Innlent

Bárðarbunga, manndrápsrannsókn og lundar á fyrsta far­rými

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Hádegisfréttir hefjast á Bylgjunni klukkan 12.
Hádegisfréttir hefjast á Bylgjunni klukkan 12. Vísir

Jarðskjálftinn sem mældist í Bárðarbunguöskjunni í morgun gæti verið til marks um að eldstöðin sé að taka við sér. Þetta segir náttúruvársérfræðingur sem mælir aukna virkni á svæðinu. Skjálftinn var 5,4 að stærð og sá stærsti sem mælst hefur í Bárðarbungu frá eldgosinu í Holuhrauni árið 2015.

Rannsókn lögreglu á andláti manns í sumarhúsi í Árnessýslu er á algjöru frumstigi og lögregla enn að ná utan um málið. Málið er rannsakað sem manndráp.

Lektor segir mikilvægt að fólki sé ekki mismunað út frá upplýsingum um erfðamengi þeirra. Mikil hreyfing sé á þessum málum í Evrópu og mikilvægt að móta stefnu Íslands í þessum málum sem fyrst.

Þá heyrum við í björgunarsveitarmanni um glæfralegar ferðir fólks að gosstöðvunum á Reykjanesskaga og fjöllum um ferðalag tíu lunda frá Vestmannaeyjum til Englands, en þeir flugu á fyrsta farrými með Icelandair.

Þetta og fleira í hádegisfréttum Bylgjunnar klukkan 12:00.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×