Þórhildur og Heiða María hlutu Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs Atli Ísleifsson skrifar 19. apríl 2024 12:46 Dr. Þórhildur Halldórsdóttir og Dr. Heiða María Sigurðardóttir eru handhafar Hvatningarverðlauna Rannsóknasjóðs 2024 og 2023. Rannís Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs fyrir árin 2023 og 2024 voru afhent við hátíðlega athöfn á Rannsóknaþingi Rannís sem fór fram í gær. Verðlaunin voru að þessu sinni veitt tveimur framúrskarandi vísindakonum en fyrir árið 2023 hlaut Dr. Heiða María Sigurðardóttir, prófessor við sálfræðideild Háskóla Íslands verðlaunin og Dr. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík fyrir árið 2024. Frá þessu segir að vef stjórnarráðsins en Hvatningarverðlaunin eru veitt vísindafólki sem snemma á ferlinum þykja hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi sem treysti stoðir mannlífs á Íslandi. Verðlaunin hafi fyrst verið veitt árið 1987 og sé markmið þeirra að hvetja vísindafólk til dáða og vekja athygli almennings á mikilvægi rannsókna og starfi vísindafólks. „Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs 2023 – Dr. Heiða María Sigurðardóttir Dr. Heiða María Sigurðardóttir er sérfræðingur í taugavísindum með sérstaka áherslu á hugræn taugavísindi. Hún lauk grunnnámi í sálfræði við HÍ árið 2005 og varði doktorsritgerð sína frá taugavísindadeild Brown-háskóla í Bandaríkjunum árið 2013. Hún hefur síðan stundað rannsóknir og kennslu við HÍ og tók við stöðu lektors við sálfræðideild skólans árið 2016 og hlaut framgang í stöðu prófessors árið 2023. Heiða er afkastamikill rannsakandi og meðhöfundur fleiri tuga vísindagreina sem safnað hafa hundruðum tilvitnana. Þá hefur hún leitt fjölmörg rannsóknaverkefni sem m.a. hafa verið styrkt af Rannsóknasjóði. Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs 2024 – Dr. Þórhildur Halldórsdóttir Dr. Þórhildur Halldórsdóttir er sérfræðingur í klínískri barnasálfræði með sérstaka áherslu á áhættu og verndarþætti sem móta líðan hjá börnum og ungmennum. Hún lauk grunnnámi í sálfræði við HÍ árið 2008, meistaranámi í klínískri barnasálfræði frá Virginia Tech háskólanum í Bandaríkjunum árið 2011 og doktorsnámi frá sama skóla árið 2014. Að námi loknu starfaði Þórhildur sem nýdoktor hjá Max Planck stofnuninni fyrir geðlækningar í Þýskalandi áður en hún sneri aftur til Íslands. Hún var ráðin lektor við HR árið 2019 og hefur frá árinu 2021 leitt nýtt rannsóknarsetur um samspil umhverfis og erfða innan skólans. Þórhildur hefur skapað sér sérstöðu með því að tvinna saman ólík fræðasvið, sálfræði, erfðafræði og faraldsfræði, í þeim tilgangi að rannsaka áhættu- og verndarþætti sem móta líðan barna. Hún hefur skarað fram úr þegar kemur að rannsóknum og verið meðhöfundur tæplega 40 rannsóknagreina sem safnað hafa um tvö þúsund tilvísunum. Þar að auki hefur hún leitt fjölmörg rannsóknaverkefni sem hlotið hafa styrki úr bæði innlendum og erlendum rannsóknasjóðum,“ segir í tilkynningunni. Vísindi Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
Frá þessu segir að vef stjórnarráðsins en Hvatningarverðlaunin eru veitt vísindafólki sem snemma á ferlinum þykja hafa skarað fram úr og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi sem treysti stoðir mannlífs á Íslandi. Verðlaunin hafi fyrst verið veitt árið 1987 og sé markmið þeirra að hvetja vísindafólk til dáða og vekja athygli almennings á mikilvægi rannsókna og starfi vísindafólks. „Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs 2023 – Dr. Heiða María Sigurðardóttir Dr. Heiða María Sigurðardóttir er sérfræðingur í taugavísindum með sérstaka áherslu á hugræn taugavísindi. Hún lauk grunnnámi í sálfræði við HÍ árið 2005 og varði doktorsritgerð sína frá taugavísindadeild Brown-háskóla í Bandaríkjunum árið 2013. Hún hefur síðan stundað rannsóknir og kennslu við HÍ og tók við stöðu lektors við sálfræðideild skólans árið 2016 og hlaut framgang í stöðu prófessors árið 2023. Heiða er afkastamikill rannsakandi og meðhöfundur fleiri tuga vísindagreina sem safnað hafa hundruðum tilvitnana. Þá hefur hún leitt fjölmörg rannsóknaverkefni sem m.a. hafa verið styrkt af Rannsóknasjóði. Hvatningarverðlaun Rannsóknasjóðs 2024 – Dr. Þórhildur Halldórsdóttir Dr. Þórhildur Halldórsdóttir er sérfræðingur í klínískri barnasálfræði með sérstaka áherslu á áhættu og verndarþætti sem móta líðan hjá börnum og ungmennum. Hún lauk grunnnámi í sálfræði við HÍ árið 2008, meistaranámi í klínískri barnasálfræði frá Virginia Tech háskólanum í Bandaríkjunum árið 2011 og doktorsnámi frá sama skóla árið 2014. Að námi loknu starfaði Þórhildur sem nýdoktor hjá Max Planck stofnuninni fyrir geðlækningar í Þýskalandi áður en hún sneri aftur til Íslands. Hún var ráðin lektor við HR árið 2019 og hefur frá árinu 2021 leitt nýtt rannsóknarsetur um samspil umhverfis og erfða innan skólans. Þórhildur hefur skapað sér sérstöðu með því að tvinna saman ólík fræðasvið, sálfræði, erfðafræði og faraldsfræði, í þeim tilgangi að rannsaka áhættu- og verndarþætti sem móta líðan barna. Hún hefur skarað fram úr þegar kemur að rannsóknum og verið meðhöfundur tæplega 40 rannsóknagreina sem safnað hafa um tvö þúsund tilvísunum. Þar að auki hefur hún leitt fjölmörg rannsóknaverkefni sem hlotið hafa styrki úr bæði innlendum og erlendum rannsóknasjóðum,“ segir í tilkynningunni.
Vísindi Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira