„Dapurlegt“ að andstæðingar bólusetninga hafi svo mikil áhrif Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2024 20:45 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þá þróun að dregið hafi úr bólusetningum barna vera dapurlega og telur hann að hún skýrist af einhverju leyti af harkalegum árásum á bólusetningar gegn Covid. Kári segir miður að fólk sem haldi því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar sé komið með svo mikil áhrif í samfélaginu. Þátttaka í bólusetningum gegn mislingum telst nú ófullnægjandi til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins meðal barna á Íslandi. Sjá einnig: Alltof mörg börn misstu af bólusetningu við mislingum Fyrir sex árum voru um níutíu og fimm prósent barna fullbólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum en hlutfallið er nú komið niður í um 89 prósent. Þá hefur þátttaka í bólusetningu gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta, sem hefur verið að greinast á landinu, einnig dvínað. „Þess ber að geta að hvaða skoðun sem menn hafa á bólusetningum við Covid-19, þá eru þessar bólusetningar að vissu leyti öðruvísi. Þetta eru bólusetningar við sjúkdómum barna sem koma inn í þennan heim án þess að hafa ónæmi fyrir býsna mörgum sjúkdómum,“ sagði Kári í fréttum stöðvar 2. Kári benti á mislinga og sagði þá þess eðlis að eitt af hverjum fjórum börnum sem sýkist lendi á sjúkrahúsi. Eitt til tvö af hverjum þúsund börnum deyi vegna mislinga. Þar að auki væri hætta á því að börn sem smitist af mislingum fái skemmdir á heila. Bóluefni gegn mislingum séu í dag svo gott sem hættulaus. Þau geti valdið smá hita í nokkurn tíma. „Ef svo heldur fram sem horfir þá komumst við með okkar íslenska heilbrigðiskerfi til að vera með fangið fullt af vandamálum sem það þyrfti ekki að hafa,“ sagði Kári. „Það er dapurlegt að þessi hópur fólks sem heldur því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar, að þau skuli vera farin að hafa þetta mikil áhrif í íslensku samfélagi.“ Hann sagði ekki hægt að spá til um mögulegan faraldur í framtíðinni en það væri alveg ljóst að hættan á því væri í öfugu hlutfalli við bólusetningarhlutfall. Því fleiri sem eru ekki bólusettir, því meiri er hættan á faraldri. „Ég held það væri afskaplega skynsamlegt af foreldrum, af öllum foreldrum, að láta bólusetja börnin sín. Ef þeim þykir vænt um þau, ef þau vilja verja þau af miklum áföllum út af sjúkdómum, þá held ég að það væri afskaplega skynsamlegt að fara með barnið sitt og láta bólusetja það.“ Bólusetningar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Kári segir miður að fólk sem haldi því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar sé komið með svo mikil áhrif í samfélaginu. Þátttaka í bólusetningum gegn mislingum telst nú ófullnægjandi til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins meðal barna á Íslandi. Sjá einnig: Alltof mörg börn misstu af bólusetningu við mislingum Fyrir sex árum voru um níutíu og fimm prósent barna fullbólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum en hlutfallið er nú komið niður í um 89 prósent. Þá hefur þátttaka í bólusetningu gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta, sem hefur verið að greinast á landinu, einnig dvínað. „Þess ber að geta að hvaða skoðun sem menn hafa á bólusetningum við Covid-19, þá eru þessar bólusetningar að vissu leyti öðruvísi. Þetta eru bólusetningar við sjúkdómum barna sem koma inn í þennan heim án þess að hafa ónæmi fyrir býsna mörgum sjúkdómum,“ sagði Kári í fréttum stöðvar 2. Kári benti á mislinga og sagði þá þess eðlis að eitt af hverjum fjórum börnum sem sýkist lendi á sjúkrahúsi. Eitt til tvö af hverjum þúsund börnum deyi vegna mislinga. Þar að auki væri hætta á því að börn sem smitist af mislingum fái skemmdir á heila. Bóluefni gegn mislingum séu í dag svo gott sem hættulaus. Þau geti valdið smá hita í nokkurn tíma. „Ef svo heldur fram sem horfir þá komumst við með okkar íslenska heilbrigðiskerfi til að vera með fangið fullt af vandamálum sem það þyrfti ekki að hafa,“ sagði Kári. „Það er dapurlegt að þessi hópur fólks sem heldur því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar, að þau skuli vera farin að hafa þetta mikil áhrif í íslensku samfélagi.“ Hann sagði ekki hægt að spá til um mögulegan faraldur í framtíðinni en það væri alveg ljóst að hættan á því væri í öfugu hlutfalli við bólusetningarhlutfall. Því fleiri sem eru ekki bólusettir, því meiri er hættan á faraldri. „Ég held það væri afskaplega skynsamlegt af foreldrum, af öllum foreldrum, að láta bólusetja börnin sín. Ef þeim þykir vænt um þau, ef þau vilja verja þau af miklum áföllum út af sjúkdómum, þá held ég að það væri afskaplega skynsamlegt að fara með barnið sitt og láta bólusetja það.“
Bólusetningar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira