Innlent

For­sætis­ráðu­neytið ekki helsta þrætueplið

Árni Sæberg og Heimir Már Pétursson skrifa
Bjarni, Guðmundur Ingi og Sigurður Ingi smíðuðu nýja ríkisstjórn síðustu daga.
Bjarni, Guðmundur Ingi og Sigurður Ingi smíðuðu nýja ríkisstjórn síðustu daga. Vísir/Vilhelm

Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segir spurninguna um það hver tæki við forsætisráðuneytinu ekki hafa verið það sem formenn ríkisstjórnarinnar ræddu helst þegar ný ríkisstjórn var mynduð. 

Bjarni segir að þeir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknar og nýr fjármálaráðherra, og Guðmundur Ingi Guðbrandsson, nýr formaður Vinstri grænna og félags- og vinnumarkaðsráðherra, hafi nýtt síðustu daga til þess að máta sig við stöðuna í samfélaginu og þær áskoranir sem blasa við.

„Og tryggja að við séum samstíga um aðgerðir til þess að nýta það sem eftir lifir af þessu kjörtímabili, sem eftir atvikum getur orðið alveg fram í september 2025, til þess að mæta þeim áskorunum og bregðast við í samræmi við þarfir.“

Tilefni til að stilla saman strengi

Bjarni segir það að ganga í takt vera það mikilvægasta þegar menn koma saman til þess að mynda ríkisstjórn. Brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr ríkisstjórn og stjórnmálum hafi gefið formönnum ríkisstjórnarflokkanna tilefni til þess að stilla saman strengi, um leið og endurraðað er í embætti, hvað málefnin snertir.

Alls konar hrókeringar í Stjórnarráðinu

Líkt og greint hefur verið frá verður Bjarni forsætisráðherra, Sigurður Ingi færist yfir í fjármálaráðuneytið og verður fyrsti Framsóknarmaðurinn þar í áratugi, Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fer aftur í utanríkisráðuneytið, Svandís Svavarsdóttir fer í innviðaráðuneytið og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir kemur ný inn í matvælaráðuneytið.


Tengdar fréttir

Nýr ráðherra þurfti ekki að hugsa sig tvisvar um

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, verðandi matvælaráðherra, þurfti ekki að hugsa sig lengi um þegar boðið kom um að taka við matvælaráðuneytinu. Hún þekki vel til málaflokksins og hokin af reynslu.

Skoðar að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, varð fyrir miklum vonbrigðum með nýja skipan ríkisstjórnarinnar. Hún vonas eftir kosningum og íhugar að að leggja fram vantraust á ríkisstjórnina í heild sinni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×