Innlent

Boða til mót­­mæla við Bessa­­staði

Bjarki Sigurðsson skrifar
Bjarni við Bessastaði árið 2019.
Bjarni við Bessastaði árið 2019. Vísir/Vilhelm

Félagið Roði - Ungir Sósíalistar og fólkið sem stóð að samstöðutjaldinu fyrir Palestínumenn á Austurvelli hafa boðað til mótmæla við Bessastaði klukkan 19 í kvöld vegna nýrrar ríkisstjórnar Bjarna Benediktssonar. Félögin vilja alla ríkisstjórnina burt. 

Þetta kemur fram í viðburði sem félögin standa fyrir á Facebook. Þar segir að það sé óásættanlegt að maður sem hefur selt ríkiseignir til ættingja og vina undir markaðsverði verði forsætisráðherra. 

Plakat sem notað er til að auglýsa viðburðinn.

„Bjarni nýtti sér innherjaupplýsingar sem þingmaður til þess að koma sér og ættingjum sínum úr Glitni fyrir hrunið og var svo sett bann á umfjöllun Stundarinnar um málið, korteri fyrir kosningar. Bjarni hefur gerst samsekur um þjóðarmorð með því að mótmæla því ekki og að skera á fjárveitingar til UNRWA, sat hjá í kosningu Sameinuðu þjóðanna um málið og í báðum málum ákvað hann þetta einn, ekki í okkar nafni!“ segir í lýsingu viðburðarins. 

Fulltrúar samtakanna hvetja fólk til að mæta við Bessastaði klukkan 19, en þá hefst ríkisráðsfundur og Bjarni verður formlega að forsætisráðherra. 

Þá hefur einnig verið stofnaður undirskriftarlisti á vef Ísland.is þar sem fólk segir Bjarna ekki hafa þeirra stuðning sem forsætisráðherra. Ábyrgðarmaðurinn er Eva Lín Vilhjálmsdóttir samskiptafulltrúi en þegar þetta er skrifað hafa 427 skrifað undir listann. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×