„Ódýrt“ að gera samningana tortryggilega Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. maí 2024 14:36 Dagur ræddi samninga borgarinnar við olíufélögin í Sprengisandi. Vísir/Arnar Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs og fyrrverandi borgarstjóri, segir ekkert tortryggilegt við samninga borgarinnar við olíufélögin um að greiða ekki innviðagjald eða byggingargjald á reitum þar sem borgaryfirvöld vilja að rísi íbúabyggð. Dagur sagði þetta í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi um málið ásamt Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins. María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, gerði málið að umfjöllunarefni sínu í fréttaskýringu í Kastljósi sem sýnd verður á morgun. Málið vakti athygli vegna þess að fréttaskýringin var ekki sýnd í síðasta Kveiksþætti vetrarins eins og staðið hafði til. Reykjavíkurborg setti sér stefnu árið 2009 um að fækka bensínstöðvum borgarinnar. Lítið gerðist í kjölfarið en þegar borgin samþykkti loftslagsstefnu árið 2016 var ákveðið að skapa hvata fyrir olíufélögin sem höfðu mörg hver lóðaleigusamninga til margra ára eða jafnvel áratuga. Hvatar fyrir olíufélögin Uppleggið með samningunum hafi verið að skapa hvata til þess að olíufélögin færu að hreyfa sig. „Ef þau færu af stað innan tveggja ára. Þá þyrftu þau ekki borga þessi viðbótargjöld. Við höfum greint það að þegar við erum að þétta byggð að þá þarf borgin vissulega að hugsa fyrir innviðum eins og skólum og leikskólum en það er um það bil fimm milljónir á íbúð en í nýju úthverfi er það um 24 milljónir á íbúð. Þannig við höfum mikla fjárhagslega hvata til að þétta byggð þar sem ekki þarf að ráðast í innviði,“ segir Dagur. Hann segir að ítarlegt upplegg hafi verið lagt fyrir borgarráð árið 2019 og samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn. Þá tóku við tvö ár þar sem samið var við olíufélögin og voru samningarnir þá lagðir fram til samþykktar 2021 og þá sat minnihlutinn hjá. Dagur bendir á aðeins hafi náðst að semja um þriðjung lóðanna. Hafi samningarnir verið „gjafagjörningar“ hefðu olíufélögin öll samið. Hildur segir þó að þegar samningarnir voru lagðir fram til samþykktar hafi það verið gert í sumarfríi borgarstjórnar og að upplýsingagjöfin hafi ekki nægt. Minnihlutinn hafi ekki vitað af því að olíufélögin slyppu við að greiða innviða- og byggingargjöld. „Dæmið lítur býsna vel út“ Dagur segir að þétting byggðar á umræddum reitum komi til með að skila umtalsverðum útsvarstekjum. „Í staðinn fyrir bensínstöðvarlóð sem skilar okkur litlum tekjum þá fáum við kannski nokkra tugi fjölskyldna á hvern reit sem borga útsvar og í þessu tilviki erum við kannski að flýta því að þetta verði íbúareitir um áratugi. Við erum þá að fá hundruðir útsvarsgreiðenda áratugunum fyrr. Dæmið lítur býsna vel út,“ segir Dagur. „Mér finnst dálítið ódýrt að koma fimm árum seinna, í trausti þess að fólk geti ekki skoðað þessi gögn sem allir geta gert, og reyna að gera þetta eitthvað tortryggilegt.,“ bætir hann við. Hildur segir að allir hefðu verið sammála um markmiðið að fækka bensínstöðvum í borginni en að í ýmsum tilfellum hefði mátt fara aðrar leiðir til að tryggja hag borgarinnar. „Ég er ekkert að hrópa: „Spilling! Spilling!“ eða að segja að það séu einhverjir annarlegir hagsmunir eða annarlegar hvatir sem liggja að baki þessum samningum. Það sem mér finnst blasa við er fullkomin vanhæfni og ábyrgðarleysi og fúsk og kæruleysi þegar kemur að því að sýsla með eigur almennings,“ segir Hildur. Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Sprengisandur Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Dagur sagði þetta í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni þar sem hann ræddi um málið ásamt Hildi Björnsdóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins. María Sigrún Hilmarsdóttir, fréttamaður á Ríkisútvarpinu, gerði málið að umfjöllunarefni sínu í fréttaskýringu í Kastljósi sem sýnd verður á morgun. Málið vakti athygli vegna þess að fréttaskýringin var ekki sýnd í síðasta Kveiksþætti vetrarins eins og staðið hafði til. Reykjavíkurborg setti sér stefnu árið 2009 um að fækka bensínstöðvum borgarinnar. Lítið gerðist í kjölfarið en þegar borgin samþykkti loftslagsstefnu árið 2016 var ákveðið að skapa hvata fyrir olíufélögin sem höfðu mörg hver lóðaleigusamninga til margra ára eða jafnvel áratuga. Hvatar fyrir olíufélögin Uppleggið með samningunum hafi verið að skapa hvata til þess að olíufélögin færu að hreyfa sig. „Ef þau færu af stað innan tveggja ára. Þá þyrftu þau ekki borga þessi viðbótargjöld. Við höfum greint það að þegar við erum að þétta byggð að þá þarf borgin vissulega að hugsa fyrir innviðum eins og skólum og leikskólum en það er um það bil fimm milljónir á íbúð en í nýju úthverfi er það um 24 milljónir á íbúð. Þannig við höfum mikla fjárhagslega hvata til að þétta byggð þar sem ekki þarf að ráðast í innviði,“ segir Dagur. Hann segir að ítarlegt upplegg hafi verið lagt fyrir borgarráð árið 2019 og samþykkt af öllum flokkum í borgarstjórn. Þá tóku við tvö ár þar sem samið var við olíufélögin og voru samningarnir þá lagðir fram til samþykktar 2021 og þá sat minnihlutinn hjá. Dagur bendir á aðeins hafi náðst að semja um þriðjung lóðanna. Hafi samningarnir verið „gjafagjörningar“ hefðu olíufélögin öll samið. Hildur segir þó að þegar samningarnir voru lagðir fram til samþykktar hafi það verið gert í sumarfríi borgarstjórnar og að upplýsingagjöfin hafi ekki nægt. Minnihlutinn hafi ekki vitað af því að olíufélögin slyppu við að greiða innviða- og byggingargjöld. „Dæmið lítur býsna vel út“ Dagur segir að þétting byggðar á umræddum reitum komi til með að skila umtalsverðum útsvarstekjum. „Í staðinn fyrir bensínstöðvarlóð sem skilar okkur litlum tekjum þá fáum við kannski nokkra tugi fjölskyldna á hvern reit sem borga útsvar og í þessu tilviki erum við kannski að flýta því að þetta verði íbúareitir um áratugi. Við erum þá að fá hundruðir útsvarsgreiðenda áratugunum fyrr. Dæmið lítur býsna vel út,“ segir Dagur. „Mér finnst dálítið ódýrt að koma fimm árum seinna, í trausti þess að fólk geti ekki skoðað þessi gögn sem allir geta gert, og reyna að gera þetta eitthvað tortryggilegt.,“ bætir hann við. Hildur segir að allir hefðu verið sammála um markmiðið að fækka bensínstöðvum í borginni en að í ýmsum tilfellum hefði mátt fara aðrar leiðir til að tryggja hag borgarinnar. „Ég er ekkert að hrópa: „Spilling! Spilling!“ eða að segja að það séu einhverjir annarlegir hagsmunir eða annarlegar hvatir sem liggja að baki þessum samningum. Það sem mér finnst blasa við er fullkomin vanhæfni og ábyrgðarleysi og fúsk og kæruleysi þegar kemur að því að sýsla með eigur almennings,“ segir Hildur.
Reykjavík Borgarstjórn Húsnæðismál Sprengisandur Skipulag Jarða- og lóðamál Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu Sjá meira
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent