Fótbolti

Töpuðu leiknum en unnu ein­vígið og eru komnir í úr­slit

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Stefán Teitur og félagar í Silkeborg eru komnir í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar.
Stefán Teitur og félagar í Silkeborg eru komnir í úrslitaleik dönsku bikarkeppninnar. Silkeborg IF

Silkeborg er komið í úrslit dönsku bikarkeppninnar í fótbolta eftir samanlagðan 6-3 sigur gegn FC Fredericia. Stefán Teitur Þórðarsson skoraði tvö mörk í fyrri leiknum og spilaði 65 mínútur í dag. 

Fyrri leikur liðanna endaði með 6-1 sigri Silkeborg. Stefán Teitur skoraði tvö mörk í þeim leik en var svo tekinn af velli í hálfleik. 

Í leik dagsins bar FC Fredericia 2-0 sigur úr býtum. Hægri kantmaðurinn Frederik Carstensen skoraði bæði mörkin í fyrri hálfleik. Það dugði þeim þó ekki til eftir stórt tap í fyrri leiknum. 

Silkeborg þétti raðirnar í seinni hálfleik og skiptu mönnum út. Stefán Teitur var tekinn af velli á 65. mínútu og liðið hélt út til leiksloka. 

Hinum megin í undanúrslitum tekur AGF, lið Mikaels Egils Anderson, á móti Nordsjælland. AGF leiðir einvígið 3-2 eftir fyrri leik liðanna. 

Sá leikur átti að hefjast núna klukkan 18:00 en hefur verið frestað um hálftíma, að minnsta kosti, vegna tæknilegra örðugleika. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×