Flóttamenn tóku forskot á stóra plokkdaginn Margrét Helga Erlingsdóttir og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 17. apríl 2024 21:37 Stóri plokkdagurinn verður haldinn þann 30. apríl. Vísir Hátt í fimmtíu flóttamenn og sjálfboðaliðar frá hinum ýmsu löndum fóru í dag um Landspítalasvæðið í Fossvogi til að hreinsa og fegra svæðið. Fólkið fór á vegum Rauða krossins til að hita upp fyrir stóra plokkdaginn. Karla Isabel Johnson verkefnastjóri hjá Rauða krossinum átti frumkvæðið að plokkinu en hún finnur mjög sterka þörf hjá flóttafólki til að leggja sitt að mörkum til samfélagsins. „Þau spurðu mig hvar þau gætu boðið sig fram sem sjálfboðaliða. En þegar tungumálaerfiðleikar spila inn í er erfitt að finna vettvang,“ segir Karla. Karla og Einar virtust ánægð með daginn.Vísir „Við köllum verkefnið "Þátttaka (e. InterACT)". Það er vettvangur fyrir sjálfboðaliða sem vilja gefa aftur til íslensks samfélags og verða hluti af því. Þannig kemst fólk yfir tungumála- og menningarmúra.“ Einar Bárðarson yfirplokkari segir hugmyndina með deginum þá að hann sé allra. „Og það mega allir skipuleggja eitthvað og það þarf ekki að bíða eftir neinum. Þetta er bara svona frumkvæðisdagur þar sem allir sem láta allt litla ruslið fara í taugarnar á sér geta farið út og gert eitthvað í því.“ Jean Araque frá Venesúela er einn þeirra sem lagði hönd á plóg í dag. „Ég vildi leggja mitt að mörkum til samfélagsins,“ segir Jean. Hinn úkraínski Medianyk Oleksandr tók í sama streng. „Mig langaði að hjálpa Íslandi, ég er náttúruunnandi, ég elska sumarið og vil hreinsa göturnar, trjágróðurinn og allt hvað eina.“ Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Góðverk Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Karla Isabel Johnson verkefnastjóri hjá Rauða krossinum átti frumkvæðið að plokkinu en hún finnur mjög sterka þörf hjá flóttafólki til að leggja sitt að mörkum til samfélagsins. „Þau spurðu mig hvar þau gætu boðið sig fram sem sjálfboðaliða. En þegar tungumálaerfiðleikar spila inn í er erfitt að finna vettvang,“ segir Karla. Karla og Einar virtust ánægð með daginn.Vísir „Við köllum verkefnið "Þátttaka (e. InterACT)". Það er vettvangur fyrir sjálfboðaliða sem vilja gefa aftur til íslensks samfélags og verða hluti af því. Þannig kemst fólk yfir tungumála- og menningarmúra.“ Einar Bárðarson yfirplokkari segir hugmyndina með deginum þá að hann sé allra. „Og það mega allir skipuleggja eitthvað og það þarf ekki að bíða eftir neinum. Þetta er bara svona frumkvæðisdagur þar sem allir sem láta allt litla ruslið fara í taugarnar á sér geta farið út og gert eitthvað í því.“ Jean Araque frá Venesúela er einn þeirra sem lagði hönd á plóg í dag. „Ég vildi leggja mitt að mörkum til samfélagsins,“ segir Jean. Hinn úkraínski Medianyk Oleksandr tók í sama streng. „Mig langaði að hjálpa Íslandi, ég er náttúruunnandi, ég elska sumarið og vil hreinsa göturnar, trjágróðurinn og allt hvað eina.“ Fréttin var sýnd í fréttatíma Stöðvar 2 klukkan 18:30 sem er á ný í opinni dagskrá. Tímann í heild má sjá að neðan.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Góðverk Umhverfismál Sorphirða Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira