Innlent

Fréttir Stöðvar 2 öllum opnar frá og með kvöldinu

Boði Logason skrifar
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er spennt að segja landsmönnum fréttir í opinni dagskrá á ný.
Fréttastofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar er spennt að segja landsmönnum fréttir í opinni dagskrá á ný. Vilhelm

Í kvöld verða kvöldfréttir Stöðvar 2, sportpakkinn og Ísland í dag í opinni dagskrá í fyrsta sinn í þrjú ár. Allir landsmenn munu hafa greiðan aðgang að fréttunum frá og með kvöldinu, alla daga ársins.

Hægt verður að horfa á fréttirnar í myndlyklum Stöðvar 2 og Símans og að sjálfsögðu hér á Vísi. Þá verða þær í beinni á Bylgjunni eins og áður. Kvöldfréttirnar hefjast á slaginu 18:30, eins og alltaf.

Erla Björg Gunnarsdóttir ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar sagði á Vísi fyrir helgi að mikilvægt sé að landsmenn hafi greiðan aðgang að fleiri en einum sjónvarpsfréttatíma. 

„Fréttateymið okkar er öflugt, með faglega og líflega nálgun á fréttamál dagsins og við hlökkum til að verða aftur fastur liður í heimilislífi þjóðarinnar,“ sagði hún.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×