Bielsa ætlar að velja áhugamann í landsliðshóp Úrúgvæ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. maí 2024 07:01 Hinn 68 ára gamli Bielsa er engum líkur. ANP/Getty Images Knattspyrnuþjálfarinn Marcelo Bielsa er þekktur fyrir að fara sínar eigin leiðir. Hann er í dag landsliðsþjálfari Úrúgvæ og heldur áfram að gera hlutina eftir eigin höfði. Stefnir Bielsa á að velja áhugamann í næsta landsliðshóp Úrúgvæ. Lærisveinar Bielsa mæta Kosta Ríka í vináttuleik í lok mánaðar. Verður það 11. leikur Bielsa með liðið eftir að taka við því á síðasta ári. Undir hans stjórn hefur Úrúgvæ unnið sex af síðustu tíu leikjum sínum. Úrúgvæ tekur þátt í Suður-Ameríkukeppninni í sumar og er leikurinn gegn Kosta Ríka hluti af undirbúningi fyrir mótið. Það breytir því þó ekki að Bielsa virðist ætla að gefa leikmanni tækifæri sem fæst ef einhver höfðu heyrt um áður en orðrómur þess efnis að hann yrði í næsta landsliðshópi fór af stað. Fjölmiðillinn TNT í Argentínu opinberaði að Bielsa væri að íhuga að velja Walter Domínguez í hópinn. Téður Domínguez er 24 ára gamall framherji sem hefur skorað alls 57 mörk í 39 leikjum sínum með áhugamannaliðinu Juventud de Soriano. Þar af hefur hann skorað 38 mörk í síðustu 19 leikjum sínum. Liðið er svo lítt þekkt að það er ekki með eigin Wikipedia-síðu. Það hafa þó 2500 líkað við Facebook-síðu þess. "Another madness by Bielsa" TNT Argentina are reporting that Marcelo Bielsa will call up an amateur footballer to his Uruguay squad to face Costa Rica in a friendly. Walter Domínguez has scored 57 goals in 39 games for amateur side Juventud de Soriano. pic.twitter.com/KqPPCjp1wb— Newell's Old Boys - English News (@Newells_en) May 5, 2024 Leikmannahópur Úrúgvæ verður að mestu byggður á leikmönnum sem spila í efstu deild þar í landi en stórstjörnurnar Darwin Núñez [Liverpool] og Federico Valverde [Real Madríd] verða að öllum líkindum einnig í hópnum. Um er að ræða 21 manns leikmannahóp en Bielsa gat ekki kallað upp leikmenn frá Nacional, Atlético Peñarol, Racing Club de Montevideo og Danubio. Því ákvað þjálfarinn að leita í neðri deildirnar þar sem Domínguez spilar. Í stuttu viðtali nýverið staðfesti framherjinn að Knattspyrnusamband Úrúgvæ hefði haft samband við hann og tilkynnt honum að hann væri í hópnum fyrir komandi landsleik. „Ég var ekki að búast við þessu, þetta kom mér verulega á óvart. Í sannleika sagt er ég mjög hamingjusamur.“ Walter Dominguez jugó hoy por Copa OFI y confirmó la convocatoria para @UruguaySu equipo cayó derrotado 2 a 1. pic.twitter.com/CCNLvYqWy4— Alex Martin Rostan (@MartinRostan9) May 4, 2024 Þar sem Domínguez er ekki atvinnumaður má reikna með að hann sé í vinnu með fótboltanum og hann þarf því að fá frí í vinnunni til að geta tekið þátt í undirbúningnum fyrir leik Úrúgvæ og Kosta Ríka. Fótbolti Copa América Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira
Lærisveinar Bielsa mæta Kosta Ríka í vináttuleik í lok mánaðar. Verður það 11. leikur Bielsa með liðið eftir að taka við því á síðasta ári. Undir hans stjórn hefur Úrúgvæ unnið sex af síðustu tíu leikjum sínum. Úrúgvæ tekur þátt í Suður-Ameríkukeppninni í sumar og er leikurinn gegn Kosta Ríka hluti af undirbúningi fyrir mótið. Það breytir því þó ekki að Bielsa virðist ætla að gefa leikmanni tækifæri sem fæst ef einhver höfðu heyrt um áður en orðrómur þess efnis að hann yrði í næsta landsliðshópi fór af stað. Fjölmiðillinn TNT í Argentínu opinberaði að Bielsa væri að íhuga að velja Walter Domínguez í hópinn. Téður Domínguez er 24 ára gamall framherji sem hefur skorað alls 57 mörk í 39 leikjum sínum með áhugamannaliðinu Juventud de Soriano. Þar af hefur hann skorað 38 mörk í síðustu 19 leikjum sínum. Liðið er svo lítt þekkt að það er ekki með eigin Wikipedia-síðu. Það hafa þó 2500 líkað við Facebook-síðu þess. "Another madness by Bielsa" TNT Argentina are reporting that Marcelo Bielsa will call up an amateur footballer to his Uruguay squad to face Costa Rica in a friendly. Walter Domínguez has scored 57 goals in 39 games for amateur side Juventud de Soriano. pic.twitter.com/KqPPCjp1wb— Newell's Old Boys - English News (@Newells_en) May 5, 2024 Leikmannahópur Úrúgvæ verður að mestu byggður á leikmönnum sem spila í efstu deild þar í landi en stórstjörnurnar Darwin Núñez [Liverpool] og Federico Valverde [Real Madríd] verða að öllum líkindum einnig í hópnum. Um er að ræða 21 manns leikmannahóp en Bielsa gat ekki kallað upp leikmenn frá Nacional, Atlético Peñarol, Racing Club de Montevideo og Danubio. Því ákvað þjálfarinn að leita í neðri deildirnar þar sem Domínguez spilar. Í stuttu viðtali nýverið staðfesti framherjinn að Knattspyrnusamband Úrúgvæ hefði haft samband við hann og tilkynnt honum að hann væri í hópnum fyrir komandi landsleik. „Ég var ekki að búast við þessu, þetta kom mér verulega á óvart. Í sannleika sagt er ég mjög hamingjusamur.“ Walter Dominguez jugó hoy por Copa OFI y confirmó la convocatoria para @UruguaySu equipo cayó derrotado 2 a 1. pic.twitter.com/CCNLvYqWy4— Alex Martin Rostan (@MartinRostan9) May 4, 2024 Þar sem Domínguez er ekki atvinnumaður má reikna með að hann sé í vinnu með fótboltanum og hann þarf því að fá frí í vinnunni til að geta tekið þátt í undirbúningnum fyrir leik Úrúgvæ og Kosta Ríka.
Fótbolti Copa América Mest lesið Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Fótbolti Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Keppandi á Steraleikunum bætti 16 ára gamalt heimsmet Sport „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ Handbolti „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ Handbolti „Þjáning í marga daga“ Handbolti Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Fótbolti Stefnir úr hermiakstri í Formúlu 3 Sport Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Fleiri fréttir Hundruð milljóna í bónus en gæti þurft að finna sér nýja vinnu Ósáttur með fáar mínútur í úrslitunum og íhugar framtíðina Börsungar renna hýru auga til Rashford og Diaz Glódís rústaði Guðrúnu og Ísabellu í sjö manna bolta Modric kveður Real Madrid Sandra tekur „rykugu hanskana af hillunni“ til hjálpar FH Ísland mætir ekki Maríu en glímir við þrjár úr stærsta leik ársins „Verð fyrir vonbrigðum ef ég fæ ekki að halda áfram“ Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi Sjá meira