Facebook bannar Ástþóri að auglýsa Jón Þór Stefánsson skrifar 8. maí 2024 23:40 Ástþór Magnússon telur alvarlega stöðu komna upp fari Facebook að skipta sér af kosningum á Íslandi. Vísir/Vilhelm Auglýsingareikningi Ástþórs Magnússonar forsetaframbjóðanda á Facebook hefur verið lokað. Síða hans er enn uppi, en auglýsingar hans eru ekki lengur í birtingu og hann getur ekki keypt fleiri auglýsingar. Einnig hefur Instagram-reikningi hans verið lokað. Ástþór greinir frá þessu í samtali við fréttastofu. Hann segir þessar fregnir vera mikið áfall fyrir kosningabaráttu hans enda hefur miklum fjármunum verið varið í að auglýsa hann á Facebook. Samkvæmt gögnum frá Meta, móðurfélagi Facebook og Instagram, hefur rúmum sex milljónum króna verið eytt í að auglýsa framboðssíðuna á samfélagsmiðlum. „Það hefur verið talað um það að ég hafi auglýst mest af öllum, fyrir milljónir króna. Þannig þetta er auðvitað mikið áfall,“ segir Ástþór. „Ástæðurnar sem okkur eru gefnar eru út í hött. Það er bara bullshit.“ Að sögn Ástþórs hefur hann ekki getað fengið svör frá Meta um það hvers vegna þessar ákvarðanir hafi verið teknar. „Þau segja bara að skipun hafi komið að ofan, og þau vita ekki ástæðuna.“ Alvarleg afskipti af íslenskum kosningum Með þessu er alvarleg staða komin upp að sögn Ástþórs. Þarna séu Bandaríkin að skipta sér af kosningabaráttu á Íslandi. „Það er mín skoðun að Bandarísk stjórnvöld eru að reyna að þagga niður framboðið því ég er að gagnrýna þessi vopnakaup. Það held ég að sé ástæðan,“ segir Ástþór sem fullyrðir að það liggi fyrir að mikil tengsl séu á milli Meta og bandarískra stjórnvalda. Facebook sé ekki óháð þeim þrátt fyrir að vera einkafyrirtæki. „Það hefur verið mikil umræða um það hvernig Bandaríkin hafa verið að blanda sér í kosningar í öðrum löndum. Rússar og Kínverjar hafa verið vændir um að blanda sér í kosningar í Bandaríkjunum. Þarna sérðu hvernig Bandaríkin eru að blanda sér í kosningar á Íslandi. Ástþór minnist á hugmynd sem hann hefur lagt til í kosningabaráttu sinni: Að stofnaður verði íslenskur samfélagsmiðill. „Fjölmiðlarnir ættu bara að fara saman í átak með einkaaðilum, forritunarfyrirtækjum og gera þetta,“ segir hann. „Það þarf bara að kasta þessu fyrirtæki út á haf. Þetta kristallast nú fyrir framan augun á okkur hvernig þetta er að stýra umræðunni.“ Kosningabaráttan ónýt ef skellt er í lás og slá Ekki er rukkað fyrir auglýsingarnar fyrir birtingu heldur jafnóðum, útskýrir Ástþór. Hann segist því ekki hafa borgað fyrir auglýsingar sem eiga eftir að birtast. Þrátt fyrir það segir hann áfallið fjárhagslegt að einhverju leiti. „Þegar maður er búinn að leggja milljónir króna í að kynna framboðið, og svo er fótunum kippt svona undan manni þegar það er stutt í kosningar þá er verið að eyðileggja allt sem er búið að byggja upp,“ segir Ástþór. „Ég er búinn að vera byggja upp ákveðinn takt. Kosningabaráttan er í raun ónýt ef það er lokað á þetta allt í einu.“ Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Meta Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Tengdar fréttir Ástþór sannfærður um að verða sjöundi forsetinn Ástþór Magnússon var í skýjunum með að fá númerið sjö þegar hann mætti til Hörpu í morgun að skila meðmælalistum framboðs síns. Verið væri að kjósa sjöunda forsetann og hann væri sannfærður um að ná kjöri. 26. apríl 2024 17:00 Kveðst ekki svindla á neinum með happdrætti sínu Ástþór Magnússon segir happdrætti sitt þar sem rafbíll er í aðalvinning fara eftir öllum lögum og sé hann með leyfi frá sýslumanni til að reka það. Áttatíu þúsund miðar eru í boði og búið að útbýta tæplega fjögur hundruð þeirra. 6. maí 2024 16:58 Svona var Pallborðið með Arnari Þór, Ásdísi Rán og Ástþóri Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson verða gestir Pallborðsins klukkan 14 í dag, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 26. apríl 2024 11:40 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ástþór greinir frá þessu í samtali við fréttastofu. Hann segir þessar fregnir vera mikið áfall fyrir kosningabaráttu hans enda hefur miklum fjármunum verið varið í að auglýsa hann á Facebook. Samkvæmt gögnum frá Meta, móðurfélagi Facebook og Instagram, hefur rúmum sex milljónum króna verið eytt í að auglýsa framboðssíðuna á samfélagsmiðlum. „Það hefur verið talað um það að ég hafi auglýst mest af öllum, fyrir milljónir króna. Þannig þetta er auðvitað mikið áfall,“ segir Ástþór. „Ástæðurnar sem okkur eru gefnar eru út í hött. Það er bara bullshit.