Anníe Mist fór í keisaraskurð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. maí 2024 09:30 Anníe Mist Þórisdóttir með nýfæddum syni sínum. @anniethorisdottir Íslenska CrossFit konan Anníe Mist Þórisdóttir eignaðist dreng í síðustu viku en hún tók þá ákvörðun að fara frekar í keisaraskurð en að fara í gegnum náttúrulega fæðingu. Þetta er annað barn Anníe en fyrri fæðingin, þegar Freyja Mist kom í heiminn haustið 2020, var henni mjög erfið og Anníe tapaði þá meðal annars miklu blóði. Anníe skrifaði pistil inn á miðla sína þar sem hún ræddi þá ákvörðun að fara að þessu sinni í keisaraskurð. „Ég var tvístígandi með fæðinguna að þessu sinni. Á Íslandi getur þú ekki valið en þú færð möguleika á því að fara í keisaraskurð ef fyrsta fæðingin hefur verið mjög erfið eða einhver vandamál koma upp,“ skrifaði Anníe Mist. „Fólkið næst mér vildi að ég færi í keisaraskurð en ég veit að ástæðan var væntumþykja og hræðsla við það hvernig þetta fór hjá mér síðast,“ skrifaði Anníe. „Mér fannst samt sem áður að þetta væri mín ákvörðun. Ég var að vissu leyti hrædd við aðra náttúrulega fæðingu en ég var samt ekki tilbúin að útiloka slíka fæðingu. Ég vildi láta reyna á það, ná mér í góða reynslu af náttúrulegri fæðingu sem ég trúi að sé það besta fyrir alla,“ skrifaði Anníe. „Um jólin áttaði ég mig á því að þetta var ekki bara spurning um mig sjálfa. Þetta varð að snúast um hvað væri það rétta í stöðinni fyrir mína fjölskyldu. Mér fannst ég ekki geta tekið áhættuna, stráksins okkar vegna en einnig vegna þriggja ára stelpunnar okkar,“ skrifaði Anníe. „Að koma heim og vera eins eyðilögð eins og ég var eftir fyrri fæðinguna. Mér fannst ég ekki geta tekið slíka áhættu,“ skrifaði Anníe. „Að mínu mati þá var þetta rétta ákvörðunin, alls ekki sársaukalaus en mun minna blóðtap og ég er að fullu til staðar fyrir nýburann minn og dóttur mína. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir fjölskyldu mína. Þegar kemur að því að taka ákvörðun eins og þessa þá eru kringumstæður hvers og eins altaf ólíkar. Ég er bara að deila hér minni upplifun,“ skrifaði Anníe. CrossFit Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira
Þetta er annað barn Anníe en fyrri fæðingin, þegar Freyja Mist kom í heiminn haustið 2020, var henni mjög erfið og Anníe tapaði þá meðal annars miklu blóði. Anníe skrifaði pistil inn á miðla sína þar sem hún ræddi þá ákvörðun að fara að þessu sinni í keisaraskurð. „Ég var tvístígandi með fæðinguna að þessu sinni. Á Íslandi getur þú ekki valið en þú færð möguleika á því að fara í keisaraskurð ef fyrsta fæðingin hefur verið mjög erfið eða einhver vandamál koma upp,“ skrifaði Anníe Mist. „Fólkið næst mér vildi að ég færi í keisaraskurð en ég veit að ástæðan var væntumþykja og hræðsla við það hvernig þetta fór hjá mér síðast,“ skrifaði Anníe. „Mér fannst samt sem áður að þetta væri mín ákvörðun. Ég var að vissu leyti hrædd við aðra náttúrulega fæðingu en ég var samt ekki tilbúin að útiloka slíka fæðingu. Ég vildi láta reyna á það, ná mér í góða reynslu af náttúrulegri fæðingu sem ég trúi að sé það besta fyrir alla,“ skrifaði Anníe. „Um jólin áttaði ég mig á því að þetta var ekki bara spurning um mig sjálfa. Þetta varð að snúast um hvað væri það rétta í stöðinni fyrir mína fjölskyldu. Mér fannst ég ekki geta tekið áhættuna, stráksins okkar vegna en einnig vegna þriggja ára stelpunnar okkar,“ skrifaði Anníe. „Að koma heim og vera eins eyðilögð eins og ég var eftir fyrri fæðinguna. Mér fannst ég ekki geta tekið slíka áhættu,“ skrifaði Anníe. „Að mínu mati þá var þetta rétta ákvörðunin, alls ekki sársaukalaus en mun minna blóðtap og ég er að fullu til staðar fyrir nýburann minn og dóttur mína. Ég gæti ekki verið þakklátari fyrir fjölskyldu mína. Þegar kemur að því að taka ákvörðun eins og þessa þá eru kringumstæður hvers og eins altaf ólíkar. Ég er bara að deila hér minni upplifun,“ skrifaði Anníe.
CrossFit Mest lesið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Lífið Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Menning Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Lífið Æstur aðdáandi óð í Grande Bíó og sjónvarp Lögmálið um lítil typpi Lífið Fleiri fréttir Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Sjá meira