Samkvæmt heimildum fréttastofu veitti lögreglan litlum fólksbíl eftirför í vogahverfi. Ökumaðurinn var stöðvaður við raðhús í Skeiðarvogi. Mbl greindi frá því að um stóra lögregluaðgerð sé að ræða. Sjónarvottar sögðu þeim að sérsveitarbíll hafi ekið á ógnarhraða á Langholtsvegi og að mikið sírenuvæl hafi heyrst í hverfinu.
Helena Rós Sturludóttir upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra staðfestir í samtali við fréttastofu að sérsveitin sé til aðstoðar.