Innlent

Ör­yrkjar gagn­rýna frestun á laga­breytingu og FÍB vill grisja bílastæðafrumskóginn

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegisfréttum heyrum við í varaformanni Öryrkjabandalagsins sem gagnrýnir þá ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fresta breytingum á örorkulífeyriskerfinu. 

Sú aðgerð er sögð spara ríkinu tíu milljarða en varaformaðurinn segir ekki hægt að rekja aukna þennslu til öryrkja. 

Þá verður rætt við framkvæmdastjóra FÍB um bílastæði borgarinnar en Neytendastofa hefur ákveðið að hefja rannsókn á því fyrirkomulegi í kjölfar umkvartana FÍB. 

Einnig heyrum við í Kaupmannahafnarbúa sem segir Dani slegna yfir brunanum mikla í Börsen í gær.

Í íþróttapakkanum verður fjallað um kaup danska liðsins Lyngby á Andra Lucasi Guðjohnsen og stiklað á stóru í Subway deild kvenna og Meistaradeild Evrópu.

Klippa: Hádegisfréttir Bylgjunnar 17. apríl 2024


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×