Gæti krafist þess að El Clásico verði endurtekinn vegna draugamarks Sindri Sverrisson skrifar 22. apríl 2024 14:00 Lamine Yamal virtist hafa komið Barcelona yfir gegn Real Madrid í gær, í 2-1, en svo var ekki. Getty/Mateo Villalba Joan Laporta, forseti Barcelona, er hundóánægður eftir 3-2 tapið gegn Real Madrid í El Clásico, stærsta leik tímabilsins í spænsku 1. deildinni í fótbolta í gær. Hann gæti krafist þess að leikurinn verði spilaður upp á nýtt. Laporta er sérstaklega óánægður vegna umdeilds atviks í fyrri hálfleik leiksins, þegar staðan var 1-1, þegar mörgum virtist sem að Lamine Yamal hefði komið Barcelona yfir. Dómarar leiksins mátu það sem svo að boltinn hefði ekki allur verið kominn yfir línuna, og dæmdu því ekki mark, en ekki er notast við marklínutækni í spænsku deildinni. Laporta segir að ýmislegt megi setja út á varðandi dómgæsluna í gær en draugamark Yamal hafi staðið upp úr. „Sem félag þá viljum við vera viss um hvað gerðist og ég get upplýst það að við munum krefja dómaranefnd spænska knattspyrnusambandsins um allt mynd- og hljóðefni í tengslum við atvikið,“ sagði Laporta á miðlum Barcelona. Barça president Laporta: We asked the RFEF to provide us with all the images and audios of Lamine s cancelled goal . If it was a legal goal, we do not rule out asking to re-play the match . We will go further, we do not rule out anything . pic.twitter.com/VMdsUxWwu3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 22, 2024 „Ef það kemur svo í ljós eftir skoðun á þessum gögnum, að röng ákvörðun hafi verið tekin, þá munum við gera það sem þarf til að úr þessu verði bætt og útilokum að sjálfsögðu ekki hvers konar lögsókn. Ef að í ljós kemur að markið hefði átt að standa þá vinnum við út frá því og útilokum ekki kröfu um að leikurinn verði spilaður að nýju, rétt eins og gerst hefur í öðrum leik í Evrópu vegna VAR-villu,“ sagði Laporta og bætti við að fleiri atvik í leiknum bæri að skoða betur. Síðustu dagar hafa verið Börsungum erfiðir en þeir féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Nú er sömuleiðis ljóst að liðið þarf að öllum líkindum að bíða horfa á eftir Spánarmeistaratitlinum til Real Madrid sem er komið með 11 stiga forskot á toppnum, þegar sex umferðir eru eftir. Spænski boltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Laporta er sérstaklega óánægður vegna umdeilds atviks í fyrri hálfleik leiksins, þegar staðan var 1-1, þegar mörgum virtist sem að Lamine Yamal hefði komið Barcelona yfir. Dómarar leiksins mátu það sem svo að boltinn hefði ekki allur verið kominn yfir línuna, og dæmdu því ekki mark, en ekki er notast við marklínutækni í spænsku deildinni. Laporta segir að ýmislegt megi setja út á varðandi dómgæsluna í gær en draugamark Yamal hafi staðið upp úr. „Sem félag þá viljum við vera viss um hvað gerðist og ég get upplýst það að við munum krefja dómaranefnd spænska knattspyrnusambandsins um allt mynd- og hljóðefni í tengslum við atvikið,“ sagði Laporta á miðlum Barcelona. Barça president Laporta: We asked the RFEF to provide us with all the images and audios of Lamine s cancelled goal . If it was a legal goal, we do not rule out asking to re-play the match . We will go further, we do not rule out anything . pic.twitter.com/VMdsUxWwu3— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) April 22, 2024 „Ef það kemur svo í ljós eftir skoðun á þessum gögnum, að röng ákvörðun hafi verið tekin, þá munum við gera það sem þarf til að úr þessu verði bætt og útilokum að sjálfsögðu ekki hvers konar lögsókn. Ef að í ljós kemur að markið hefði átt að standa þá vinnum við út frá því og útilokum ekki kröfu um að leikurinn verði spilaður að nýju, rétt eins og gerst hefur í öðrum leik í Evrópu vegna VAR-villu,“ sagði Laporta og bætti við að fleiri atvik í leiknum bæri að skoða betur. Síðustu dagar hafa verið Börsungum erfiðir en þeir féllu úr leik í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku. Nú er sömuleiðis ljóst að liðið þarf að öllum líkindum að bíða horfa á eftir Spánarmeistaratitlinum til Real Madrid sem er komið með 11 stiga forskot á toppnum, þegar sex umferðir eru eftir.
Spænski boltinn Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Enski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira