Mótmæli knattspyrnukvennanna báru árangur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. apríl 2024 07:01 Leikmenn Corinthians stóðu með leikmönnum í liði mótherjanna. Kleiton Lima hefur sagt starfi sínu lausu. Getty&@corinthiansfutebolfeminino Kleiton Lima, þjálfari brasilíska félagsins Santos, hefur sagt starfi sínu lausu eftir að mótmæli leikmanna annarra liða báru árangur. Lima fékk að snúa aftur til starfa þrátt fyrir að nítján leikmenn hans höfðu sakað hann um áreitni. Það gerðu þær í nafnlausum bréfum í brasilíska fjölmiðlinum Globo Ge. Leikmenn ásökuðu Lima um stöðuga áreitni (e. harrassment). Eftir innanhússrannsókn hjá félaginu þá var ekkert gert í málinu og Lima fékk að setjast á ný í þjálfarastólinn. OFFICIAL: Santos Women's manager Kleiton Lima has stepped down, the club confirms.The move comes after Women's Brazilian top flight players protested his return to the club after he was accused of bullying and sexual harassment by 19 players. pic.twitter.com/dTvYI47RVk— Attacking Third (@AttackingThird) April 15, 2024 Þetta voru ekki einn eða tveir leikmenn heldur næstum því tuttugu. Því skildu fáir í því hvernig rannsókn á málinu hafði engu breytt fyrir hans stöðu sem þjálfari liðsins. Lima var mættur aftur á hliðarlínuna í leik á móti Corinthians á föstudagskvöldið. Til að mótmæla þessu þá héldu leikmenn Corinthians, andstæðinga Santos í leiknum, fyrir eyru sín og munn á meðan þjóðsöngurinn var spilaður. Mótmæli knattspyrnukvennanna vöktu heimsathygli og þau báru líka árangur. „Til að verja fjölskyldu sína, heilindi sín sjálfs og Santos félagið þá hefur Kleiton Lima beðið um að fá lausn frá störfum sínum,“ sagði í yfirlýsingu frá Santos. Santos sagði einnig frá því að Lima hefði fengið morðhótanir vegna ásakananna en að málinu væri lokið. Wesly Otoni mun taka við þjálfun liðsins tímabundið. Einn íslenskur leikmaður hefur spilað undir stjórn Lima hjá Santos en Þórunn Helga Jónsdóttir lék fyrir Santos liðið frá 2008 til 2011. Hún vann nokkra titla með brasilíska félaginu þar á meðal Suður-Ameríkumeistari í tvígang. Las jugadoras brasileñas protestan antes del partido por el regreso del entrenador del Santos Kleiton Lima, denunciado por 19 futbolistas por acoso sexual y tratos vejatorios pic.twitter.com/wrFzA9Q7xc— Irati Vidal (@iratividal) April 14, 2024 Brasilía Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Lima fékk að snúa aftur til starfa þrátt fyrir að nítján leikmenn hans höfðu sakað hann um áreitni. Það gerðu þær í nafnlausum bréfum í brasilíska fjölmiðlinum Globo Ge. Leikmenn ásökuðu Lima um stöðuga áreitni (e. harrassment). Eftir innanhússrannsókn hjá félaginu þá var ekkert gert í málinu og Lima fékk að setjast á ný í þjálfarastólinn. OFFICIAL: Santos Women's manager Kleiton Lima has stepped down, the club confirms.The move comes after Women's Brazilian top flight players protested his return to the club after he was accused of bullying and sexual harassment by 19 players. pic.twitter.com/dTvYI47RVk— Attacking Third (@AttackingThird) April 15, 2024 Þetta voru ekki einn eða tveir leikmenn heldur næstum því tuttugu. Því skildu fáir í því hvernig rannsókn á málinu hafði engu breytt fyrir hans stöðu sem þjálfari liðsins. Lima var mættur aftur á hliðarlínuna í leik á móti Corinthians á föstudagskvöldið. Til að mótmæla þessu þá héldu leikmenn Corinthians, andstæðinga Santos í leiknum, fyrir eyru sín og munn á meðan þjóðsöngurinn var spilaður. Mótmæli knattspyrnukvennanna vöktu heimsathygli og þau báru líka árangur. „Til að verja fjölskyldu sína, heilindi sín sjálfs og Santos félagið þá hefur Kleiton Lima beðið um að fá lausn frá störfum sínum,“ sagði í yfirlýsingu frá Santos. Santos sagði einnig frá því að Lima hefði fengið morðhótanir vegna ásakananna en að málinu væri lokið. Wesly Otoni mun taka við þjálfun liðsins tímabundið. Einn íslenskur leikmaður hefur spilað undir stjórn Lima hjá Santos en Þórunn Helga Jónsdóttir lék fyrir Santos liðið frá 2008 til 2011. Hún vann nokkra titla með brasilíska félaginu þar á meðal Suður-Ameríkumeistari í tvígang. Las jugadoras brasileñas protestan antes del partido por el regreso del entrenador del Santos Kleiton Lima, denunciado por 19 futbolistas por acoso sexual y tratos vejatorios pic.twitter.com/wrFzA9Q7xc— Irati Vidal (@iratividal) April 14, 2024
Brasilía Mest lesið Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Rúnar Þór til Íslendingaliðs Sönderjyske Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Glugganum lokað: Enn óvíst hvort stærstu skiptin hafi gengið í gegn Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki