Fótbolti

Ó­sáttur með dómara leiksins: „Eins og að spila gegn fjór­tán mönnum“

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Antonio í leik kvöldsins.
Antonio í leik kvöldsins. EPA-EFE/ANDY RAIN

„Augljóslega svekktir, sýndum þeim of mikla virðingu í síðustu viku en sýndum þeim hvað við gátum í kvöld,“ sagði markaskorari West Ham United, Michail Antonio, um niðurstöðu kvöldsins en West Ham gerði 1-1 jafntefli við hið ósigrandi lið Bayer Leverkusen í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Leverkusen vann hins vegar fyrri leikinn örugglega 2-0 og er komið í undanúrslit þar sem það mætir Roma.

„Mér leið eins og það hafi ekki ein ákvörðun fallið með mér í leiknum, var orðinn frekar pirraður. Okkur fannst við eiga meira skilið en svona er fótbolti, stundum falla ákvarðanirnar ekki með þér. Við höldum áfram, viljum byggja á þessu og komast í Evrópudeildina aftur á næstu leiktíð.“

„Við spiluðum vel, fengum þónokkur færi. Auðvitað eru þeir með hágæða lið en ég er svekktur yfir frammistöðu okkar í síðustu viku, við sýndum þeim alltof mikla virðingu.“

Um ákvarðanirnar sem féllu ekki með honum: 

„Leið ekki eins og við værum að spila gegn 11 mönnum, það leið eins og þú værir að spila gegn 13-14. Maður verður bara að halda áfram og reyna fá ákvarðanirnar til að falla með þér. Þær gerðu það bara ekki í kvöld. Við höldum áfram að spila okkar leik og vera fagmannlegir.

„Við erum mjög stoltir, að áorka það sem við höfum áorkað undanfarin fjögur ár hefur verið ótrúlegt. Fjögur ár í röð þar sem við erum í 8-liða úrslitum í Evrópukeppni, mér hefði aldrei dottið það í hug,“ sagði Antonio að lokum.

Ekki sáttur.EPA-EFE/ANDY RAIN



Fleiri fréttir

Sjá meira


×