Alls konar fabúleringar um vinskapinn við Bjarna Ben Hólmfríður Gísladóttir skrifar 24. apríl 2024 11:15 Katrín bendir á að fólk viti hvar það hefur hana; hennar pólítísku skoðanir liggi uppi á borðum. Vísir/Vilhelm „Við skulum átta okkur á því að það er auðvitað unnið að fjöldamörgum málum og forsætisráðherrann kemur nú ekkert að þeim öllum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, í Pallborðinu í gær. Katrín var spurð að því hvort það orkaði tvímælis að hún myndi möglega verða í þeirri stöðu að undirrita lög frá Alþingi sem hún hefði sjálf átt að komu að. Aðrir gestir Pallborðsins voru Halla Tómasdóttir athafnakona og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og sagði Steinunn forsætisráðherra hljóta að bera ábyrgð á sinni ríkisstjórn. „Það sem ég er að benda á er að ég held að krafa almennings á mínar hendur, því ég er spurð um þetta að sjálfsögðu á fundum, verði enn ríkar um það að ég gæti óhlutdrægni í því mati meðal annars hvernig eigi að beita málskotsréttinum og minni á það aftur að ég held að öll sem eru í framboði þau hafa sýna lífssýn og skoðanir, pólitísku skoðanir sem og aðrar,“ sagði Katrín. „Ég held hins vegar að í mínu tilfelli þá eru þær bara algjörlega á yfirborðinu, öll mín verk eru á yfirborðinu og fólk getur metið það hvort ég hafi eingöngu látið mínar eigin skoðanir ráða för eða hvort ég hafi einmitt lagt mig fram um það að taka ákvarðanir í mínu embætti, til að mynda sem forsætisráðherra, sem þjónuðu heildarhag. Og ég vil bara minna á það líka að í því verkefni hef ég fengið afskaplega stórar áskoranir sem ég held að hafi tekist mjög vel til í.“ Katrín nefndi heimsfaraldur kórónuveiru sem dæmi, þar sem góður árangur hefði náðst og hún hefði lagt sig fram um að hlusta og ná árangri í þágu heildarhagsmuna. Það hlyti að vera sú krafa sem gerð væri til forseta. „Það að taka þátt í pólitísku starfi snýst nefnilega ekki um einhvern vinskap einhvers fólks, heldur snýst nákvæmlega um þetta,“ sagði Katrín. Hún var þá innt eftir því hvort það hefði ekki verið vinskapur hennar og Bjarna Benediktssonar, núverandi forsætisráðherra, sem hefði haldið ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi. „Ja, það eru alls konar fabúleringar um það en ég held að fólk verði miklu frekar að horfa á þær ákvarðanir sem raunverulega hafa verið teknar og þann árangur sem raunverulega hefur náðst.“ Hér fyrir neðan má horfa á Pallborðið í heild. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Pallborðið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira
Katrín var spurð að því hvort það orkaði tvímælis að hún myndi möglega verða í þeirri stöðu að undirrita lög frá Alþingi sem hún hefði sjálf átt að komu að. Aðrir gestir Pallborðsins voru Halla Tómasdóttir athafnakona og Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og sagði Steinunn forsætisráðherra hljóta að bera ábyrgð á sinni ríkisstjórn. „Það sem ég er að benda á er að ég held að krafa almennings á mínar hendur, því ég er spurð um þetta að sjálfsögðu á fundum, verði enn ríkar um það að ég gæti óhlutdrægni í því mati meðal annars hvernig eigi að beita málskotsréttinum og minni á það aftur að ég held að öll sem eru í framboði þau hafa sýna lífssýn og skoðanir, pólitísku skoðanir sem og aðrar,“ sagði Katrín. „Ég held hins vegar að í mínu tilfelli þá eru þær bara algjörlega á yfirborðinu, öll mín verk eru á yfirborðinu og fólk getur metið það hvort ég hafi eingöngu látið mínar eigin skoðanir ráða för eða hvort ég hafi einmitt lagt mig fram um það að taka ákvarðanir í mínu embætti, til að mynda sem forsætisráðherra, sem þjónuðu heildarhag. Og ég vil bara minna á það líka að í því verkefni hef ég fengið afskaplega stórar áskoranir sem ég held að hafi tekist mjög vel til í.“ Katrín nefndi heimsfaraldur kórónuveiru sem dæmi, þar sem góður árangur hefði náðst og hún hefði lagt sig fram um að hlusta og ná árangri í þágu heildarhagsmuna. Það hlyti að vera sú krafa sem gerð væri til forseta. „Það að taka þátt í pólitísku starfi snýst nefnilega ekki um einhvern vinskap einhvers fólks, heldur snýst nákvæmlega um þetta,“ sagði Katrín. Hún var þá innt eftir því hvort það hefði ekki verið vinskapur hennar og Bjarna Benediktssonar, núverandi forsætisráðherra, sem hefði haldið ríkisstjórnarsamstarfinu gangandi. „Ja, það eru alls konar fabúleringar um það en ég held að fólk verði miklu frekar að horfa á þær ákvarðanir sem raunverulega hafa verið teknar og þann árangur sem raunverulega hefur náðst.“ Hér fyrir neðan má horfa á Pallborðið í heild.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Pallborðið Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Sjá meira