Innlent

Ný ríkis­stjórn í burðar­liðnum

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Myndun nýrrar ríkisstjórnar verður fyrirferðarmesta málið í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. 

Þingflokkar Framsóknarflokksins og Vinstri grænna sitja nú á fundum og fara yfir ráðherrakapalinn en Sjálfstæðismenn samþykktu ráðahaginn fyrir sitt leyti í gærkvöldi. Búist er við því að boðað verði til fréttamannafundar eftir hádegið og að Ríkisráð komi saman í kvöld.

Einnig fjöllum við um gagnrýni formanns hagsmunasamtaka í heilbrigðissþjónustu á hendur Landlækni en hann segir embættið sitja beggja vegna borðs þegar upp kemur grunur um mistök í heilbrigðisþjónustu.

Að auki verður fjallað um nýja könnun sem segir að stór hluti kennara sjái ekki fyrir sér að starfa áfram innan skólasamfélagsins eftir fimm ár.

Og í íþróttunum er það kvennalandsleikurinn í fótbolta sem fer fram í dag þegar Ísland mætir Þýskalandi ytra.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×