Bauð öllum bæjarbúum í matarboð Árni Sæberg og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifa 18. apríl 2024 22:56 Skagamenn voru hæstánægðir með framtakið og skáluðu fyrir Akranesi, samverunni og Hrund. Vísir Íbúi á Akranesi tók sig til í kvöld og hélt opið matarboð þar sem allir bæjarbúar voru boðnir velkomnir. Stefnan er sett á að halda slíkt matarboð mánaðarlega og gestgjafinn leggur áherslu á mikilvægi þess að fólk setjist niður og borði saman. Húsfyllir var hjá Hrund Heiðrúnardóttur á Skaganum í kvöld enda láta fáir ódýran kvöldverð í góðum félagsskap fram hjá sér fara, síst af öllum Skagamenn. Fréttamaður okkar gerði sér leið upp á Akranes til þess að vera með í gleðinni. Hrund segir viðburðinn ekki hafa verið flókinn. Fólk hafi einfaldlega verið saman komið til þess að setjast niður og fá sér kvöldmat saman. „Það er enginn að fara að vinna neinar Michelin-stjörnur, þetta er bara heimilismatur,“ segir hún hógvær en heimildir fréttastofu herma að maturinn hafi verið gómsætur. Mikilvægt að borða saman Hrund segir að öllum hafi verið boðið, algjörlega óháð stétt, stöðu, aldri og fyrri störfum. „Þetta er bara samvera. Ég bý ein sjálf og hef borðað töluvert margar máltíðir ein. Ég veit að stundum þarf maður að geta sest niður og borðað með einhverjum.“ Alls ekki síðasta kvöldmáltíðin Hrund segir matarboðið í kvöld ekki vera það síðasta. Hún stefni sjálf á að bjóða í mat mánaðarlega og hvetur aðra til þess að gera slíkt hið sama. Að lokum lyftu viðstaddir glösum og skáluðu fyrir Akranesi, samverunni og Hrund, auðvitað. Gestir greiða þúsund krónur fyrir fullorðna og fimm hundruð krónur fyrir börn, fyrir hráefniskostnaði. Matarboðið á Akranesi var meðal þess sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttatímann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Akranes Matur Góðverk Ástin og lífið Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Húsfyllir var hjá Hrund Heiðrúnardóttur á Skaganum í kvöld enda láta fáir ódýran kvöldverð í góðum félagsskap fram hjá sér fara, síst af öllum Skagamenn. Fréttamaður okkar gerði sér leið upp á Akranes til þess að vera með í gleðinni. Hrund segir viðburðinn ekki hafa verið flókinn. Fólk hafi einfaldlega verið saman komið til þess að setjast niður og fá sér kvöldmat saman. „Það er enginn að fara að vinna neinar Michelin-stjörnur, þetta er bara heimilismatur,“ segir hún hógvær en heimildir fréttastofu herma að maturinn hafi verið gómsætur. Mikilvægt að borða saman Hrund segir að öllum hafi verið boðið, algjörlega óháð stétt, stöðu, aldri og fyrri störfum. „Þetta er bara samvera. Ég bý ein sjálf og hef borðað töluvert margar máltíðir ein. Ég veit að stundum þarf maður að geta sest niður og borðað með einhverjum.“ Alls ekki síðasta kvöldmáltíðin Hrund segir matarboðið í kvöld ekki vera það síðasta. Hún stefni sjálf á að bjóða í mat mánaðarlega og hvetur aðra til þess að gera slíkt hið sama. Að lokum lyftu viðstaddir glösum og skáluðu fyrir Akranesi, samverunni og Hrund, auðvitað. Gestir greiða þúsund krónur fyrir fullorðna og fimm hundruð krónur fyrir börn, fyrir hráefniskostnaði. Matarboðið á Akranesi var meðal þess sem fjallað var um í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Fréttatímann má sjá í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Akranes Matur Góðverk Ástin og lífið Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira