Innlent

For­seta­kosningar, húsnæðismarkaðurinn og líf­eyris­sjóðir

Jón Þór Stefánsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju. Bylgjan

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Ólafur Sigurðsson framkvæmdastjóri Birtu, lífeyrissjóðs byrjar. Erlendar fjárfestingar á Íslandi og aðkomu lífeyrissjóða að innviðauppbyggingu verða ræddar ásamt fleiru.

Lögmennirnir Sigurður Örn Hilmarsson og Sigríður Á. Andersen ætla að rökræða áhrif dóma Mannréttindadómstólsins á íslenskt réttarfar en nýverið úrskurðaði dómurinn gegn íslenska ríkinu í talningamálinu svokallaða, frá síðustu alþingiskosningum.

Þau Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins og Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi, ræða húsnæðismarkaðinn í Reykjavík en Samtök iðnaðarins halda því fram að upplýsingaóreiða einkenni framsetningu borgarinnar þegar kemur að lóðaframboði.

Í lokin fjalla þau Eva H. Önnudóttir prófessor og Sigmundur Ernir Rúnarsson rithöfundur og blaðamaður um stöðuna í forsetakosningunum og þau átök sem þar eru framundan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×