Flugeldar forsetaframbjóðanda vöktu barn Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 13. janúar 2024 14:40 Sigríður og eiginmaður hennar Baldur Ingvarsson. Vísir/Dúi Sigríður Hrund Pétursdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta í gær með pompi, prakt og flugeldum, eflaust til mikillar gleði viðstaddra. Minni gleði vakti það þó hjá íbúum nágrennisins en þeir kunnu ekki að meta uppátæki Sigríðar. Veislan var haldin á Kjarvalsstöðum og margir sem búa í nágrenninu. Flugeldum var skotið upp við tilefni um áttaleytið og vakti veikt barn Sævars Snorrasonar, íbúa í Norðurmýri. Sigríður tilkynnti framboð sitt í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vakti veikt barn Hann spyr sig hvað fólki finnst um að forsetaframbjóðandi virði lög landsins að vettugi og veki ungabörn og hræði gæludýr. Lögin kveða á það að ekki megi skjóta flugeldum eftir þrettándann nema sérstakt leyfi lögreglunnar sé fyrir hendi. „Ég var nýbúinn að svæfa og kominn með hundinn upp í sófa. Ég er með veikt barn heima og svo allt í einu fer allt í gang. Ég hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. „Ég hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti þetta bara til lögreglunnar. Ég hélt að það væru einhverjir vitleysingar að sprengja,“ bætir hann við. Sævar segir framkoma Sigríðar koma sér sérstaklega á óvart fyrir forsetaframbjóðanda og sérstaklega þar sem hann teldi Guðna hafa verið yfir allt slíkt athæfi hafinn. „Svo fer maður að hugsa um embættið sem verið er að bjóða sig fram í. Að það sé verið að virða svona reglur að vettugi til að halda gott partí. Eina sem ég get sagt um þetta er að ég muni allavega ekki kjósa hana og hún hefur misst nokkur atkvæði í Norðurmýrinni,“ segir Sævar. Ekkert leyfi fyrir hendi Samkvæmt Hödd Vilhjálmsdóttur, fjölmiðla- og samskiptastjóra framboðs Sigríðar, var uppákoman hugmynd eiginmanns Sigríðar og að hann vildi koma henni á óvart. Sigríður hafi ekki vitað af því fyrirfram. Ekkert leyfi hafi verið fyrir hendi og hefði átt að tryggja það áður en ákveðið var að blása til flugeldasýningar. Hávaðinn hafi ekki varað nema í einhverjar þrjár mínútur og það fyrir klukkan átta en að Sigríði þyki leitt að það hafi ónáðað nágrannana. Forsetakosningar 2024 Flugeldar Reykjavík Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Veislan var haldin á Kjarvalsstöðum og margir sem búa í nágrenninu. Flugeldum var skotið upp við tilefni um áttaleytið og vakti veikt barn Sævars Snorrasonar, íbúa í Norðurmýri. Sigríður tilkynnti framboð sitt í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. Vakti veikt barn Hann spyr sig hvað fólki finnst um að forsetaframbjóðandi virði lög landsins að vettugi og veki ungabörn og hræði gæludýr. Lögin kveða á það að ekki megi skjóta flugeldum eftir þrettándann nema sérstakt leyfi lögreglunnar sé fyrir hendi. „Ég var nýbúinn að svæfa og kominn með hundinn upp í sófa. Ég er með veikt barn heima og svo allt í einu fer allt í gang. Ég hafði ekki hugmynd um hvað var í gangi,“ segir Sævar í samtali við fréttastofu. „Ég hringdi í Neyðarlínuna og tilkynnti þetta bara til lögreglunnar. Ég hélt að það væru einhverjir vitleysingar að sprengja,“ bætir hann við. Sævar segir framkoma Sigríðar koma sér sérstaklega á óvart fyrir forsetaframbjóðanda og sérstaklega þar sem hann teldi Guðna hafa verið yfir allt slíkt athæfi hafinn. „Svo fer maður að hugsa um embættið sem verið er að bjóða sig fram í. Að það sé verið að virða svona reglur að vettugi til að halda gott partí. Eina sem ég get sagt um þetta er að ég muni allavega ekki kjósa hana og hún hefur misst nokkur atkvæði í Norðurmýrinni,“ segir Sævar. Ekkert leyfi fyrir hendi Samkvæmt Hödd Vilhjálmsdóttur, fjölmiðla- og samskiptastjóra framboðs Sigríðar, var uppákoman hugmynd eiginmanns Sigríðar og að hann vildi koma henni á óvart. Sigríður hafi ekki vitað af því fyrirfram. Ekkert leyfi hafi verið fyrir hendi og hefði átt að tryggja það áður en ákveðið var að blása til flugeldasýningar. Hávaðinn hafi ekki varað nema í einhverjar þrjár mínútur og það fyrir klukkan átta en að Sigríði þyki leitt að það hafi ónáðað nágrannana.
Forsetakosningar 2024 Flugeldar Reykjavík Tengdar fréttir Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Fleiri fréttir Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Sjá meira
Sigríður Hrund býður sig fram til forseta Sigríður Hrund Pétursdóttir, fjárfestir og fyrrverandi forseti Félags kvenna í atvinnulífinu, hyggst bjóða sig fram til forseta Íslands. 12. janúar 2024 18:42