Kynferðisafbrotamanni bannað að nota gervigreind Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. apríl 2024 18:46 Slík mál hafa einnig komið upp á Íslandi. Getty Breskur dómstóll hefur bannað kynferðisafbrotamanni að nota gervigreind til að framleiða myndir í fimm ár vegna þess að hann nýtti sér hana til að búa til meira en þúsund klúrar myndir af fólki án leyfis. Hinum 48 ára Anthony Dover hefur verið gert að nota ekki forrit sem er kleift að búa til myndir eftir textalýsingu notanda. Með tækjum sem þessum er hægt að hala inn mynd af manneskju og láta gervigreindina búa til klæmnari útgáfu af upphaflegu myndinni. Honum var einnig gert að afplána refsingu sína með samfélagsþjónustu ásamt tvö hundruð punda sekt. Forritið sem um ræðir heitir Stable Diffusion og kom á markað árið 2022. Gerir það notendum þess kleift að búa til oft mjög raunverulegar myndir út frá textalýsingum og hefur það verið notað af barnaníðingum í því skyni að framleiða barnaníðsefni. Gervigreindarmálum fjölgar fyrir dómstólum Þessi úrskurður dómsins gæti verið fordæmisgefandi þar sem fleiri og fleiri mál er varða gervigreind rata á borð dómstóla um allan heim. Í síðustu viku tilkynnti breska ríkisstjórnin að hún skyldi gera það ólöglegt að búa til kynferðislegt efni af fullorðnu fólki án samþykkis þeirra. Það að búa til, búa yfir eða deila tilbúnu barnaníðsefni hefur verið glæpur í langan tíma en nú á sú löggjöf í ríkari mæli við um efni framleitt af gervigreind. Stability AI, fyrirtækið á bakvið Stable Diffusion, segir að brugðist hafi verið við og að nýrri uppfærslur forritsins komi í veg fyrir að því sé beitt til að framleiða slíkt efni. Fyrr í mánuðinum greindi Vísir frá því að fleiri en eitt mál hafi ratað á borð Ríkislögreglustjóra þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu að jafnauðvelt sé fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. Bretland Gervigreind Tengdar fréttir Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. 2. apríl 2024 18:59 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Hinum 48 ára Anthony Dover hefur verið gert að nota ekki forrit sem er kleift að búa til myndir eftir textalýsingu notanda. Með tækjum sem þessum er hægt að hala inn mynd af manneskju og láta gervigreindina búa til klæmnari útgáfu af upphaflegu myndinni. Honum var einnig gert að afplána refsingu sína með samfélagsþjónustu ásamt tvö hundruð punda sekt. Forritið sem um ræðir heitir Stable Diffusion og kom á markað árið 2022. Gerir það notendum þess kleift að búa til oft mjög raunverulegar myndir út frá textalýsingum og hefur það verið notað af barnaníðingum í því skyni að framleiða barnaníðsefni. Gervigreindarmálum fjölgar fyrir dómstólum Þessi úrskurður dómsins gæti verið fordæmisgefandi þar sem fleiri og fleiri mál er varða gervigreind rata á borð dómstóla um allan heim. Í síðustu viku tilkynnti breska ríkisstjórnin að hún skyldi gera það ólöglegt að búa til kynferðislegt efni af fullorðnu fólki án samþykkis þeirra. Það að búa til, búa yfir eða deila tilbúnu barnaníðsefni hefur verið glæpur í langan tíma en nú á sú löggjöf í ríkari mæli við um efni framleitt af gervigreind. Stability AI, fyrirtækið á bakvið Stable Diffusion, segir að brugðist hafi verið við og að nýrri uppfærslur forritsins komi í veg fyrir að því sé beitt til að framleiða slíkt efni. Fyrr í mánuðinum greindi Vísir frá því að fleiri en eitt mál hafi ratað á borð Ríkislögreglustjóra þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. María Rún Bjarnadóttir, lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra, sagði í samtali við fréttastofu að jafnauðvelt sé fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook.
Bretland Gervigreind Tengdar fréttir Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. 2. apríl 2024 18:59 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Innlent Fleiri fréttir Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Sjá meira
Mál vegna falsaðra nektarmynda á borði lögreglu Lögfræðingur hjá Ríkislögreglustjóra segir fleira en eitt mál komið á borð lögreglunnar þar sem nektarmyndir falsaðar af gervigreind koma við sögu. Hún segir jafn auðvelt fyrir unglinga að láta búa til slíkar myndir og það er fyrir fullorðið fólk að selja hjól á Facebook. 2. apríl 2024 18:59