Vegna þessa hefur Halla boðið til sunnudagsgleði í Húsi Máls og menningar við Laugaveg 18 í dag, milli klukkan fimm og sjö.
Streymt er frá fundinum þar sem Halla heldur ræðu. Þá mun Stefán Hilmarsson taka lagið, sem og Hildur Kristín Kristjánsdóttir, dóttir Höllu Hrundar og Kristjáns Freys, en hún hefur í vetur farið með hlutverk Fíusólar í uppsetningu Borgarleikhússins. Fundarstjóri er Sirrý Arnarsdóttir.