Grindvíkingar boða til mótmæla gegn Þórkötlu Árni Sæberg skrifar 17. apríl 2024 19:39 Grindvíkingar ætla að mótmæla vinnubrögðum Þórkötlu á Austurvelli á morgun. Örn Viðar Skúlason er framkvæmdastjóri félagsins. Vísir Boðað hefur verið til mótmæla á Austuvelli klukkan 17 á morgun, þar sem vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu verður mótmælt. Borið hefur á mikilli óánægju meðal Grindvíkinga, sem vilja fá eignir sínar keyptar upp sem fyrst. Það er Grindvíkingurinn Sverrir Árnason sem boðar til mótmælanna á Facebook undir yfirskriftinni „Mætum á Austurvöll: Styðjum Grindvíkinga!“. „Mótmælum vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu sem heldur Grindvíkingum í spennutreyju vegna uppkaupa húseigna. Ekkert ætlar að standast af því sem FÞ hefur gefið út! Engar fréttir af framvindu frá félaginu í þessari viku þegar allt átti að vera komið á fullt,“ segir í viðburðinum á Facebook. Keyptu fyrstu eignina í síðustu viku Greint var frá því á föstudag í síðustu viku að Þórkatla hefði gengið frá kaupum á fyrstu eigninni í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur myndu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í þessari viku. Síðan þá hafa litlar sem engar fréttir borist af starfsemi félagsins og ef marka má umræðu meðal Grindvíkinga á samfélagsmiðlum hefur hún ekki verið mikil. Þá hefur Vísi borist fjöldi ábendinga um seinagang hjá félaginu. Missa af eignum vegna seinagangsins Það sem Grindvíkingar hafa helst gagnrýnt er að fólk missir af þegar samþykktum kauptilboðum þar sem erfiðlega gengur að ná fé út úr Þórkötlu. „Margir eru búnir að vera í erfiðri skuldastöðu og lifa frá degi til dags. Þá eru margir eru að missa af eignum vegna þess að dagsetningar í kauptilboðum eru fyrndar og lenda í því að tilboðum er rift og söluverð eigna er hækkað. Enn fleiri munu lenda í þessu ef ekki er settur fullur kraftur í þetta, það þýðir meiri mannskapur og sólarhringsvaktir! Þolinmæðin er þrotin, taugarnar farnar,“ segir í viðburðinum. Að lokum eru allir hvattir til þess að mæta á Austurvöll klukkan 17 á morgun, hvort sem þeir eigi beinna hagsmuna að gæta eða vilji einfaldlega standa með Grindvíkingum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Það er Grindvíkingurinn Sverrir Árnason sem boðar til mótmælanna á Facebook undir yfirskriftinni „Mætum á Austurvöll: Styðjum Grindvíkinga!“. „Mótmælum vinnubrögðum Fasteignafélagsins Þórkötlu sem heldur Grindvíkingum í spennutreyju vegna uppkaupa húseigna. Ekkert ætlar að standast af því sem FÞ hefur gefið út! Engar fréttir af framvindu frá félaginu í þessari viku þegar allt átti að vera komið á fullt,“ segir í viðburðinum á Facebook. Keyptu fyrstu eignina í síðustu viku Greint var frá því á föstudag í síðustu viku að Þórkatla hefði gengið frá kaupum á fyrstu eigninni í Grindavík. Viðkomandi fasteignareigendur myndu fá greitt út 95 prósent af kaupverði eigna þeirra í þessari viku. Síðan þá hafa litlar sem engar fréttir borist af starfsemi félagsins og ef marka má umræðu meðal Grindvíkinga á samfélagsmiðlum hefur hún ekki verið mikil. Þá hefur Vísi borist fjöldi ábendinga um seinagang hjá félaginu. Missa af eignum vegna seinagangsins Það sem Grindvíkingar hafa helst gagnrýnt er að fólk missir af þegar samþykktum kauptilboðum þar sem erfiðlega gengur að ná fé út úr Þórkötlu. „Margir eru búnir að vera í erfiðri skuldastöðu og lifa frá degi til dags. Þá eru margir eru að missa af eignum vegna þess að dagsetningar í kauptilboðum eru fyrndar og lenda í því að tilboðum er rift og söluverð eigna er hækkað. Enn fleiri munu lenda í þessu ef ekki er settur fullur kraftur í þetta, það þýðir meiri mannskapur og sólarhringsvaktir! Þolinmæðin er þrotin, taugarnar farnar,“ segir í viðburðinum. Að lokum eru allir hvattir til þess að mæta á Austurvöll klukkan 17 á morgun, hvort sem þeir eigi beinna hagsmuna að gæta eða vilji einfaldlega standa með Grindvíkingum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Fasteignamarkaður Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira