Allt bendir til að Bjarni verði forsætisráðherra Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 8. apríl 2024 22:33 Stefnt er að því að kynna Bjarna Benediktsson sem nýjan forsætisráðherra á morgun. Vísir/Vilhelm Allar líkur er á að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, verði næsti forsætisráðherra í endurnýjuðu stjórnarsamstarfi núverandi stjórnarflokka, samkvæmt heimildum fréttastofu. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fór yfir málefnaáherslur og ráðherraskipan flokkanna á fundi í kvöld. Þingflokkar Framsóknar og Vinstri grænna funda í fyrramálið. Stefnt er að því að endurnýjað stjórnarsamstarf og áherslur þess verði kynnt á fréttamannafundi eftir hádegi á morgun. Nýtt ráðuneyti Bjarna Benediktssonar taki síðan formlega við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seinni partinn á morgun. „Þetta virðist vera að ganga saman, en þetta er erfið fæðing. Það er gríðarleg óánægja innan Sjálfstæðisflokksins með það að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram. Ég hef öruggar heimildir fyrir því að forystufólk innan Framsóknarflokksins og sérstaklega Sjálfstæðisflokksins hafi rætt við forystufólk í Viðreisn og jafnvel Flokki fólksins að koma til samstarfs í stað Vinstri grænna,“ sagði Heimir Már Pétursson fréttamaður í kvöldfréttum Stöðvar 2 . Þessir flokkar hefðu sett fram skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefðu ekki getað gengið sameiginlega að. Breytingar verða á skipan ráðherra meðal annars vegna brotthvarfs Bjarna úr utanríkisráðuneytinu. Heimir Már sagði að lengst af hefði verið talað um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, myndi fá forsætisráðuneytið. Nú væri Bjarni hins vegar líklegastur. Bjarni hefur verið utanríkisráðherra undanfarna mánuði, en stefnir nú á forsætisráðuneytið.Vísir/Vilhelm Vinstri grænir munu að öllum líkindum fá nýjan ráðherra við brottför Katrínar Jakobsdóttur, sem sagði af sér embætti ráðherra á sunnudag og þingmennsku í dag vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Erfitt væri að segja til um hvernig ráðherrakapallinn færi. „Þau eru í raun og veru að reyna að setja saman nýjan forgangslista yfir mál sem eigi að beina kröftunum að næstu átján mánuðina. Þar eru orkumálin erfiðust, kannski vegna andstöðu Vinstri grænna um að virkja, og vilja Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna til þess að virkja meira. Síðan eru það útlendingamálin. Þótt stjórnin hafi nýlega kynnt framtíðarsýn í þeim efnum þá er bara mjög mikil óánægja með þau mál hjá Sjálfstæðisflokknum.“ Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn afgreiða samstarfstillögu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram. 8. apríl 2024 21:12 Kynna allt saman í einum pakka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, segist ekki vita hvenær viðræðum formanna stjórnarflokkanna lýkur. Þær gangi í takt við aðstæður. Bjarni ræddi við blaðamenn að loknum fundi þingflokka á Alþingi í dag. 8. apríl 2024 14:20 Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins fór yfir málefnaáherslur og ráðherraskipan flokkanna á fundi í kvöld. Þingflokkar Framsóknar og Vinstri grænna funda í fyrramálið. Stefnt er að því að endurnýjað stjórnarsamstarf og áherslur þess verði kynnt á fréttamannafundi eftir hádegi á morgun. Nýtt ráðuneyti Bjarna Benediktssonar taki síðan formlega við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum seinni partinn á morgun. „Þetta virðist vera að ganga saman, en þetta er erfið fæðing. Það er gríðarleg óánægja innan Sjálfstæðisflokksins með það að halda þessu stjórnarsamstarfi áfram. Ég hef öruggar heimildir fyrir því að forystufólk innan Framsóknarflokksins og sérstaklega Sjálfstæðisflokksins hafi rætt við forystufólk í Viðreisn og jafnvel Flokki fólksins að koma til samstarfs í stað Vinstri grænna,“ sagði Heimir Már Pétursson fréttamaður í kvöldfréttum Stöðvar 2 . Þessir flokkar hefðu sett fram skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi sem Framsókn og Sjálfstæðisflokkur hefðu ekki getað gengið sameiginlega að. Breytingar verða á skipan ráðherra meðal annars vegna brotthvarfs Bjarna úr utanríkisráðuneytinu. Heimir Már sagði að lengst af hefði verið talað um að Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins og innviðaráðherra, myndi fá forsætisráðuneytið. Nú væri Bjarni hins vegar líklegastur. Bjarni hefur verið utanríkisráðherra undanfarna mánuði, en stefnir nú á forsætisráðuneytið.Vísir/Vilhelm Vinstri grænir munu að öllum líkindum fá nýjan ráðherra við brottför Katrínar Jakobsdóttur, sem sagði af sér embætti ráðherra á sunnudag og þingmennsku í dag vegna framboðs til embættis forseta Íslands. Erfitt væri að segja til um hvernig ráðherrakapallinn færi. „Þau eru í raun og veru að reyna að setja saman nýjan forgangslista yfir mál sem eigi að beina kröftunum að næstu átján mánuðina. Þar eru orkumálin erfiðust, kannski vegna andstöðu Vinstri grænna um að virkja, og vilja Sjálfstæðismanna og Framsóknarmanna til þess að virkja meira. Síðan eru það útlendingamálin. Þótt stjórnin hafi nýlega kynnt framtíðarsýn í þeim efnum þá er bara mjög mikil óánægja með þau mál hjá Sjálfstæðisflokknum.“
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Alþingi Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Tengdar fréttir Sjálfstæðismenn afgreiða samstarfstillögu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram. 8. apríl 2024 21:12 Kynna allt saman í einum pakka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, segist ekki vita hvenær viðræðum formanna stjórnarflokkanna lýkur. Þær gangi í takt við aðstæður. Bjarni ræddi við blaðamenn að loknum fundi þingflokka á Alþingi í dag. 8. apríl 2024 14:20 Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Sjálfstæðismenn afgreiða samstarfstillögu Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur tekið til afgreiðslu tillögu um stjórnarsamstarf. Óljóst er hvaða flokkar kæmu að því samstarfi. Að sama skapi er óljóst hvort samstarf Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Vinstri grænna haldi áfram. 8. apríl 2024 21:12
Kynna allt saman í einum pakka Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og utanríkisráðherra, segist ekki vita hvenær viðræðum formanna stjórnarflokkanna lýkur. Þær gangi í takt við aðstæður. Bjarni ræddi við blaðamenn að loknum fundi þingflokka á Alþingi í dag. 8. apríl 2024 14:20
Katrín ekki lengur þingmaður Katrín Jakobsdóttir, fráfarandi forsætisráðherra, er ekki lengur þingmaður. Hún sagði af sér þingmennsku í dag með bréfi sem hún sendi forseta Alþingis. Hann hóf þingfundinn í dag á því að lesa bréfið upp. 8. apríl 2024 15:02