Ætla að vera aðeins „hógværari“ en Ölfus við gerð bæjarskiltis Bjarki Sigurðsson skrifar 10. apríl 2024 13:24 Það fer ekki framhjá neinum sem ekur yfir Hellisheiðina að hann sé mættur í sveitarfélagið Ölfus enda stærðarinnar skilti sem gerir fólki grein fyrir því. Vísir/Þórir Til stendur að reisa nokkur skilti við bæjarmörk Hveragerðisbæjar á þessu ári. Í minnisblaði menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar bæjarins er lagt til að vera ögn „hógværari“ en nágrannarnir í Ölfusi við gerð skiltanna. Fyrir nokkru síðan voru öll skilti sem sýndu fólki að þau væru mætt til Hveragerðis tekin niður er verið var að vinna að framkvæmdum á þjóðveginum. Skiltin voru aldrei sett aftur upp en nú finnst menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar vera kominn tími til. Fara ekki sömu leið og Ölfus Verkefnið hefur verið í gangi um nokkurt skeið og nýlega skilaði menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd bæjarins af sér minnisblaði þar sem rætt er aðeins um hvernig skiltið eigi að líta út. „Það eru auðvitað ýmsar leiðir til að gera bæjarskilti en við leggjum ekki upp með að fara sömu leið og Ölfus gerir á Hellisheiði,“ segir í minnisblaðinu en skilti Ölfuss er eitt það mest áberandi á landinu. Um er að ræða stórt steypt skilti með stórum stöfum og baklýsingu. Skiltið við bæjarmörk Ölfuss. Í minnisblaðinu er lagt til að fara „hógværari“ leið við gerð skiltis, líkt og Stykkishólmur gerir en það skilti má sjá hér fyrir neðan. Svona lítur skiltið í Stykkishólmi út.Hveragerðisbær Skiltið hjá Ölfusi líka flott Í samtali við fréttastofu segir Sandra Sigurðardóttir, formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar Hveragerðisbæjar, að nefndin hafi ekki verið að gagnrýna skilti Ölfuss með því að kalla eftir hógværari leið. „Það er bara alveg geggjað. Þetta er auðvitað steypt skilti og mjög stórt og mikið. Með ljósum og öðru slíku. Við ætlum ekki að vera með jafn stórt skilti heldur erum við meira að tala um tengingu við bæinn okkar,“ segir Sandra. Sandra Sigurðardóttir er formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar Hveragerðisbæjar. Blómabærinn Stefnt er að því að skiltið verði blómlegt enda er Hveragerði þekktur fyrir blóm sín, þar má finna fjórar blómabúðir og eru nokkrar hátíðir þar kenndar við blóm, þar má nefna Blóm í bæ, Allt í Blóma og Blómstrandi dagar. „Við erum auðvitað stolt af okkar bæjarfélagi þannig við viljum auðvitað að fólk viti að það sé í Hveragerði. Við erum auðvitað landlítið sveitarfélag og eins og krækiber í miðju Ölfusi. Ég held það fari samt ekki framhjá neinum þegar það ekur niður Kambana og sér strókana upp úr hverunum, blómin, öll grænu trén og allan gróðurinn. Það fer ekkert á milli mála. Auðvitað erum við stolt af okkar sveitarfélagi og viljum hvetja fólk til þess að koma fljótt aftur og annað slíkt,“ segir Sandra. Í Hveragerði búa yfir 3.200 manns.Vísir/Vilhelm Hún segir bæinn einmitt vilja tengja sig meira við blóminn, sem og náttúruna, útivist og heilsu. „Það er sérstaðan okkar sem við viljum vinna með. Lyfta því svolítið upp. Blóm og það verður svolítið lagt upp úr því að fegra bæinn okkar þegar fer að vora. Með blóm í haga,“ segir Sandra. Hringtorgið gert flottara Það er ekki einungis verið að fara að reisa skilti heldur er einnig stefnt af því að „poppa aðeins upp“ hringtorgið sem fólk ekur í kringum þegar það keyrir framhjá bænum. Þar á að setja ýmiskonar blóm og gera það fallegra. „Við leggjum upp úr blómunum og höfum alltaf gert. Við viljum undirstrika það