“ Að sögn Ástþórs hefur hann ekki getað fengið svör frá Meta um það hvers vegna þessar ákvarðanir hafi verið teknar. „Þau segja bara að skipun hafi komið að ofan, og þau vita ekki ástæðuna.“ Alvarleg afskipti af íslenskum kosningum Með þessu er alvarleg staða komin upp að sögn Ástþórs. Þarna séu Bandaríkin að skipta sér af kosningabaráttu á Íslandi. „Það er mín skoðun að Bandarísk stjórnvöld eru að reyna að þagga niður framboðið því ég er að gagnrýna þessi vopnakaup. Það held ég að sé ástæðan,“ segir Ástþór sem fullyrðir að það liggi fyrir að mikil tengsl séu á milli Meta og bandarískra stjórnvalda. Facebook sé ekki óháð þeim þrátt fyrir að vera einkafyrirtæki. „Það hefur verið mikil umræða um það hvernig Bandaríkin hafa verið að blanda sér í kosningar í öðrum löndum. Rússar og Kínverjar hafa verið vændir um að blanda sér í kosningar í Bandaríkjunum. Þarna sérðu hvernig Bandaríkin eru að blanda sér í kosningar á Íslandi. Ástþór minnist á hugmynd sem hann hefur lagt til í kosningabaráttu sinni: Að stofnaður verði íslenskur samfélagsmiðill. „Fjölmiðlarnir ættu bara að fara saman í átak með einkaaðilum, forritunarfyrirtækjum og gera þetta,“ segir hann. „Það þarf bara að kasta þessu fyrirtæki út á haf. Þetta kristallast nú fyrir framan augun á okkur hvernig þetta er að stýra umræðunni.“ Kosningabaráttan ónýt ef skellt er í lás og slá Ekki er rukkað fyrir auglýsingarnar fyrir birtingu heldur jafnóðum, útskýrir Ástþór. Hann segist því ekki hafa borgað fyrir auglýsingar sem eiga eftir að birtast. Þrátt fyrir það segir hann áfallið fjárhagslegt að einhverju leiti. „Þegar maður er búinn að leggja milljónir króna í að kynna framboðið, og svo er fótunum kippt svona undan manni þegar það er stutt í kosningar þá er verið að eyðileggja allt sem er búið að byggja upp,“ segir Ástþór. „Ég er búinn að vera byggja upp ákveðinn takt. Kosningabaráttan er í raun ónýt ef það er lokað á þetta allt í einu.“
Forsetakosningar 2024 Samfélagsmiðlar Meta Auglýsinga- og markaðsmál Facebook Tengdar fréttir Ástþór sannfærður um að verða sjöundi forsetinn Ástþór Magnússon var í skýjunum með að fá númerið sjö þegar hann mætti til Hörpu í morgun að skila meðmælalistum framboðs síns. Verið væri að kjósa sjöunda forsetann og hann væri sannfærður um að ná kjöri. 26. apríl 2024 17:00 Kveðst ekki svindla á neinum með happdrætti sínu Ástþór Magnússon segir happdrætti sitt þar sem rafbíll er í aðalvinning fara eftir öllum lögum og sé hann með leyfi frá sýslumanni til að reka það. Áttatíu þúsund miðar eru í boði og búið að útbýta tæplega fjögur hundruð þeirra. 6. maí 2024 16:58 Svona var Pallborðið með Arnari Þór, Ásdísi Rán og Ástþóri Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson verða gestir Pallborðsins klukkan 14 í dag, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 26. apríl 2024 11:40 Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Ástþór sannfærður um að verða sjöundi forsetinn Ástþór Magnússon var í skýjunum með að fá númerið sjö þegar hann mætti til Hörpu í morgun að skila meðmælalistum framboðs síns. Verið væri að kjósa sjöunda forsetann og hann væri sannfærður um að ná kjöri. 26. apríl 2024 17:00
Kveðst ekki svindla á neinum með happdrætti sínu Ástþór Magnússon segir happdrætti sitt þar sem rafbíll er í aðalvinning fara eftir öllum lögum og sé hann með leyfi frá sýslumanni til að reka það. Áttatíu þúsund miðar eru í boði og búið að útbýta tæplega fjögur hundruð þeirra. 6. maí 2024 16:58
Svona var Pallborðið með Arnari Þór, Ásdísi Rán og Ástþóri Ásdís Rán Gunnarsdóttir, Ástþór Magnússon og Arnar Þór Jónsson verða gestir Pallborðsins klukkan 14 í dag, sem verður sýnt í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. 26. apríl 2024 11:40