Vinstri græn ekki að gleypa eitraða pillu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2024 15:46 Guðmundur Ingi Guðbrandsson formaður VG verður áfram félagsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmálaráðherra og formaður VG segir ríkisstjórnarflokkana þrjá hafa sest niður um helgina, eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti framboð sitt til forseta, með það að markmiði að halda samstarfinu áfram. Þetta sagði Guðmundur Ingi í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann að loknum blaðamannafundi í Hörpu klukkan 14 þar sem ný ríkisstjórn var kynnt. Guðmundur Ingi segir að formenn flokkanna hafi átt mjög hreinskilið samtal og farið vandlega yfir það hvort þeir vildu halda stjórnarsamstarfinu áfrma. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að við vildum halda áfram að koma góðum málum áfram á grundvelli stjórnarsáttmálans og halda áfram að vinna af krafti fyrir fólkið í landinu,“ segir Guðmundur Ingi. Ekki að gleypa eitraða pillu Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og verðandi forsætisráðherra sagði á fundinum að lögð verði áhersla á að koma stórum málum í gegnum þingið, þar á meðal löggæslumálum, útlendingamálunum og orkumálunum. Óeining hefur verið innan ríkisstjórnarinnar um þessi mál og ókyrrð opinberlega. Guðmundur Ingi segir flokk sinn, sem hefur svæft mörg mál dómsmálaráðherra í nefndum, ekki hafa gleypt með því að samþykkja áfram stjórnarsamstarf eitraða pillu. „Það held ég nú alls ekki. Við kynntum heildarsýn í útlendinga- og innflytjendamálum fyrir mánuði síðan. Þar erum við að horfa til þess að koma þeim aðgerðum sem við ræddum í þeirri heildarsýn til framkvæmdar. Þar höfum við lagt áherslu á, ekki bara umsækjendur um alþjóðlega vernd, heldur líka innflytjendur og ekki síst með hvaða móti innflytjendur aðlagast íslensku samfélagi, hvernig inngildingin svokallað getur orðið,“ segir Guðmundur Ingi. VG ekki á móti virkjunum Bjarni lagði þá áherslu á það í máli sínu að umgjörð um leyfisveitingar vegna virkjana verði einfölduð. Ferlið er í dag mjög flókið og kæruferlar margir. Ætla Vinstri græn að taka þátt í að einfalda þetta ferli? „Vinstri græn hafa ekkert á móti einföldum ferlum, það er alveg ljóst. Við erum hins vegar á því að það þurfi að vanda gríðarlega ve til allra verka, ástunda fagleg vinnubrögð þegar kemur að því að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta íslenska náttúru,“ segir Guðmundur Ingi. „Við leggjum hér eftir sem hingað til mikla áherslu á náttúruvernd og að nýjar virkjanir, sem kunna að koma til, að það sé unnið eftir faglegum ferlum og í sem mestri sátt við náttúruna. Það hefur ekkert breyst. En við höfum ekkert á móti því að einfalda ferla ef það kemur ekki niður á faglegum vinnubrögðum.“ Hann segir VG ekki á móti virkjunum heldur á því að um þær sé vel haldið með rammaáætlun og allt gert samkvæmt bókinni. „Við erum ekki á móti nýjum virkjunum ef það vantar orku í landið. Ég vil þar nefna sérstaklega að okkar áhersla hefur einmitt verið að orku, hvort sem það er orka sem þegar er til í kerfinu eða ný orka, sé nýtt til orkuskipta til innlendra þarfa.“ Mikilvægt fyrir VG að fá innviðaráðuneytið Mikil spenna hefur verið í ríkisstjórninni. Inntur eftir því hvort tekist hafi að minnka spennuna í viðræðum um helgina segir Guðmundur Ingi svo vera. „Þú spyrð: Er hún á vetur setjandi? Og ég svara: Já, hún er á vetur setjandi.“ Hann segir þá miklu máli skipta fyrir VG að fá innviðaráðuneytið, en Svandís Svavarsdóttir tekur við því af Sigurði Inga Jóhannssyni, sem fer í fjármálaráðuneytið. „Þar eru verkefni sem við vitum að okkar áherslur í Vinstri grænum skipta máli. Ég ætla sérstaklega að nefna samgöngumálin og ekki síst að klára samgöngusáttmálann og koma vinnunni af stað við Borgarlínuna. Þetta er gríðarlegt loftslagsmál og samfélagsmál. Mig langar líka að nefna húsnæðismálin vegna þess að þau skipta máli fyrir tekjulága. Við þurfum að halda áfram af krafti við að styðja við hópa á leigumarkaði en líka að byggja meira,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir að VG muni halda landsfund fljótlega vegna brotthvarfs Katrínar úr formennsku flokksins. Ekki sé búið að ákveða hvenær sá fundur verði. Hann segist ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram til formanns flokksins, en hann gegnir embættinu fram að því sem kjörinn varaformaður. „En ætla að reyna að sinna skyldum mínum sem formaður eins vel og ég get.“ Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn leysi neitt Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fráfarandi ríkisstjórn skilja eftir sig erfiða stöðu og að ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn geti leyst þau verkefni betur. Hún hefði viljað að frekar yrði boðað til kosninga í haust. 9. apríl 2024 15:17 „Þú lagar ekki ónýtan bíl með því að skipta um bílstjóra“ Þingmaður Viðreisnar segist enga trú hafa á því að nokkuð breytist hjá ríkisstjórninni með hrókeringum ráðherrastóla. Vandamálið hafi ekki verið hver sitji hvar heldur það hvernig ríkisstjórnarflokkunum þremur hefur illa tekist að ná saman málefnalega. 9. apríl 2024 15:12 Forsætisráðuneytið ekki helsta þrætueplið Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segir spurninguna um það hver tæki við forsætisráðuneytinu ekki hafa verið það sem formenn ríkisstjórnarinnar ræddu helst þegar ný ríkisstjórn var mynduð. 9. apríl 2024 14:58 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
Þetta sagði Guðmundur Ingi í viðtali við Heimi Má Pétursson fréttamann að loknum blaðamannafundi í Hörpu klukkan 14 þar sem ný ríkisstjórn var kynnt. Guðmundur Ingi segir að formenn flokkanna hafi átt mjög hreinskilið samtal og farið vandlega yfir það hvort þeir vildu halda stjórnarsamstarfinu áfrma. „Við komumst að þeirri niðurstöðu að við vildum halda áfram að koma góðum málum áfram á grundvelli stjórnarsáttmálans og halda áfram að vinna af krafti fyrir fólkið í landinu,“ segir Guðmundur Ingi. Ekki að gleypa eitraða pillu Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og verðandi forsætisráðherra sagði á fundinum að lögð verði áhersla á að koma stórum málum í gegnum þingið, þar á meðal löggæslumálum, útlendingamálunum og orkumálunum. Óeining hefur verið innan ríkisstjórnarinnar um þessi mál og ókyrrð opinberlega. Guðmundur Ingi segir flokk sinn, sem hefur svæft mörg mál dómsmálaráðherra í nefndum, ekki hafa gleypt með því að samþykkja áfram stjórnarsamstarf eitraða pillu. „Það held ég nú alls ekki. Við kynntum heildarsýn í útlendinga- og innflytjendamálum fyrir mánuði síðan. Þar erum við að horfa til þess að koma þeim aðgerðum sem við ræddum í þeirri heildarsýn til framkvæmdar. Þar höfum við lagt áherslu á, ekki bara umsækjendur um alþjóðlega vernd, heldur líka innflytjendur og ekki síst með hvaða móti innflytjendur aðlagast íslensku samfélagi, hvernig inngildingin svokallað getur orðið,“ segir Guðmundur Ingi. VG ekki á móti virkjunum Bjarni lagði þá áherslu á það í máli sínu að umgjörð um leyfisveitingar vegna virkjana verði einfölduð. Ferlið er í dag mjög flókið og kæruferlar margir. Ætla Vinstri græn að taka þátt í að einfalda þetta ferli? „Vinstri græn hafa ekkert á móti einföldum ferlum, það er alveg ljóst. Við erum hins vegar á því að það þurfi að vanda gríðarlega ve til allra verka, ástunda fagleg vinnubrögð þegar kemur að því að taka stórar og afdrifaríkar ákvarðanir sem snerta íslenska náttúru,“ segir Guðmundur Ingi. „Við leggjum hér eftir sem hingað til mikla áherslu á náttúruvernd og að nýjar virkjanir, sem kunna að koma til, að það sé unnið eftir faglegum ferlum og í sem mestri sátt við náttúruna. Það hefur ekkert breyst. En við höfum ekkert á móti því að einfalda ferla ef það kemur ekki niður á faglegum vinnubrögðum.“ Hann segir VG ekki á móti virkjunum heldur á því að um þær sé vel haldið með rammaáætlun og allt gert samkvæmt bókinni. „Við erum ekki á móti nýjum virkjunum ef það vantar orku í landið. Ég vil þar nefna sérstaklega að okkar áhersla hefur einmitt verið að orku, hvort sem það er orka sem þegar er til í kerfinu eða ný orka, sé nýtt til orkuskipta til innlendra þarfa.“ Mikilvægt fyrir VG að fá innviðaráðuneytið Mikil spenna hefur verið í ríkisstjórninni. Inntur eftir því hvort tekist hafi að minnka spennuna í viðræðum um helgina segir Guðmundur Ingi svo vera. „Þú spyrð: Er hún á vetur setjandi? Og ég svara: Já, hún er á vetur setjandi.“ Hann segir þá miklu máli skipta fyrir VG að fá innviðaráðuneytið, en Svandís Svavarsdóttir tekur við því af Sigurði Inga Jóhannssyni, sem fer í fjármálaráðuneytið. „Þar eru verkefni sem við vitum að okkar áherslur í Vinstri grænum skipta máli. Ég ætla sérstaklega að nefna samgöngumálin og ekki síst að klára samgöngusáttmálann og koma vinnunni af stað við Borgarlínuna. Þetta er gríðarlegt loftslagsmál og samfélagsmál. Mig langar líka að nefna húsnæðismálin vegna þess að þau skipta máli fyrir tekjulága. Við þurfum að halda áfram af krafti við að styðja við hópa á leigumarkaði en líka að byggja meira,“ segir Guðmundur Ingi. Hann segir að VG muni halda landsfund fljótlega vegna brotthvarfs Katrínar úr formennsku flokksins. Ekki sé búið að ákveða hvenær sá fundur verði. Hann segist ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram til formanns flokksins, en hann gegnir embættinu fram að því sem kjörinn varaformaður. „En ætla að reyna að sinna skyldum mínum sem formaður eins vel og ég get.“
Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Alþingi Vinstri græn Tengdar fréttir Ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn leysi neitt Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fráfarandi ríkisstjórn skilja eftir sig erfiða stöðu og að ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn geti leyst þau verkefni betur. Hún hefði viljað að frekar yrði boðað til kosninga í haust. 9. apríl 2024 15:17 „Þú lagar ekki ónýtan bíl með því að skipta um bílstjóra“ Þingmaður Viðreisnar segist enga trú hafa á því að nokkuð breytist hjá ríkisstjórninni með hrókeringum ráðherrastóla. Vandamálið hafi ekki verið hver sitji hvar heldur það hvernig ríkisstjórnarflokkunum þremur hefur illa tekist að ná saman málefnalega. 9. apríl 2024 15:12 Forsætisráðuneytið ekki helsta þrætueplið Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segir spurninguna um það hver tæki við forsætisráðuneytinu ekki hafa verið það sem formenn ríkisstjórnarinnar ræddu helst þegar ný ríkisstjórn var mynduð. 9. apríl 2024 14:58 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Innlent Fleiri fréttir Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Sjá meira
Ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn leysi neitt Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir fráfarandi ríkisstjórn skilja eftir sig erfiða stöðu og að ekkert bendi til þess að ný ríkisstjórn geti leyst þau verkefni betur. Hún hefði viljað að frekar yrði boðað til kosninga í haust. 9. apríl 2024 15:17
„Þú lagar ekki ónýtan bíl með því að skipta um bílstjóra“ Þingmaður Viðreisnar segist enga trú hafa á því að nokkuð breytist hjá ríkisstjórninni með hrókeringum ráðherrastóla. Vandamálið hafi ekki verið hver sitji hvar heldur það hvernig ríkisstjórnarflokkunum þremur hefur illa tekist að ná saman málefnalega. 9. apríl 2024 15:12
Forsætisráðuneytið ekki helsta þrætueplið Bjarni Benediktsson, nýr forsætisráðherra, segir spurninguna um það hver tæki við forsætisráðuneytinu ekki hafa verið það sem formenn ríkisstjórnarinnar ræddu helst þegar ný ríkisstjórn var mynduð. 9. apríl 2024 14:58