að þegar þú keyrir þjóðveginn og framhjá Hveragerði, að lokka fólk inn til okkar á hringtorginu og leiða þá inn í paradísina sem Hveragerðisbær er,“ segir Sandra. Styttur og útilistaverk Hveragerði Ölfus Sveitarstjórnarmál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Fyrir nokkru síðan voru öll skilti sem sýndu fólki að þau væru mætt til Hveragerðis tekin niður er verið var að vinna að framkvæmdum á þjóðveginum. Skiltin voru aldrei sett aftur upp en nú finnst menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar vera kominn tími til. Fara ekki sömu leið og Ölfus Verkefnið hefur verið í gangi um nokkurt skeið og nýlega skilaði menningar-, atvinnu- og markaðsnefnd bæjarins af sér minnisblaði þar sem rætt er aðeins um hvernig skiltið eigi að líta út. „Það eru auðvitað ýmsar leiðir til að gera bæjarskilti en við leggjum ekki upp með að fara sömu leið og Ölfus gerir á Hellisheiði,“ segir í minnisblaðinu en skilti Ölfuss er eitt það mest áberandi á landinu. Um er að ræða stórt steypt skilti með stórum stöfum og baklýsingu. Skiltið við bæjarmörk Ölfuss. Í minnisblaðinu er lagt til að fara „hógværari“ leið við gerð skiltis, líkt og Stykkishólmur gerir en það skilti má sjá hér fyrir neðan. Svona lítur skiltið í Stykkishólmi út.Hveragerðisbær Skiltið hjá Ölfusi líka flott Í samtali við fréttastofu segir Sandra Sigurðardóttir, formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar Hveragerðisbæjar, að nefndin hafi ekki verið að gagnrýna skilti Ölfuss með því að kalla eftir hógværari leið. „Það er bara alveg geggjað. Þetta er auðvitað steypt skilti og mjög stórt og mikið. Með ljósum og öðru slíku. Við ætlum ekki að vera með jafn stórt skilti heldur erum við meira að tala um tengingu við bæinn okkar,“ segir Sandra. Sandra Sigurðardóttir er formaður menningar-, atvinnu- og markaðsnefndar Hveragerðisbæjar. Blómabærinn Stefnt er að því að skiltið verði blómlegt enda er Hveragerði þekktur fyrir blóm sín, þar má finna fjórar blómabúðir og eru nokkrar hátíðir þar kenndar við blóm, þar má nefna Blóm í bæ, Allt í Blóma og Blómstrandi dagar. „Við erum auðvitað stolt af okkar bæjarfélagi þannig við viljum auðvitað að fólk viti að það sé í Hveragerði. Við erum auðvitað landlítið sveitarfélag og eins og krækiber í miðju Ölfusi. Ég held það fari samt ekki framhjá neinum þegar það ekur niður Kambana og sér strókana upp úr hverunum, blómin, öll grænu trén og allan gróðurinn. Það fer ekkert á milli mála. Auðvitað erum við stolt af okkar sveitarfélagi og viljum hvetja fólk til þess að koma fljótt aftur og annað slíkt,“ segir Sandra. Í Hveragerði búa yfir 3.200 manns.Vísir/Vilhelm Hún segir bæinn einmitt vilja tengja sig meira við blóminn, sem og náttúruna, útivist og heilsu. „Það er sérstaðan okkar sem við viljum vinna með. Lyfta því svolítið upp. Blóm og það verður svolítið lagt upp úr því að fegra bæinn okkar þegar fer að vora. Með blóm í haga,“ segir Sandra. Hringtorgið gert flottara Það er ekki einungis verið að fara að reisa skilti heldur er einnig stefnt af því að „poppa aðeins upp“ hringtorgið sem fólk ekur í kringum þegar það keyrir framhjá bænum. Þar á að setja ýmiskonar blóm og gera það fallegra. „Við leggjum upp úr blómunum og höfum alltaf gert. Við viljum undirstrika það að þegar þú keyrir þjóðveginn og framhjá Hveragerði, að lokka fólk inn til okkar á hringtorginu og leiða þá inn í paradísina sem Hveragerðisbær er,“ segir Sandra.
Styttur og útilistaverk Hveragerði Ölfus Sveitarstjórnarmál Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira