Óvæntur dómur sem sé lyftistöng fyrir umhverfissinna Árni Sæberg skrifar 10. apríl 2024 13:12 Davíð Þór er fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu, varaforseti Landsréttar og prófessor við Háskólann á Akureyri. Vísir/Vilhelm Fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu telur að nýr dómur réttarins í loftslagsmáli marki tímamót og gæti haft áhrif á stefnu stjórnvalda hérlendis. Mannréttindadómstóllinn dæmdi í gær í máli samtakanna Verein KlimaSeniorinnen Scweiz, Loftslagsfrúnna Scweiz, sem samanstendur af um tvö þúsund svissneskum konum, flestum á sjötugsaldri. Konurnar sökuðu svissnesk stjórnvöld um að brjóta á mannréttindum þeirra með því að grípa ekki til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Rök þeirra voru meðal annars þau að þær væru í aukinni hættu á að láta lífið í hitabylgjum vegna aldurs þeirra og kyns. Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn, segir dóminn marka tímamót. „Ég held að það megi segja það að þetta sé mjög merkur dómur og ég á von á því að þessi niðurstaða hafi komið mörgum á óvart. Það sem vegur þar þyngst er þetta með aðild umhverfisverndarsamtaka að málum, bæði fyrir Mannréttindadómstólnum sjálfum og þessa kröfu, sem birtist í þessum dómi, um að slík samtök geti átt aðild að dómsmálum í aðildarríkjum.“ Lagabreytinga gæti verið þörf Davíð Þór telur að niðurstaða dómsins hvað varðar aðild samtaka að dómstólum gefi tilefni til þess að skoða réttarfarsreglur hér á landi. „Ég reikna með því að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar, ekki bara í Sviss heldur í öllum aðildarríkjum. Að vísu eru reglur um þetta svolítið mismunandi, sérstaklega fyrir heimadómstólum, en ég tel að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar.“ Hér á landi hefur verið fallist á það að náttúruverndarsamtök geti átt aðild að málum fyrir úrskurðarnefndum en litið hefur verið svo á að lög um meðferð einkamála girði fyrir slíka aðild að dómstólum. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins bendir til þess að það sé brot á Mannréttindasamningi Evrópu. Ekki bara formhliðin sem skiptir máli Þá segir hann að efnisleg niðurstaða dómsins, að Sviss hafi brotið jákvæðar skyldur sínar samkvæmt mannréttindasamningnum með því að aðhafast ekki í loftslagsmálum, gefi íslenskum stjórnvöldum tilefni til umhugsunar. „Þetta eru mjög stór tíðindi og kallar á að ríkið skoði þetta mjög gaumgæfilega. Hvort og að hvaða marki þetta skiptir máli í þeirra aðgerðapakka, til þess að koma í veg fyrir þessar loftslagsbreytingar.“ Stjórnvöld í Sviss séu skuldbundin af Parísarsáttmálanum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum á sviði loftslagsmála og með því að vanefna þær skyldur sínar hafi ríkið ekki sinnt jákvæðum skyldum sínum samkvæmt Mannréttindasamningnum. „Ég ætla ekki að fullyrða að íslenska ríkið hafi ekki staðið sig en einhver kynni að halda því fram að íslenska ríkið hafi ekki framfylgt sínum eigin reglum um þetta, sé ekki að ná markmiðum sem það hefur sett sér og fest í lög og svo framvegis. Fyrir marga sem eru hefðbundnari í sínum lagaskilningi og hlutverki sáttmálans er þetta svolítið langsótt og kemur á óvart. En þetta er samt alveg skýrt í þessum dómi. Hvaða afleiðingar þetta hefur til langs tíma, þær gætu orðið talsverðar og alveg klárlega mikil lyftistöng fyrir baráttusamtök um umhverfismál.“ Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira
Mannréttindadómstóllinn dæmdi í gær í máli samtakanna Verein KlimaSeniorinnen Scweiz, Loftslagsfrúnna Scweiz, sem samanstendur af um tvö þúsund svissneskum konum, flestum á sjötugsaldri. Konurnar sökuðu svissnesk stjórnvöld um að brjóta á mannréttindum þeirra með því að grípa ekki til róttækra aðgerða gegn loftslagsbreytingum. Rök þeirra voru meðal annars þau að þær væru í aukinni hættu á að láta lífið í hitabylgjum vegna aldurs þeirra og kyns. Davíð Þór Björgvinsson, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstólinn, segir dóminn marka tímamót. „Ég held að það megi segja það að þetta sé mjög merkur dómur og ég á von á því að þessi niðurstaða hafi komið mörgum á óvart. Það sem vegur þar þyngst er þetta með aðild umhverfisverndarsamtaka að málum, bæði fyrir Mannréttindadómstólnum sjálfum og þessa kröfu, sem birtist í þessum dómi, um að slík samtök geti átt aðild að dómsmálum í aðildarríkjum.“ Lagabreytinga gæti verið þörf Davíð Þór telur að niðurstaða dómsins hvað varðar aðild samtaka að dómstólum gefi tilefni til þess að skoða réttarfarsreglur hér á landi. „Ég reikna með því að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar, ekki bara í Sviss heldur í öllum aðildarríkjum. Að vísu eru reglur um þetta svolítið mismunandi, sérstaklega fyrir heimadómstólum, en ég tel að þetta geti haft mjög víðtækar afleiðingar.“ Hér á landi hefur verið fallist á það að náttúruverndarsamtök geti átt aðild að málum fyrir úrskurðarnefndum en litið hefur verið svo á að lög um meðferð einkamála girði fyrir slíka aðild að dómstólum. Niðurstaða Mannréttindadómstólsins bendir til þess að það sé brot á Mannréttindasamningi Evrópu. Ekki bara formhliðin sem skiptir máli Þá segir hann að efnisleg niðurstaða dómsins, að Sviss hafi brotið jákvæðar skyldur sínar samkvæmt mannréttindasamningnum með því að aðhafast ekki í loftslagsmálum, gefi íslenskum stjórnvöldum tilefni til umhugsunar. „Þetta eru mjög stór tíðindi og kallar á að ríkið skoði þetta mjög gaumgæfilega. Hvort og að hvaða marki þetta skiptir máli í þeirra aðgerðapakka, til þess að koma í veg fyrir þessar loftslagsbreytingar.“ Stjórnvöld í Sviss séu skuldbundin af Parísarsáttmálanum og öðrum alþjóðlegum skuldbindingum á sviði loftslagsmála og með því að vanefna þær skyldur sínar hafi ríkið ekki sinnt jákvæðum skyldum sínum samkvæmt Mannréttindasamningnum. „Ég ætla ekki að fullyrða að íslenska ríkið hafi ekki staðið sig en einhver kynni að halda því fram að íslenska ríkið hafi ekki framfylgt sínum eigin reglum um þetta, sé ekki að ná markmiðum sem það hefur sett sér og fest í lög og svo framvegis. Fyrir marga sem eru hefðbundnari í sínum lagaskilningi og hlutverki sáttmálans er þetta svolítið langsótt og kemur á óvart. En þetta er samt alveg skýrt í þessum dómi. Hvaða afleiðingar þetta hefur til langs tíma, þær gætu orðið talsverðar og alveg klárlega mikil lyftistöng fyrir baráttusamtök um umhverfismál.“
Mannréttindi Mannréttindadómstóll Evrópu Mest lesið Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Fleiri fréttir Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Tæp tvö ár fyrir smygl á tæpum tveimur kílóum af kókaíni Hafa áhyggjur af fjármögnun loftslagsaðgerða stjórnvalda Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Sjá meira