Eiginmaður Sturgeon ákærður fyrir fjárdrátt Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2024 20:19 Nicola Sturgeon og Peter Murrell við kjörstað í Glasgow árið 2019. Þau stýrðu Skoska þjóðarflokknum saman um tíma, hún sem leiðtogi en hann sem framkvæmdastjóri. AP/Scott Heppell Peter Murrell, eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, var ákærður í tengslum við fjárfrátt hjá Skoska þjóðarflokknum í dag. Sturgeon sagði af sér skömmu áður en Murrell var handtekinn í fyrra. Skoska lögreglan segir að Murrell hafi verið handtekinn í morgun en sleppt að loknum skýrslutökum og ákæru í kvöld. Hann var fyrst handtekinn í tengslum við málið í apríl í fyrra. Murrell var framkvæmdastjóri Skoska þjóðarflokksins (SNP), stærsta stjórnmálaflokk landsins, um tveggja áratuga skeið. Ákæran tengist rannsókn lögreglunnar á fjármálum flokksins og hvernig um 600.000 pundum, jafnvirði tæpra 106 milljóna króna, sem áttu að fara í baráttu fyrir sjálfstæði Skotlands var varið, að sögn AP-fréttastofunnar. Gjaldkeri flokksins var handtekinn og sagði af sér í kjölfarið í fyrra. Talsmaður flokksins sagði ekki við hæfi að tjá sig um málið á meðan það væri enn til rannsóknar en að handtaka Murrell væri sláandi. Sturgeon sjálf var handtekin og yfirheyrð í júní en henni var sleppt án ákæru. Hún hafði óvænt sagt af sér sem oddviti heimastjórnarinnar og leiðtogi SNP nokkrum mánuðum áður. Skotland Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Sturgeon sleppt úr haldi Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Hún var handtekin í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjármálum skoska þjóðarflokksins. 11. júní 2023 19:51 Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund. 11. júní 2023 14:28 Eiginmaður Sturgeon handtekinn í tengslum við lögreglurannsókn Eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi leiðtoga Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á fjármálum þjóðarflokksins. 5. apríl 2023 10:11 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Skoska lögreglan segir að Murrell hafi verið handtekinn í morgun en sleppt að loknum skýrslutökum og ákæru í kvöld. Hann var fyrst handtekinn í tengslum við málið í apríl í fyrra. Murrell var framkvæmdastjóri Skoska þjóðarflokksins (SNP), stærsta stjórnmálaflokk landsins, um tveggja áratuga skeið. Ákæran tengist rannsókn lögreglunnar á fjármálum flokksins og hvernig um 600.000 pundum, jafnvirði tæpra 106 milljóna króna, sem áttu að fara í baráttu fyrir sjálfstæði Skotlands var varið, að sögn AP-fréttastofunnar. Gjaldkeri flokksins var handtekinn og sagði af sér í kjölfarið í fyrra. Talsmaður flokksins sagði ekki við hæfi að tjá sig um málið á meðan það væri enn til rannsóknar en að handtaka Murrell væri sláandi. Sturgeon sjálf var handtekin og yfirheyrð í júní en henni var sleppt án ákæru. Hún hafði óvænt sagt af sér sem oddviti heimastjórnarinnar og leiðtogi SNP nokkrum mánuðum áður.
Skotland Erlend sakamál Bretland Tengdar fréttir Sturgeon sleppt úr haldi Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Hún var handtekin í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjármálum skoska þjóðarflokksins. 11. júní 2023 19:51 Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund. 11. júní 2023 14:28 Eiginmaður Sturgeon handtekinn í tengslum við lögreglurannsókn Eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi leiðtoga Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á fjármálum þjóðarflokksins. 5. apríl 2023 10:11 Mest lesið „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Öllum í Brussel drullusama um hefndaraðgerðir Íslands Innlent Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Innlent Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Erlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Innlent „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Fleiri fréttir „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Pútín tekur vel í „friðaráætlun Trumps“ „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Sjá meira
Sturgeon sleppt úr haldi Nicolu Sturgeon, fyrrverandi fyrsti ráðherra skosku heimastjórnarinnar, hefur verið sleppt úr haldi lögreglu að loknum yfirheyrslum. Hún var handtekin í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn á fjármögnun og fjármálum skoska þjóðarflokksins. 11. júní 2023 19:51
Nicola Sturgeon handtekin í tengslum við fjármálamisferli Nicola Sturgeon, fyrrverandi forsætisráðherra Skotlands var handtekin nú í morgun í tengslum við yfirstandandi rannsókn sem stendur yfir á fjármögnun og fjármálum Skoska þjóðarflokksins. Grunur leikur á að flokkurinn hafi misfarið með kosningaframlög uppá 600 þúsund pund. 11. júní 2023 14:28
Eiginmaður Sturgeon handtekinn í tengslum við lögreglurannsókn Eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi leiðtoga Skoska þjóðarflokksins og æðsti ráðherra Skotlands, hefur verið handtekinn í tengslum við rannsókn á fjármálum þjóðarflokksins. 5. apríl 2023 10:11