hefur Matvælastofnun verið sökuð um að hafa sýnt „langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant.“ Hafa gert athugasemdir og ítrekað kröfur um úrbætur MAST svaraði fyrir sig í dag en í tilkynningu frá þeim segir að Matvælastofnun hafi „á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjársbúskap á bæ í Borgarfirði.“ Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið í eftirlitsferðir á viðkomandi bú þar sem gerðar voru athugasemdir m.a. við aðbúnað af ýmsu tagi. Þær hafi í vissum tilfellum verið framkvæmdar, en ekki alltaf. Þá segir að kröfur um úrbætur hafi þá verið ítrekaðar og stuttur frestur gefinn til framkvæmda, og að gripið hafi verið til þvingana ef ekki hafi verið brugðist við „á ásættanlegan hátt.“ „Gerðar hafa verið kröfur um að ábúendur sæki sér aðstoð við búskapinn, einkum yfir sauðburð og hefur verið gert þar sem fylgst er með sauðburði, lömb mörkuð og gefin lyf. Áhersla hefur verið lögð á að fé sé haldið innan girðingar þar til lömb væru orðin sæmilega stálpuð. Séð hefur verið til þess að dýrin hafi ávallt aðgang að nægu heilnæmu vatni og fóðri,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að Matvælastofnun taki allar ábendingar alvarlega sem berist til stofnunarinnar. Sagt er að stofnunin hafi málið til meðferðar og fylgist grannt með framgangi mála. Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38 Upplýsingafulltrúi væri kærkomin viðbót hjá MAST Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. 17. nóvember 2023 11:54 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) sakaði Matvælastofnun fyrr í dag um að hafa ekki sinnt lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða. Stjórn samtakanna hefur sent frá sér ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar, en bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn í árabil. Sagt hefur verið að slæmur aðbúnaður dýranna hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. Myndir af sauðfé í slæmu ásigkomulagi fara reglulega í dreifingu á netinu og vekja vitaskuld upp mikla reiði. Stjórnvöld hafa verið sökuð um að aðhafast ekkert í þessu meinta dýraníði. Þá hefur Matvælastofnun verið sökuð um að hafa sýnt „langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant.“ Hafa gert athugasemdir og ítrekað kröfur um úrbætur MAST svaraði fyrir sig í dag en í tilkynningu frá þeim segir að Matvælastofnun hafi „á undanförnum mánuðum haft afskipti af sauðfjársbúskap á bæ í Borgarfirði.“ Starfsmenn stofnunarinnar hafi farið í eftirlitsferðir á viðkomandi bú þar sem gerðar voru athugasemdir m.a. við aðbúnað af ýmsu tagi. Þær hafi í vissum tilfellum verið framkvæmdar, en ekki alltaf. Þá segir að kröfur um úrbætur hafi þá verið ítrekaðar og stuttur frestur gefinn til framkvæmda, og að gripið hafi verið til þvingana ef ekki hafi verið brugðist við „á ásættanlegan hátt.“ „Gerðar hafa verið kröfur um að ábúendur sæki sér aðstoð við búskapinn, einkum yfir sauðburð og hefur verið gert þar sem fylgst er með sauðburði, lömb mörkuð og gefin lyf. Áhersla hefur verið lögð á að fé sé haldið innan girðingar þar til lömb væru orðin sæmilega stálpuð. Séð hefur verið til þess að dýrin hafi ávallt aðgang að nægu heilnæmu vatni og fóðri,“ segir í tilkynningunni. Fram kemur að Matvælastofnun taki allar ábendingar alvarlega sem berist til stofnunarinnar. Sagt er að stofnunin hafi málið til meðferðar og fylgist grannt með framgangi mála.
Borgarbyggð Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19 Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38 Upplýsingafulltrúi væri kærkomin viðbót hjá MAST Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. 17. nóvember 2023 11:54 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Meint dýraníð látið viðgangast í áraraðir Íbúi í Borgarfirði segir fé á bænum Höfða í Borgarfirði hafa búið við slæman aðbúnað í áraraðir. Húsakostur rúmi ekki allt féð sem ráfi vannært og illa farið um sveitina. Hvorki Matvælastofnun né sveitarstjóri geri nokkuð í málinu sem hafi verið opinbert leyndarmál í rúm fimmtán ár. 29. maí 2023 17:19
Nýborin lömb finnist dauð og deyjandi úr vosbúð Dýraverndunarsamband Íslands (DÍS) segir Matvælastofnun ekki sinna lögbundnu hlutverki sínu að verja velferð dýra á bænum Höfða í Þverárhlíð í Borgarbyggð. Stjórn samtakanna hefur sent frá sé ákall um að dýrunum á bænum verði tafarlaust komið til bjargar. Bent hefur verið á slæman aðbúnað dýra við bæinn um árabil. 8. maí 2024 13:38
Upplýsingafulltrúi væri kærkomin viðbót hjá MAST Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. 17. nóvember 2023 11:54