Innlent

Fluttur á sjúkra­hús eftir að ekið var á Út­lendinga­stofnun

Jón Þór Stefánsson skrifar
Mynd frá vettvangi. Líkt og sjá má olli áreksturinn nokkru tjóni.
Mynd frá vettvangi. Líkt og sjá má olli áreksturinn nokkru tjóni. Vísir/Vilhelm

Bíl var ekið á húsnæði Útlendingastofnunnar í dag. Slökkviliðið var kallað út vegna málsins, vegna vatnsleka, en svo virðist sem lögn hafi rofnað við áreksturinn.

Þá var einn fluttur af slysstað með sjúkrabíl

Þetta staðfestir Lárus Steindór Björnsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, í samtali við fréttastofu.

Húsnæði Útlendingastofnunar við Dalveg í Kópavogi.Vísir/Vilhelm

Mbl greindi fyrst frá. Í frétt miðilsins er haft eftir Gunnari Hilmarssyni, aðal­varðstjóra hjá lögreglunni, að ekki hafi verið um viljaverk að ræða. Eldri kona hafi óvart stigið á bensíngjöfina þegar hún ætlaði að bremsa.

Sá slasaði er karlmaður sem var í vinnu við gluggann.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×