Dregur framboðið til baka Árni Sæberg skrifar 26. apríl 2024 09:21 Sigríður Hrund Pétursdóttir, fyrrverandi forsetaframbjóðandi. Vísir Sigríður Hrund Pétursdóttir hefur ákveðið að draga framboð sitt til embættis forseta Íslands til baka. Henni tókst ekki að safna tilskildum fjölda meðmæla, sem skila þarf inn í dag. Í fréttatilkynningu frá Sigríði Hrund segir að hún dragi framboðið til baka með þakklæti og auðmýkt. Öllum meðmælum hafi nú verið eytt, rafrænum sem og á pappír. Það gerir það að verkum að fólk sem hafði mælt með Sigríði Hrund getur nú mælt með öðrum frambjóðanda. Skrifi meðmælendur undir hjá tveimur fær hvorugur þeirra að njóta undirskriftarinnar. „Mig langar að þakka meðmælendum mínum fyrir traustið, hvatninguna og tækifærið sem þau veittu mér. Enn fremur langar mig að taka fram að á ferðum mínum um landið hefur verið vel á móti mér tekið í hvívetna og ég verið aufúsugestur hvar sem mig hefur borið að garði. Það segir margt um okkar einstöku þjóð.“ Áhugaverðar vikur fram undan Þá segir að hún sendi meðframbjóðendum hennar hvatningar-, þakklætis- og stuðningskveðjur á þeirra vegferð. Það sé einstakt að búa í landi sem leyfir virkt lýðræði og tjáningarfrelsi. Að geta staðið upp og stigið fram séu mannréttindi sem við eigum að vernda með því að iðka – átakalaust. „Framundan eru áhugaverðar vikur þar sem þjóðin fær að kynnast fjölbreyttum frambjóðendum ítarlega. Það er einlæg ósk mín að við samgleðjumst og tökum fagnandi á móti hugrökku fólki með mildi og styrk að leiðarljósi.“ Nú eru meðframbjóðendur hennar að undirbúa sig til þess að skila meðmælaundirskriftalistum til landskjörstjórnar í Hörpu á milli klukkan 10 og 12. Vísir verður í beinni útsendingu frá Hörpu. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07 Nýr samskiptastjóri Sigríðar: „Kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera“ Sigríður Hrund Pétursdóttir, frambjóðandi til embættis Forseta Íslands, hefur ráðið Hörpu Björgu Hjálmtýsdóttur sem samskiptastjóra. 14. febrúar 2024 15:37 Langflestir vilja fleiri undirskriftir fyrir forsetaframboð Mikill meirihluti landsmanna væru hlynntir því að lágmarksfjöldi undirskrifta til að komast í forsetaframboð verði hækkaður. 30. janúar 2024 11:34 Hödd hætt hjá Sigríði Hrund forsetaframbjóðanda Hödd Vilhjálmsdóttir hefur látið af störfum sem fjölmiðla- og samskiptastjóri forsetaframboðs Sigríðar Hrundar Pétursdóttur. 18. janúar 2024 10:59 Flugeldar forsetaframbjóðanda vöktu barn Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta í gær með pompi, prakt og flugeldum, eflaust til mikillar gleði viðstaddra. Minni gleði vakti það þó hjá íbúum nágrennisins en þeir kunnu ekki að meta uppátæki Sigríðar. 13. janúar 2024 14:40 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Sigríði Hrund segir að hún dragi framboðið til baka með þakklæti og auðmýkt. Öllum meðmælum hafi nú verið eytt, rafrænum sem og á pappír. Það gerir það að verkum að fólk sem hafði mælt með Sigríði Hrund getur nú mælt með öðrum frambjóðanda. Skrifi meðmælendur undir hjá tveimur fær hvorugur þeirra að njóta undirskriftarinnar. „Mig langar að þakka meðmælendum mínum fyrir traustið, hvatninguna og tækifærið sem þau veittu mér. Enn fremur langar mig að taka fram að á ferðum mínum um landið hefur verið vel á móti mér tekið í hvívetna og ég verið aufúsugestur hvar sem mig hefur borið að garði. Það segir margt um okkar einstöku þjóð.“ Áhugaverðar vikur fram undan Þá segir að hún sendi meðframbjóðendum hennar hvatningar-, þakklætis- og stuðningskveðjur á þeirra vegferð. Það sé einstakt að búa í landi sem leyfir virkt lýðræði og tjáningarfrelsi. Að geta staðið upp og stigið fram séu mannréttindi sem við eigum að vernda með því að iðka – átakalaust. „Framundan eru áhugaverðar vikur þar sem þjóðin fær að kynnast fjölbreyttum frambjóðendum ítarlega. Það er einlæg ósk mín að við samgleðjumst og tökum fagnandi á móti hugrökku fólki með mildi og styrk að leiðarljósi.“ Nú eru meðframbjóðendur hennar að undirbúa sig til þess að skila meðmælaundirskriftalistum til landskjörstjórnar í Hörpu á milli klukkan 10 og 12. Vísir verður í beinni útsendingu frá Hörpu.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07 Nýr samskiptastjóri Sigríðar: „Kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera“ Sigríður Hrund Pétursdóttir, frambjóðandi til embættis Forseta Íslands, hefur ráðið Hörpu Björgu Hjálmtýsdóttur sem samskiptastjóra. 14. febrúar 2024 15:37 Langflestir vilja fleiri undirskriftir fyrir forsetaframboð Mikill meirihluti landsmanna væru hlynntir því að lágmarksfjöldi undirskrifta til að komast í forsetaframboð verði hækkaður. 30. janúar 2024 11:34 Hödd hætt hjá Sigríði Hrund forsetaframbjóðanda Hödd Vilhjálmsdóttir hefur látið af störfum sem fjölmiðla- og samskiptastjóri forsetaframboðs Sigríðar Hrundar Pétursdóttur. 18. janúar 2024 10:59 Flugeldar forsetaframbjóðanda vöktu barn Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta í gær með pompi, prakt og flugeldum, eflaust til mikillar gleði viðstaddra. Minni gleði vakti það þó hjá íbúum nágrennisins en þeir kunnu ekki að meta uppátæki Sigríðar. 13. janúar 2024 14:40 Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent Fleiri fréttir Brotið á barni þegar það var lokað inni í einveruherbergi í Mýrarhúsaskóla Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Sjá meira
Sigríði þykir ólíklegt að hún nái undirskriftum Milli klukkan tíu og tólf á morgun mun Landskjörstjórn taka við framboðum til forseta Íslands. Eins og fram hefur komið þarf frambjóðandi að hafa 1500 undirskriftir til að komast áfram í kjörið. Tíminn er því naumur fyrir frambjóðendur sem ekki hafa náð þeim undirskriftafjölda. Helga Þórisdóttir er bjartsýn en Sigríður Hrund ekki. 25. apríl 2024 12:07
Nýr samskiptastjóri Sigríðar: „Kom, sá og sigraði – eins og ég mun gera“ Sigríður Hrund Pétursdóttir, frambjóðandi til embættis Forseta Íslands, hefur ráðið Hörpu Björgu Hjálmtýsdóttur sem samskiptastjóra. 14. febrúar 2024 15:37
Langflestir vilja fleiri undirskriftir fyrir forsetaframboð Mikill meirihluti landsmanna væru hlynntir því að lágmarksfjöldi undirskrifta til að komast í forsetaframboð verði hækkaður. 30. janúar 2024 11:34
Hödd hætt hjá Sigríði Hrund forsetaframbjóðanda Hödd Vilhjálmsdóttir hefur látið af störfum sem fjölmiðla- og samskiptastjóri forsetaframboðs Sigríðar Hrundar Pétursdóttur. 18. janúar 2024 10:59
Flugeldar forsetaframbjóðanda vöktu barn Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta í gær með pompi, prakt og flugeldum, eflaust til mikillar gleði viðstaddra. Minni gleði vakti það þó hjá íbúum nágrennisins en þeir kunnu ekki að meta uppátæki Sigríðar. 13. janúar 2024 14:40