Hlær að sögusögnunum um eigin óléttu í Eyjahafi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 5. apríl 2024 13:04 Una Sighvatsdóttir, sérfræðingur embættis forseta Íslands. Vísir/Egill Una Sighvatsdóttir sérfræðingur embættis forseta Íslands fagnaði 39 ára afmæli á Santorini í Grikklandi. Hún segir afmælisárið hafa rammast kaldhæðnislega inn, hafist með því að hún hafi hætt við að gefa sjálfri sér eggheimtu-og frystingu í 38 ára afmælisgjöf og endað þannig að henni hafi borist sögur frá ókunnugu fólki utan úr bæ um að hún væri ólétt. Una ræðir málið í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Una á langan feril að fjölmiðlum að baki, starfað á Morgunblaðinu, á Stöð 2 og starfað sem sérfræðingur fyrir NATO í Georgíu. Una segist fyrst hafa komið til Santorini þegar hún var átján ára gömul í útskriftarferð í MR. „Ég man eftir að hafa ranglað um hvítmálaðar göturnar og efast um hvort ég yrði nokkurn tíma manneskja sem hefði tök eða ráð á að dvelja á slíkum stað á eigin vegum í framtíðinni. Rúmum 20 árum síðar hélt ég í gær upp á 39 ára afmælið mitt hér á Santorini, einmitt með þeim hætti sem mér finnst skemmtilegast: Tvöfaldri köfun í kristaltærum sjó.“ Una segist daginn áður hafa gengið tíu kílómetra meðfram gígbarminum á ægifagri eldfjallaeyjunni og gapað yfir útsýninu. Í dag ætlaði hún í kayakróður að skoða nokkra hella en hafstraumar hamla því þannig hún hyggst eyða deginum í að slappa af á sundlaugarbakkanum. Má vel hlæja að sögusögnunum „Hið liðna afmælisár rammaðist annars svolítið kaldhæðnislega inn. Það hófst með því fyrir ári síðan að ég ákvað að hætta við að gefa sjálfri mér eggheimtu- og frystingu í 38 ára afmælisgjöf,“ skrifar Una. Hún segist hafa komist að þeirri niðurstöðu eftir vandlega íhugun jafnvel þó algrímið oti því linnulaust að barnlausum konum á hennar aldri. Sig langi að gera margt annað við tíma sinn og pening. „En svo þegar 39 ára afmælið nálgaðist bárust mér þær sögur frá ókunnugu fólki utan úr bæ að ég væri orðin ólétt. Sem ég er alls ekki og geri sumsé ekki ráð fyrir að verða nokkurn tíma. En það má vel hlæja að þessu. Það geri ég allavega hér á Santorini og sendi hlýja kveðju úr Eyjahafi til ykkar allra sem hugsuðuð til mín á afmælinu. Takk fyrir mig.“ Íslendingar erlendis Forseti Íslands Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira
Una ræðir málið í einlægri færslu á samfélagsmiðlinum Facebook. Una á langan feril að fjölmiðlum að baki, starfað á Morgunblaðinu, á Stöð 2 og starfað sem sérfræðingur fyrir NATO í Georgíu. Una segist fyrst hafa komið til Santorini þegar hún var átján ára gömul í útskriftarferð í MR. „Ég man eftir að hafa ranglað um hvítmálaðar göturnar og efast um hvort ég yrði nokkurn tíma manneskja sem hefði tök eða ráð á að dvelja á slíkum stað á eigin vegum í framtíðinni. Rúmum 20 árum síðar hélt ég í gær upp á 39 ára afmælið mitt hér á Santorini, einmitt með þeim hætti sem mér finnst skemmtilegast: Tvöfaldri köfun í kristaltærum sjó.“ Una segist daginn áður hafa gengið tíu kílómetra meðfram gígbarminum á ægifagri eldfjallaeyjunni og gapað yfir útsýninu. Í dag ætlaði hún í kayakróður að skoða nokkra hella en hafstraumar hamla því þannig hún hyggst eyða deginum í að slappa af á sundlaugarbakkanum. Má vel hlæja að sögusögnunum „Hið liðna afmælisár rammaðist annars svolítið kaldhæðnislega inn. Það hófst með því fyrir ári síðan að ég ákvað að hætta við að gefa sjálfri mér eggheimtu- og frystingu í 38 ára afmælisgjöf,“ skrifar Una. Hún segist hafa komist að þeirri niðurstöðu eftir vandlega íhugun jafnvel þó algrímið oti því linnulaust að barnlausum konum á hennar aldri. Sig langi að gera margt annað við tíma sinn og pening. „En svo þegar 39 ára afmælið nálgaðist bárust mér þær sögur frá ókunnugu fólki utan úr bæ að ég væri orðin ólétt. Sem ég er alls ekki og geri sumsé ekki ráð fyrir að verða nokkurn tíma. En það má vel hlæja að þessu. Það geri ég allavega hér á Santorini og sendi hlýja kveðju úr Eyjahafi til ykkar allra sem hugsuðuð til mín á afmælinu. Takk fyrir mig.“
Íslendingar erlendis Forseti Íslands Ástin og lífið Tímamót Mest lesið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Lífið 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Forsalan sögð slá öll fyrri met Lífið Justin Bieber nýtur sín norður í landi Lífið Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Lífið Fleiri fréttir Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Hafa náð að auka ráðstöfunartekjur sínar um 37 prósent Segir netheima kexruglaðra hafa gert sig að mennskum boxpúða Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla? Með flygil Halldórs Laxness inni í stofu Gerði samning við Apple: „Þetta er ótrúleg viðurkenning“ Jamie XX, De La Soul og Joy Anonymous á nýrri tónlistarhátíð í Laugardal Gengst við kókaínfíkn sinni Justin Bieber nýtur sín norður í landi Risa fataherbergi í glæsilegri íbúð Patriks sem nú er til sölu Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris Hélt lítill kall í stjörnustríði væri Obi-Wan Kenobi Jón Gnarr birtir sönnunargagn A um ADHD Sveppi og Auddi í fallhlífarstökki yfir Dúbaí Nýtur lífsins í viktorísku koti í London Snorri og Nadine eignuðust son Íris Svava og Arnþór selja fallega íbúð á besta stað Harry Potter stjarna tveggja barna faðir Giftu sig við persónulega athöfn í sólinni Ástfangnar í fjörutíu ár Illuminati varð táknmynd ótta við ósýnileg öfl Infocapital Íslandsmeistari eftir æsispennandi keppni Stjörnulífið: Kossaflens og Inga Lind ástfangin á Spáni Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Sjá meira