Vinstri græn vilja halda samstarfinu áfram Kjartan Kjartansson og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 5. apríl 2024 18:54 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, starfandi formaður Vinstri grænna, og félagsmálaráðherra. Hans bíður nú það verk að ræða framtíð ríkisstjórnarsamstarfsins eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur úr stjórnmálum. Vísir/Vilhelm Fullur vilji er hjá Vinstri grænum að halda ríkisstjórnarsamstarfinu áfram eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur sem forsætisráðherra, að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar, starfandi formanns flokksins. Hann segist ekki hafa ákveðið hvort hann sækist eftir að leysa Katrínu af hólmi. Guðmundur Ingi gegnir nú embætti formanns Vinstri grænna þar til aðalfundur flokksins verður haldinn eftir að Katrín sagði af sér formennsku á stjórnarfundi í dag. Afsögnin kom í kjölfar þess að Katrín tilkynnti um að hún hygðist biðjast lausnar sem forsætisráðherra til þess að geta boðið sig fram til embættis forseta. Eftir vendingar dagsins sagði Guðmundur Ingi að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi sammælast um að setjast niður og skoða hvað gerist næst, hvernig flokkarnir sjá fyrir sér að vinna saman áfram og með hvaða hætti. „Það er ekki eftir neinu að bíða að setjast niður og tala saman,“ sagði Guðmundur Ingi sem staðfesti að þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefðu sest niður óformlega og sammælst um að ræða áframhaldandi samstarf. Ekkert hafi verið rætt um hvort VG geri áfram tilkall til embættis forsætisráðherra eða val á ráðherrum í nýju ráðuneyti. Þá vildi Guðmundur Ingi ekki tjá sig um hvort að hann gæti sætt sig við annan hvorn leiðtoga hinna stjórnarflokkanna sem forsætisráðherra. Spurður að því hvort öruggt væri að ríkisstjórnarsamstarfið héldi áfram sagði Guðmundur Ingi að það væri verkefnið núna. „Við vinstri græn, við viljum halda þessu áfram. [...] Við ætlum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að við getum klárað þetta kjörtímabil,“ sagði hann. Sigurður Ingi útilokaði ekki að til kosninga kæmi þótt að samtal núverandi stjórnarflokka væri fyrst á dagskránni í viðtali á Bylgjunni í dag. Stjórn VG bíður að ákveða framhaldið Hvað varðar forystu Vinstri grænna sagði Guðmundur Ingi að stjórn flokksins eigi eftir að taka afstöðu til þess hvort að boðað verði til aukalandsfundar til þess að kjósa nýjan formann. „Það verður bara að koma í ljós. Ég útiloka ekki neitt en hef ekki tekið ákvörðun um það,“ sagði Guðmundur Ingi spurður að því hvort hann sæktist eftir formannsembættinu. Þá sagði hann að Katrín hefði ekki sagt sig úr Vinstri grænum í dag en gat ekki tjáð sig um hvort að hún yrði flokksbundin í framboði til forseta Íslands. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, ritari VG, verður staðgengill Guðmundar Inga sem varaformaður tímabundið þar til ný forysta verður kjörin. Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. 5. apríl 2024 18:28 Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Guðmundur Ingi gegnir nú embætti formanns Vinstri grænna þar til aðalfundur flokksins verður haldinn eftir að Katrín sagði af sér formennsku á stjórnarfundi í dag. Afsögnin kom í kjölfar þess að Katrín tilkynnti um að hún hygðist biðjast lausnar sem forsætisráðherra til þess að geta boðið sig fram til embættis forseta. Eftir vendingar dagsins sagði Guðmundur Ingi að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi sammælast um að setjast niður og skoða hvað gerist næst, hvernig flokkarnir sjá fyrir sér að vinna saman áfram og með hvaða hætti. „Það er ekki eftir neinu að bíða að setjast niður og tala saman,“ sagði Guðmundur Ingi sem staðfesti að þeir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, hefðu sest niður óformlega og sammælst um að ræða áframhaldandi samstarf. Ekkert hafi verið rætt um hvort VG geri áfram tilkall til embættis forsætisráðherra eða val á ráðherrum í nýju ráðuneyti. Þá vildi Guðmundur Ingi ekki tjá sig um hvort að hann gæti sætt sig við annan hvorn leiðtoga hinna stjórnarflokkanna sem forsætisráðherra. Spurður að því hvort öruggt væri að ríkisstjórnarsamstarfið héldi áfram sagði Guðmundur Ingi að það væri verkefnið núna. „Við vinstri græn, við viljum halda þessu áfram. [...] Við ætlum að leggja okkar lóð á vogarskálarnar til þess að við getum klárað þetta kjörtímabil,“ sagði hann. Sigurður Ingi útilokaði ekki að til kosninga kæmi þótt að samtal núverandi stjórnarflokka væri fyrst á dagskránni í viðtali á Bylgjunni í dag. Stjórn VG bíður að ákveða framhaldið Hvað varðar forystu Vinstri grænna sagði Guðmundur Ingi að stjórn flokksins eigi eftir að taka afstöðu til þess hvort að boðað verði til aukalandsfundar til þess að kjósa nýjan formann. „Það verður bara að koma í ljós. Ég útiloka ekki neitt en hef ekki tekið ákvörðun um það,“ sagði Guðmundur Ingi spurður að því hvort hann sæktist eftir formannsembættinu. Þá sagði hann að Katrín hefði ekki sagt sig úr Vinstri grænum í dag en gat ekki tjáð sig um hvort að hún yrði flokksbundin í framboði til forseta Íslands. Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir, ritari VG, verður staðgengill Guðmundar Inga sem varaformaður tímabundið þar til ný forysta verður kjörin.
Vinstri græn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. 5. apríl 2024 18:28 Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Ráðherrarnir mættir í kveðjuskál til Katrínar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur er mætt á heimili hennar í Vesturbæ Reykjavíkur þar sem einhvers konar kveðjustund fer fram. Katrín hefur leitt ríkisstjórnina í sjö ár en með framboði sínu til forseta Íslands lýkur senn löngum kafla hennar í stjórnmálum. 5. apríl 2024 18:28
Útilokar ekki kosningar eftir brotthvarf forsætisráðherra Formaður Framsóknarflokksins útilokar ekki að til kosninga komi eftir að Katrín Jakobsdóttir tilkynnti um að hún ætlaði að biðjast lausnar sem forsætisráðherra til að fara í forsetaframboð í dag. Eðlilegast sé þó að núverandi stjórnarflokkar ræði fyrst saman. 5. apríl 2024 18:04