Fjöldi verkfallsboðana á Keflavíkurflugvelli áhyggjuefni Bjarki Sigurðsson skrifar 3. maí 2024 19:02 Ragnar Árnason er forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Einar Forstöðumaður hjá Samtökum atvinnulífsins segir áhyggjuefni hversu oft stéttarfélög með starfsmenn á Keflavíkurflugvelli boði til verkfalla. Samtökin muni fara fram á frestun aðgerða þegar sest verður aftur við samningaborðið. Verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli hefjast að óbreyttu fimmtudaginn níunda maí þegar ótímabundið yfirvinnubann félagsmanna Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins tekur gildi. Daginn eftir leggur starfsfólk öryggisleitar flugvallarins niður störf í fjóra tíma og endurtaka leikin þrjá daga til viðbótar. Starfsemi flugvallarins mun að miklu leyti lamast á þeim tíma. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins (SA), sem sjá um að semja við stéttarfélögin fyrir hönd ISAVIA, segir það mikilvægt að komast aftur að samningaborðinu. „Þeir vilja fá það sem aðrir hafa samið um en síðan meira en það. Ýmis mál sem snúa að innanhúsmálum varðandi vinnufyrirkomulag og fleira hjá ISAVIA sem er auðvitað eðlilegt að ræða en það hefur ekki komið til greina af hálfu SA að fara fram hjá þessari launastefnu, sem hefur þegar verið mörkuð,“ segir Ragnar. Fyrsta krafa SA verði að verkfallsaðgerðum sé frestað. „Það er auðvitað áhyggjuefni að þau stéttarfélög sem eru með starfsfólk á Keflavíkurflugvelli sjái einhvern veginn í hendi sér að það sé sjálfsagt að fara í verkföll til að knýja á um meira en almennt gengur og gerist um launafólk hér á landi. Það er eitthvað sem maður veltir fyrir sér varðandi vinnumarkaðslíkanið hér á landi að þetta sé í boði. Að minni hópar marka sérstaka launastefnu, fram hjá þeirri stefnu sem aðrir eru tilbúnir að samþykkja,“ segir Ragnar. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Verkfallsaðgerðir á Keflavíkurflugvelli hefjast að óbreyttu fimmtudaginn níunda maí þegar ótímabundið yfirvinnubann félagsmanna Sameykis og Félags flugmálastarfsmanna ríkisins tekur gildi. Daginn eftir leggur starfsfólk öryggisleitar flugvallarins niður störf í fjóra tíma og endurtaka leikin þrjá daga til viðbótar. Starfsemi flugvallarins mun að miklu leyti lamast á þeim tíma. Ragnar Árnason, forstöðumaður vinnumarkaðssviðs Samtaka atvinnulífsins (SA), sem sjá um að semja við stéttarfélögin fyrir hönd ISAVIA, segir það mikilvægt að komast aftur að samningaborðinu. „Þeir vilja fá það sem aðrir hafa samið um en síðan meira en það. Ýmis mál sem snúa að innanhúsmálum varðandi vinnufyrirkomulag og fleira hjá ISAVIA sem er auðvitað eðlilegt að ræða en það hefur ekki komið til greina af hálfu SA að fara fram hjá þessari launastefnu, sem hefur þegar verið mörkuð,“ segir Ragnar. Fyrsta krafa SA verði að verkfallsaðgerðum sé frestað. „Það er auðvitað áhyggjuefni að þau stéttarfélög sem eru með starfsfólk á Keflavíkurflugvelli sjái einhvern veginn í hendi sér að það sé sjálfsagt að fara í verkföll til að knýja á um meira en almennt gengur og gerist um launafólk hér á landi. Það er eitthvað sem maður veltir fyrir sér varðandi vinnumarkaðslíkanið hér á landi að þetta sé í boði. Að minni hópar marka sérstaka launastefnu, fram hjá þeirri stefnu sem aðrir eru tilbúnir að samþykkja,“ segir Ragnar.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Keflavíkurflugvöllur Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira