Íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. apríl 2024 21:11 Samkvæmt heimildum fréttastofu fara greiðslur eða hlunnindi frá Coolbet fram með ýmsum hætti. Sumir fá hjálp frá fyrirtækinu við að taka upp og klippa efni fyrir samfélagsmiðla, öðrum er flogið út á mót, hvort sem það eru íþróttaleikir eða pókermót. Aðrir fá fjármuni frá Coolbet til að veðja, sem þýðir að ef þeir tapa veðmálinu tapa þeir ekki eigin peningum en ef þeir vinna veðmálið fá þeir að halda hagnaðinum. Getty Lögregla hefur ekkert eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum hér á landi þrátt fyrir að ríkislögreglustjóri meti sem svo að hætta á peningaþvætti og skattsvikum í gegnum síðurnar sé mikil. Dæmi eru um að íslenskar stjörnur fái peninga að gjöf til að leggja undir í veðmálum. Í gær fjölluðum við um ólöglegar veðmálasíður sem eru áberandi hér á landi, sér í lagi Coolbet sem hvorki má starfrækja né auglýsa. Efni sem flokka mætti sem duldar auglýsingar er þó áberandi á samfélagsmiðlum. Eftir að fréttin birtist eyddu nokkrir myndböndunum af samfélagsmiðlum. Í vinsælu hlaðvarpi Götustráka eru samstarfsaðilar tilgreindir með vörumerkjum í myndböndum. Hvergi er minnst á Coolbet en þáttastjórnandinn er oftast klæddur í peysu og með hatt merktu fyrirtækinu. @gotustrakar Arnar Þór Jónsson, forsetaframbjóðandi. @arnar.jonsson #gotustrakar ♬ original sound - Götustrákar - Götustrákar Vissi ekki að auglýsingar Coolbet væru ólöglegar Einn vinsælasti einkaþjálfari landsins, Gummi Emil klæðist oft fötum merktu fyrirtækinu. Hann sagðist í viðtali ekki hafa hugmynd um að ólöglegt væri að auglýsa Coolbet hér á landi. „Ég er ekki að auglýsa.“ En er það ekki auglýsing að vera í svona peysu í myndbandi? „Nei, það myndi ég ekki segja. Þetta eru bara geggjuð föt. Sérðu hvað þetta er flott peysa? Þetta er flottara en Metta sport, það er fjörutíu þúsund krónu galli. Þetta gáfu þeir mér frítt. Ég er með fullt af fötum frá þeim.“ Þannig þú færð engin skilaboð frá þeim að klæðast fötunum í myndböndum? „Nei ég geri það bara af því að ég er alltaf í viðtölum og tími minn kemur ekki til baka. Tíminn minn er það verðmætasta sem ég hef.“ En það eru aðrar stórar stjörnur áberandi á miðlum Coolbet og í fötum merktu fyrirtækinu. Herra hnetusmjör er meðal annars áberandi á samfélagsmiðlum fyrirtækisins þar sem hann sést meðal annars í utanlandsferðum. Hann hefur hvorki svarað símtali né skilaboðum frá fréttastofu. @coolbetmerch Það styttist í Coolbet Open í Bratislava🔥 Minnum á live undanmótið í kvöld kl. 19:00 á Hugar💰 ♬ original sound - Coolbet Ísland Þá hefur starfsmaður Coolbet á Íslandi heldur ekki svarað símtölum í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara greiðslur eða hlunnindi frá Coolbet fram með ýmsum hætti. Sumir fá hjálp frá fyrirtækinu við að taka upp og klippa efni fyrir samfélagsmiðla, öðrum er flogið út á mót, hvort sem það eru íþróttaleikir eða pókermót. Aðrir fá fjármuni frá Coolbet til að veðja, sem þýðir að ef þeir tapa veðmálinu tapa þeir ekki eigin peningum en ef þeir vinna veðmálið fá þeir að halda hagnaðinum. Ekkert eftirlit Yfirlögregluþjónn segir eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum af skornum skammti. „Það er ekkert eftirlit að öðru leyti en að þetta er starfsemi sem er refsiverð í atvinnuskyni,“ sagði Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Birgir Jónasson, lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur sérhæft sig í þessum málum enda kom hann að gerð skýrslu um áhættumat ríkislögreglustjóra vegna peningaþættis og fjármögnunar hryðjuverka.Stöð 2 Ný ógn Birgir segir skattinn ekki fara með eftirlit með peningaþvætti eða mögulegum skattsvikum í gegnum ólöglegar veðmálasíður þar sem þær er ekki tilkynningaskyldar. Síðurnar Coolbet og Betson séu ekki í sérstakri skoðun hjá lögreglu. „Þar sem þessi ógn er tiltölulega ný komin á yfirborðið er unnið að sérstakri aðgerðaráætlun til að bregðast við áhættu vegna þess þannig það er sérstaklega til skoðunar hvernig unnt sé að bregðast við þessari ógn og áhættu.“ Veruleg hætta á peningaþvætti Áhættan sem Birgir vísar í er tilgreind í áhættumati ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka sem Birgir kom að. Þar segir að þekktar aðferðir séu til að þvætta fjármuni í gegnum fjárhættuspil á netinu og hefur lögreglan vísbendingar um að íslenskir brotamenn nýti fjárhættuspil á erlendum vettvangi til peningaþvættis. Ætla megi að verulega skorti á að vinningar séu taldir fram til skatts. Engar takmarkanir eru á aðgengi að síðunum og veltir Birgir því fyrir sér hvort tilefni sé til að setja þær. „Það er eitt af því sem þarf að skoða gaumgæfilega hvort það sé ástæða til að koma sérstöku opinberu eftirliti með starfsemi af þessu tagi.“ Fjárhættuspil Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Í gær fjölluðum við um ólöglegar veðmálasíður sem eru áberandi hér á landi, sér í lagi Coolbet sem hvorki má starfrækja né auglýsa. Efni sem flokka mætti sem duldar auglýsingar er þó áberandi á samfélagsmiðlum. Eftir að fréttin birtist eyddu nokkrir myndböndunum af samfélagsmiðlum. Í vinsælu hlaðvarpi Götustráka eru samstarfsaðilar tilgreindir með vörumerkjum í myndböndum. Hvergi er minnst á Coolbet en þáttastjórnandinn er oftast klæddur í peysu og með hatt merktu fyrirtækinu. @gotustrakar Arnar Þór Jónsson, forsetaframbjóðandi. @arnar.jonsson #gotustrakar ♬ original sound - Götustrákar - Götustrákar Vissi ekki að auglýsingar Coolbet væru ólöglegar Einn vinsælasti einkaþjálfari landsins, Gummi Emil klæðist oft fötum merktu fyrirtækinu. Hann sagðist í viðtali ekki hafa hugmynd um að ólöglegt væri að auglýsa Coolbet hér á landi. „Ég er ekki að auglýsa.“ En er það ekki auglýsing að vera í svona peysu í myndbandi? „Nei, það myndi ég ekki segja. Þetta eru bara geggjuð föt. Sérðu hvað þetta er flott peysa? Þetta er flottara en Metta sport, það er fjörutíu þúsund krónu galli. Þetta gáfu þeir mér frítt. Ég er með fullt af fötum frá þeim.“ Þannig þú færð engin skilaboð frá þeim að klæðast fötunum í myndböndum? „Nei ég geri það bara af því að ég er alltaf í viðtölum og tími minn kemur ekki til baka. Tíminn minn er það verðmætasta sem ég hef.“ En það eru aðrar stórar stjörnur áberandi á miðlum Coolbet og í fötum merktu fyrirtækinu. Herra hnetusmjör er meðal annars áberandi á samfélagsmiðlum fyrirtækisins þar sem hann sést meðal annars í utanlandsferðum. Hann hefur hvorki svarað símtali né skilaboðum frá fréttastofu. @coolbetmerch Það styttist í Coolbet Open í Bratislava🔥 Minnum á live undanmótið í kvöld kl. 19:00 á Hugar💰 ♬ original sound - Coolbet Ísland Þá hefur starfsmaður Coolbet á Íslandi heldur ekki svarað símtölum í dag. Samkvæmt heimildum fréttastofu fara greiðslur eða hlunnindi frá Coolbet fram með ýmsum hætti. Sumir fá hjálp frá fyrirtækinu við að taka upp og klippa efni fyrir samfélagsmiðla, öðrum er flogið út á mót, hvort sem það eru íþróttaleikir eða pókermót. Aðrir fá fjármuni frá Coolbet til að veðja, sem þýðir að ef þeir tapa veðmálinu tapa þeir ekki eigin peningum en ef þeir vinna veðmálið fá þeir að halda hagnaðinum. Ekkert eftirlit Yfirlögregluþjónn segir eftirlit með ólöglegum veðmálasíðum af skornum skammti. „Það er ekkert eftirlit að öðru leyti en að þetta er starfsemi sem er refsiverð í atvinnuskyni,“ sagði Birgir Jónasson, lögreglustjóri á Norðurlandi vestra. Birgir Jónasson, lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra hefur sérhæft sig í þessum málum enda kom hann að gerð skýrslu um áhættumat ríkislögreglustjóra vegna peningaþættis og fjármögnunar hryðjuverka.Stöð 2 Ný ógn Birgir segir skattinn ekki fara með eftirlit með peningaþvætti eða mögulegum skattsvikum í gegnum ólöglegar veðmálasíður þar sem þær er ekki tilkynningaskyldar. Síðurnar Coolbet og Betson séu ekki í sérstakri skoðun hjá lögreglu. „Þar sem þessi ógn er tiltölulega ný komin á yfirborðið er unnið að sérstakri aðgerðaráætlun til að bregðast við áhættu vegna þess þannig það er sérstaklega til skoðunar hvernig unnt sé að bregðast við þessari ógn og áhættu.“ Veruleg hætta á peningaþvætti Áhættan sem Birgir vísar í er tilgreind í áhættumati ríkislögreglustjóra vegna peningaþvættis og fjármögnunar hryðjuverka sem Birgir kom að. Þar segir að þekktar aðferðir séu til að þvætta fjármuni í gegnum fjárhættuspil á netinu og hefur lögreglan vísbendingar um að íslenskir brotamenn nýti fjárhættuspil á erlendum vettvangi til peningaþvættis. Ætla megi að verulega skorti á að vinningar séu taldir fram til skatts. Engar takmarkanir eru á aðgengi að síðunum og veltir Birgir því fyrir sér hvort tilefni sé til að setja þær. „Það er eitt af því sem þarf að skoða gaumgæfilega hvort það sé ástæða til að koma sérstöku opinberu eftirliti með starfsemi af þessu tagi.“
Fjárhættuspil Samfélagsmiðlar Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Veðmálaauglýsingar með stærstu stjörnum landsins „fá að grassera“ Lítið sem ekkert eftirlit er með ólöglegum veðmálasíðum sem auglýsa grimmt hér á landi í trássi við lög. Þetta segir formaður Samtaka áhugafólks um spilafíkn sem sakar stjórnvöld um sinnuleysi. 29. apríl 2024 20:28