Lengri lokun þar sem kerfið hefur „hangið á bláþræði“ Atli Ísleifsson skrifar 8. maí 2024 14:10 Haukur segir að starfsmenn laugarinnar muni sinna ýmsum viðhaldsverkefnum á þeim tíma sem laugin verður lokum, sum hver sem bara sé hægt að sinna þegar hún er lokuð. Seltjarnarnes Árleg vorlokun Seltjarnarneslaugar verður lengri í ár en síðustu ár. Skipta þarf um stýrikerfi sem forstöðumaður laugarinnar segir að hafi „hangið á bláþræði“ í of langan tíma. Til stendur að loka lauginni vegna viðhalds dagana 13. til 24. maí vegna „ óhjákvæmilegra viðhaldsaðgerða í kjallara sundlaugarinnar til viðbótar við hefðbundna hreinsun og viðhald,“ líkt og segir í skilaboðum til íbúa sveitarfélagsins. Haukur Geirmundsson forstöðumaður segir að lauginni hafi alla jafna verið lokað í tæpa viku um miðjan maí á hverju ári. „Að þessu sinni verðum við að hafa hana lokaða í tæpar tvær vikur. Við þurfum lengri tíma nú þar sem við þurfum að skipta um stýrikerfi – kerfinu sem stýrir hitastigi, klórnum og sýrustigi. Núverandi stýrikerfi er búið að hanga á bláþræði í smá tíma,“ segir Haukur. Hann segir að laugin verði tæmd sem taki alltaf smá tíma. „Svo er það þannig með okkar heilnæma vatn að þá gefur það ryð af sér úr götulögnunum. Það koma ryðtaumar út inntaksstútunum sem verður til þess að laugarkarið og pottarnir verða brúnir. En við opnum svo aftur laugardaginn 25. maí og þá verður allt saman spikk og span.“ Spikk og span Haukur segir að starfsmenn laugarinnar muni sinna ýmsum viðhaldsverkefnum á þeim tíma sem laugin verður lokuð, sum hver sem bara sé hægt að sinna þegar hún er lokuð. „En við biðjum fastagesti og aðra um að vera þolinmóða og glaða þegar laugin opnar á ný á laugardaginn 25. maí. Þá verður hún orðin spikk og span,“ segir Haukur. Seltjarnarnes Sundlaugar Tengdar fréttir Neyðast óvænt til að tæma laugina Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið. 8. maí 2024 10:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Til stendur að loka lauginni vegna viðhalds dagana 13. til 24. maí vegna „ óhjákvæmilegra viðhaldsaðgerða í kjallara sundlaugarinnar til viðbótar við hefðbundna hreinsun og viðhald,“ líkt og segir í skilaboðum til íbúa sveitarfélagsins. Haukur Geirmundsson forstöðumaður segir að lauginni hafi alla jafna verið lokað í tæpa viku um miðjan maí á hverju ári. „Að þessu sinni verðum við að hafa hana lokaða í tæpar tvær vikur. Við þurfum lengri tíma nú þar sem við þurfum að skipta um stýrikerfi – kerfinu sem stýrir hitastigi, klórnum og sýrustigi. Núverandi stýrikerfi er búið að hanga á bláþræði í smá tíma,“ segir Haukur. Hann segir að laugin verði tæmd sem taki alltaf smá tíma. „Svo er það þannig með okkar heilnæma vatn að þá gefur það ryð af sér úr götulögnunum. Það koma ryðtaumar út inntaksstútunum sem verður til þess að laugarkarið og pottarnir verða brúnir. En við opnum svo aftur laugardaginn 25. maí og þá verður allt saman spikk og span.“ Spikk og span Haukur segir að starfsmenn laugarinnar muni sinna ýmsum viðhaldsverkefnum á þeim tíma sem laugin verður lokuð, sum hver sem bara sé hægt að sinna þegar hún er lokuð. „En við biðjum fastagesti og aðra um að vera þolinmóða og glaða þegar laugin opnar á ný á laugardaginn 25. maí. Þá verður hún orðin spikk og span,“ segir Haukur.
Seltjarnarnes Sundlaugar Tengdar fréttir Neyðast óvænt til að tæma laugina Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið. 8. maí 2024 10:00 Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Neyðast óvænt til að tæma laugina Unnið er að því að tæma laugarkar Laugardalslaugar í Reykjavík og verður hún lokuð fram á laugardag. Forstöðumaður Laugardalslaugar segir í samtali við fréttastofu að um helgina hafi komið í ljós bilun í ristum í laugarkarinu og ekki hafi verið annað í stöðunni en að tæma karið. 8. maí 2024 10:00