Dæmd til dauða í stærsta fjársvikamáli Víetnam Samúel Karl Ólason skrifar 11. apríl 2024 10:16 Truong My Lan í dómsal í morgun. Hún var dæmd til dauða fyrir aðkomu hennar að umfangsmesta fjársvikamáli Víetnam. AP/Thanh Tung Víetnamskur auðjöfur hefur verið dæmdur til dauða fyrir hlut hennar í umfangsmesta fjársvikamáli landsins. Truong My Lan hefur verið fundin sek um fjárdrátt, fjár- og bankasvik og mútugreiðslur. Lan og samverkamenn hennar eru sagðir hafa dregið að sér meira en eina og hálfa billjón króna (1.500.000.000.000 krónur) á árunum 2012 til 2022 en það samsvarar tæpum þremur prósentum af vergri landsframleiðslu Víetnam árið 2022. Hin 67 ára gamla Lan stjórnaði lengi fasteignafélaginu Van Thinh Phat, sem var meðal stærstu fasteignafélaga Víetnam og kom að byggingu hótela, lúxusíbúða, skrifstofuhúsnæðis og verslunarmiðstöðva. Hún er sögð hafa einnig stjórnað bankanum Saigon Joint Stock Commercial Bank eða SCB í gegnum fjölda skúffufélaga. Snemma árs 2018 lenti bankinn í vandræðum og kom ríkið honum til aðstoðar. Lan var dæmd fyrir að draga sér fé úr bankanum með því að útvega skúffufélögum sínum ólögleg lán. Samkvæmt frétt Reuters hófust réttarhöldin gegn Lan þann 5. mars og stóðu yfir skemur en til stóð. Þau eru sögð hluti af áætlun leiðtoga Kommúnistaflokks Víetnam, sem fer með völd þar í landi, í að berjast gegn spillingu. Hundruð embættismanna og forsvarsmanna fyrirtækja hafa verið sóttir til saka eða þvingaður úr starfi vegna þessara áætlunar, sem ber heitið „logandi ofn“. Árið 2022 hríðféllu hlutabréf í Víetnam í verði í kjölfar fjölda handtaka á forkólfum fyrirtækja. Lan var handtekin í október 2022 en hún ætlar að áfrýja úrskurðinum. Fasteignamarkaður Víetnam hefur beðið sérstaklega mikla hnekki en áætlað er að um 1.300 félög hafi horfið af markaði þar í landi í fyrra. Uppfært: Upprunalega stóð að um væri að ræða meira en 11,5 billjónir króna. Það var rangt og hefur verið leiðrétt. Víetnam Erlend sakamál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira
Lan og samverkamenn hennar eru sagðir hafa dregið að sér meira en eina og hálfa billjón króna (1.500.000.000.000 krónur) á árunum 2012 til 2022 en það samsvarar tæpum þremur prósentum af vergri landsframleiðslu Víetnam árið 2022. Hin 67 ára gamla Lan stjórnaði lengi fasteignafélaginu Van Thinh Phat, sem var meðal stærstu fasteignafélaga Víetnam og kom að byggingu hótela, lúxusíbúða, skrifstofuhúsnæðis og verslunarmiðstöðva. Hún er sögð hafa einnig stjórnað bankanum Saigon Joint Stock Commercial Bank eða SCB í gegnum fjölda skúffufélaga. Snemma árs 2018 lenti bankinn í vandræðum og kom ríkið honum til aðstoðar. Lan var dæmd fyrir að draga sér fé úr bankanum með því að útvega skúffufélögum sínum ólögleg lán. Samkvæmt frétt Reuters hófust réttarhöldin gegn Lan þann 5. mars og stóðu yfir skemur en til stóð. Þau eru sögð hluti af áætlun leiðtoga Kommúnistaflokks Víetnam, sem fer með völd þar í landi, í að berjast gegn spillingu. Hundruð embættismanna og forsvarsmanna fyrirtækja hafa verið sóttir til saka eða þvingaður úr starfi vegna þessara áætlunar, sem ber heitið „logandi ofn“. Árið 2022 hríðféllu hlutabréf í Víetnam í verði í kjölfar fjölda handtaka á forkólfum fyrirtækja. Lan var handtekin í október 2022 en hún ætlar að áfrýja úrskurðinum. Fasteignamarkaður Víetnam hefur beðið sérstaklega mikla hnekki en áætlað er að um 1.300 félög hafi horfið af markaði þar í landi í fyrra. Uppfært: Upprunalega stóð að um væri að ræða meira en 11,5 billjónir króna. Það var rangt og hefur verið leiðrétt.
Víetnam Erlend sakamál Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Innlent Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Sjá meira