Fótbolti

Mark­maðurinn fullur iðrunar eftir „geisla­hernað“ sinn úr heiðurs­stúkunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Nahuel Guzman varð sér til skammar í leik um helgina og hefur beðist afsökunar.
Nahuel Guzman varð sér til skammar í leik um helgina og hefur beðist afsökunar. Getty/Mauricio Salas

Það er þekkt að stuðningsmenn mótherjann séu með leysigeisla í stúkunni sem þeir nota til að trufla andstæðinginn en það þótti skammarlegt þegar sökudólgurinn var kollegi í hinu liðinu.

Esteban Andrada, markvörður Monterrey, fékk leysigeisla í augað í leik um helgina en þetta varð fyrst að stórfrétt þegar koma í ljós hver var sökudólgurinn.

Nahuel Guzman, markmaður mótherjanna í Tigres, hefur nú beðist afsökunar að hafa beint leysigeisla í auga kollega síns í slag þessara erkifjenda.

Guzman var ekki að spila af því að hann er að glíma við meiðsli sem hafa haldið hinum frá keppni síðustu vikurnar.

Það náðust margar myndir af Nahuel Guzman beina leysigeislanum að markverðinum. Hann var þá staddur í heiðursstúkunni á leikvanginum.

Það þótti líka sérstakt að atvikið að þetta gerðist á opinberum degi fótboltamarkvarða.

Guzman baðst opinberlega afsökunar á samfélagsmiðlum sínum í gær.

„Eins og ég hef þegar gert undir fjögur augu og í samræmi við gildi míns félags þá vil ég nýta mér mikilvægi samfélagsmiðla til að biðja Esteban afsökunar á því sem gerðist í fyrri hálfleiknum í Clasico Regio leiknum,“ skrifaði hinn 38 ára gamli Guzman á X-miðlinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×