Fjögur börn meðal smitaðra af kíghósta Bjarki Sigurðsson skrifar 20. apríl 2024 13:08 Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. vísir/arnar Fjögur börn eru meðal þeirra sem hafa greinst með kíghósta á höfuðborgarsvæðinu. Sóttvarnalæknir hvetur þá sem telja sig finna til einkenna að hafa samband við heilbrigðisstarfsfólk. Kíghósti hefur greinst í sex einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu og eru einhverjir þeirra ótengdir. Því er talið að sýkingin hafi náð útbreiðslu á svæðinu en fyrir hafði kíghósti ekki greinst hér á landi síðan árið 2019. Einkenni kíghósta eru vægt kvef og önnur einkenni þess, sem og slæm hóstaköst, þá sérstaklega á næturnar. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir sýkinguna geta reynst börnum og þeim sem eru óbólusettir erfiðust. Hver sem er getur fengið kíghósta. „Það er helst ungu börnin sem fá slæmar afleiðingar og slæmu hóstaköstin geta valdið öndunarstoppi í ungum börnum. Öndunarvegurinn þeirra er hlutfallslega lítill og þeim geta fylgt krampar, lungnabólga og þetta getur haft áhrif á heilasamstarfi og það geta orðið andlát vegna kíghósta,“ segir Guðrún. Hún segir veikindin geta verið ansi þrálát. Þeir sem telji sig hafa einkenni kíghósta hafi samband við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum netspjall eða Heilsuveru. „Ef að einkennin eru í samræmi við það eða viðkomandi verið í umgengni við einhvern sem hefur greinst þá er um að gera að hafa samband við sinn lækni eða heilbrigðisstarfsfólk og fá ráð. Hvort það sé tilefni til að taka sýni eða gera eitthvað frekar,“ segir Guðrún. Meðal þeirra sex sem hafa greinst með kíghósta eru fjögur börn á aldrinum þriggja til fimmtán ára. „Þessir einstaklingar eru allir heima, það er enginn það alvarlega veikur að þurfa að vera á sjúkrahúsi. En það eru allir með einkenni, sérstaklega hósta,“ segir Guðrún. Heilbrigðismál Börn og uppeldi Bólusetningar Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira
Kíghósti hefur greinst í sex einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu og eru einhverjir þeirra ótengdir. Því er talið að sýkingin hafi náð útbreiðslu á svæðinu en fyrir hafði kíghósti ekki greinst hér á landi síðan árið 2019. Einkenni kíghósta eru vægt kvef og önnur einkenni þess, sem og slæm hóstaköst, þá sérstaklega á næturnar. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir sýkinguna geta reynst börnum og þeim sem eru óbólusettir erfiðust. Hver sem er getur fengið kíghósta. „Það er helst ungu börnin sem fá slæmar afleiðingar og slæmu hóstaköstin geta valdið öndunarstoppi í ungum börnum. Öndunarvegurinn þeirra er hlutfallslega lítill og þeim geta fylgt krampar, lungnabólga og þetta getur haft áhrif á heilasamstarfi og það geta orðið andlát vegna kíghósta,“ segir Guðrún. Hún segir veikindin geta verið ansi þrálát. Þeir sem telji sig hafa einkenni kíghósta hafi samband við heilbrigðisstarfsfólk í gegnum netspjall eða Heilsuveru. „Ef að einkennin eru í samræmi við það eða viðkomandi verið í umgengni við einhvern sem hefur greinst þá er um að gera að hafa samband við sinn lækni eða heilbrigðisstarfsfólk og fá ráð. Hvort það sé tilefni til að taka sýni eða gera eitthvað frekar,“ segir Guðrún. Meðal þeirra sex sem hafa greinst með kíghósta eru fjögur börn á aldrinum þriggja til fimmtán ára. „Þessir einstaklingar eru allir heima, það er enginn það alvarlega veikur að þurfa að vera á sjúkrahúsi. En það eru allir með einkenni, sérstaklega hósta,“ segir Guðrún.
Heilbrigðismál Börn og uppeldi Bólusetningar Mest lesið Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum Lífið „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Erlent Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Innlent Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Innlent Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Innlent Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Erlent Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Innlent Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Innlent Handtekinn grunaður um íkveikju Innlent Fleiri fréttir Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Loðna fundist á stóru svæði Metfjöldi vill stíga á svið með Íslenska dansflokknum Faðirinn í hungurverkfalli í lokaðri móttökustöð og móðirin ein með börnin Aðeins tíu prósent sem leita til Stígamóta kæra ofbeldið Spyr hvort að Rúv finnist hún „hundleiðinleg t***a“ „Örstutt þunglyndi yfir niðurstöðunum“ Maðurinn er fundinn Kerfið hafi brugðist Sjálfstæðismenn mynda bandalag á Akureyri Sundabraut og Fljótagöng verkefni innviðafélagsins Háværar flugvélar sem vöktu athygli í gær voru á æfingu „Fyrst og fremst er verið að hafna oddvitanum“ Fyrrverandi yngsti þingmaður sögunnar skiptir um flokk og fer fram Heiðu hafnað og fjöldi niðurfellinga heimilisofbeldismála hjá lögreglu Segir Heiðu hafa átt betra skilið Icelandair aflýsir flugferðum Fyrrverandi ráðherrar ræða alþjóðamálin Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Sjá meira