Lífið

Eyfi flutti Nínu með Hin­segin kórnum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Magnaður flutningur.
Magnaður flutningur.

Í síðasta þætti af Öll þessi ár á Stöð 2 var fjallað um árið 1991.

Í þáttunum fá þau Edda Andrésdóttir og Páll Magnússon til sín gesti sem tengdust atburðum eða fréttum valinna ára og kryfja málin í léttri sex þátta fréttatengdri mannlífs- og skemmtiþáttaseríu.

Eyjólfur Kristjánsson var einn af gestum þáttarins en hann flutti lagið Draumur um Nínu með Stefáni Hilmarssyni í Eurovision árið 1991.

Lag sem hefur allar götur síðan verið algjörlega ódauðlegt í íslenskri menningu. Eyfi flutti lagið í þættinum en að þessu sinni með kór, Hinsegin kórnum.

Einstaklega vel heppnuð útfærsla eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Eyfi flutti Nínu með Hinsegin kórnum

Fleiri fréttir

Sjá meira


×