„Dapurlegt“ að andstæðingar bólusetninga hafi svo mikil áhrif Samúel Karl Ólason skrifar 24. apríl 2024 20:45 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, læknir og forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir þá þróun að dregið hafi úr bólusetningum barna vera dapurlega og telur hann að hún skýrist af einhverju leyti af harkalegum árásum á bólusetningar gegn Covid. Kári segir miður að fólk sem haldi því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar sé komið með svo mikil áhrif í samfélaginu. Þátttaka í bólusetningum gegn mislingum telst nú ófullnægjandi til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins meðal barna á Íslandi. Sjá einnig: Alltof mörg börn misstu af bólusetningu við mislingum Fyrir sex árum voru um níutíu og fimm prósent barna fullbólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum en hlutfallið er nú komið niður í um 89 prósent. Þá hefur þátttaka í bólusetningu gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta, sem hefur verið að greinast á landinu, einnig dvínað. „Þess ber að geta að hvaða skoðun sem menn hafa á bólusetningum við Covid-19, þá eru þessar bólusetningar að vissu leyti öðruvísi. Þetta eru bólusetningar við sjúkdómum barna sem koma inn í þennan heim án þess að hafa ónæmi fyrir býsna mörgum sjúkdómum,“ sagði Kári í fréttum stöðvar 2. Kári benti á mislinga og sagði þá þess eðlis að eitt af hverjum fjórum börnum sem sýkist lendi á sjúkrahúsi. Eitt til tvö af hverjum þúsund börnum deyi vegna mislinga. Þar að auki væri hætta á því að börn sem smitist af mislingum fái skemmdir á heila. Bóluefni gegn mislingum séu í dag svo gott sem hættulaus. Þau geti valdið smá hita í nokkurn tíma. „Ef svo heldur fram sem horfir þá komumst við með okkar íslenska heilbrigðiskerfi til að vera með fangið fullt af vandamálum sem það þyrfti ekki að hafa,“ sagði Kári. „Það er dapurlegt að þessi hópur fólks sem heldur því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar, að þau skuli vera farin að hafa þetta mikil áhrif í íslensku samfélagi.“ Hann sagði ekki hægt að spá til um mögulegan faraldur í framtíðinni en það væri alveg ljóst að hættan á því væri í öfugu hlutfalli við bólusetningarhlutfall. Því fleiri sem eru ekki bólusettir, því meiri er hættan á faraldri. „Ég held það væri afskaplega skynsamlegt af foreldrum, af öllum foreldrum, að láta bólusetja börnin sín. Ef þeim þykir vænt um þau, ef þau vilja verja þau af miklum áföllum út af sjúkdómum, þá held ég að það væri afskaplega skynsamlegt að fara með barnið sitt og láta bólusetja það.“ Bólusetningar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Kári segir miður að fólk sem haldi því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar sé komið með svo mikil áhrif í samfélaginu. Þátttaka í bólusetningum gegn mislingum telst nú ófullnægjandi til að hindra útbreiðslu sjúkdómsins meðal barna á Íslandi. Sjá einnig: Alltof mörg börn misstu af bólusetningu við mislingum Fyrir sex árum voru um níutíu og fimm prósent barna fullbólusett gegn mislingum, hettusótt og rauðum hundum en hlutfallið er nú komið niður í um 89 prósent. Þá hefur þátttaka í bólusetningu gegn barnaveiki, stífkrampa og kíghósta, sem hefur verið að greinast á landinu, einnig dvínað. „Þess ber að geta að hvaða skoðun sem menn hafa á bólusetningum við Covid-19, þá eru þessar bólusetningar að vissu leyti öðruvísi. Þetta eru bólusetningar við sjúkdómum barna sem koma inn í þennan heim án þess að hafa ónæmi fyrir býsna mörgum sjúkdómum,“ sagði Kári í fréttum stöðvar 2. Kári benti á mislinga og sagði þá þess eðlis að eitt af hverjum fjórum börnum sem sýkist lendi á sjúkrahúsi. Eitt til tvö af hverjum þúsund börnum deyi vegna mislinga. Þar að auki væri hætta á því að börn sem smitist af mislingum fái skemmdir á heila. Bóluefni gegn mislingum séu í dag svo gott sem hættulaus. Þau geti valdið smá hita í nokkurn tíma. „Ef svo heldur fram sem horfir þá komumst við með okkar íslenska heilbrigðiskerfi til að vera með fangið fullt af vandamálum sem það þyrfti ekki að hafa,“ sagði Kári. „Það er dapurlegt að þessi hópur fólks sem heldur því fram að jörðin sé flöt og bólusetningar séu alltaf hættulegar, að þau skuli vera farin að hafa þetta mikil áhrif í íslensku samfélagi.“ Hann sagði ekki hægt að spá til um mögulegan faraldur í framtíðinni en það væri alveg ljóst að hættan á því væri í öfugu hlutfalli við bólusetningarhlutfall. Því fleiri sem eru ekki bólusettir, því meiri er hættan á faraldri. „Ég held það væri afskaplega skynsamlegt af foreldrum, af öllum foreldrum, að láta bólusetja börnin sín. Ef þeim þykir vænt um þau, ef þau vilja verja þau af miklum áföllum út af sjúkdómum, þá held ég að það væri afskaplega skynsamlegt að fara með barnið sitt og láta bólusetja það.“
Bólusetningar Heilbrigðismál Börn og uppeldi Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent