Innlent

Halla Hrund fremst í nýrri könnun og Katrín dottin niður í þriðja sæti

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Halla Hrund sækir mjög á samkvæmt skoðanakönnunum.
Halla Hrund sækir mjög á samkvæmt skoðanakönnunum.

Halla Hrund Logadóttir mælist með 29 prósent fylgi í nýrri skoðanakönnun Prósents og Baldur Þórhallsson kemur þar á eftir með 25 prósent fylgi. Katrín Jakobsdóttir mælist aðeins með 18 prósent og Jón Gnarr með 16 prósent.

Frá þessu greinir Morgunblaðið en samkvæmt blaðinu nær enginn annar frambjóðandi til forseta yfir fjórum prósentum. Könnunin var framkvæmd dagana 23. til 28. apríl.

Prósent spurði einnig um það hvern menn teldu sigurstranglegastan og þar blasir önnur staða við.

Þar nefna 35,3 prósent Katrínu, 29,5 prósent Baldur, 22,1 prósent Höllu og 7,4 prósent Jón.

Halla Hrund hefur verið að sækja verulega á í könnunum og mældist einnig með mest fylgi í könnun Maskínu sem birt var fyrir helgi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×