Leggja til allt að níutíu milljónir í baráttunni við hjólreiðaþjófnað í Reykjavík Jón Þór Stefánsson skrifar 4. apríl 2024 19:41 Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Starfshópur á vegum Reykjavíkurborgar hefur lagt til aðgerðir til að sporna við reiðhjólaþjófnaði. Áætlaður kostnaður aðgerðarinnar sem hópurinn leggur til er „gróft áætlaður“ 55 til níutíu milljónir króna. Hópurinn skilaði skýrslu um tillögur sínar að aðgerðum til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að næstu skref sé að rýna betur í þær aðgerðir sem lagðar eru til Fram kemur að í vinnu sinni hafi hópurinn skoðað hjólaþjófnað út frá ýmsum hliðum. Til að mynda hvar helst væri hægt að grípa til aðgerða, og þá er hópurinn sagður hafa greint fjölda þjófnaða eftir hverfum og bótagreiðslum tryggingafyrirtækja eftir árum. Jafnframt var skoðað hvaða aðgerða hafi verið gripið til í öðrum löndum. Aðgerðirnar níu sem starfshópurinn leggur til eru eftirfarandi: Hjólaskýli við íbúðarhúsnæði þar sem ekki eru hjólageymslur Uppsetning og rekstur á hjólaskápum í miðborginni, fyrir þá sem ekki eiga möguleika á að geyma hjól í geymslum heima hjá sér vegna plássleysis. Fjölgun hjólastæða við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar Upplýsingaherferð um rétta notkun á lásum og mikilvægi þeirra til að sporna við þjófnaði. Vátryggingafélög auki forvarnarfræðslu sína. Upplýsi sína viðskiptavini markvisst um hættur og leiðir til þess að draga úr hættu á þjófnaði. Hjólreiðaskrá. Aðstaða til hjólageymslu hjá heimilislausum og þeim sem eiga við fíknivanda að ræða með því að leggja þeim til hjól að kostnaðarlausu. Eftirlit Tollstjóra með útflutningi á gámum sem innihaldið geta hjól sem flutt eru úr landi. Reiðhjólaverslanir í samstarfi við aðra aðila skrásetji hjól í gagnagrunn strax við kaup. Fram kemur að ekki sé um að ræða tæmandi lista aðgerða eða verkefna sem þessar aðgerðir gætu leitt af sér í framhaldinu. Starfshópurinn var að störfum frá nóvember fram í miðjan desember 2023 og fékk til samtals fulltrúa frá níu hagaðilum. „Með samræðum við hagsmunaaðila hefur orðið til vettvangur tengslamyndunar hjá fulltrúum sem sjá sér hag í því að vinna betur saman að hvers kyns verkefnum sem geta hjálpað til við að draga úr hjólaþjófnaði,“ segir í tilkynningunni. Hagaðilarnir voru eftirfarnadi: VoR-teymi Reykjavíkurborgar (Vettvangs- og ráðgjafateymi (VoR) aðstoðar fólk sem er heimilislaust og með vímuefnavanda og geðvanda) Reidhjolaskra.is Reiðhjólaverslanir LHM / Reiðhjólabændur Tollstjóri Neytendasamtökin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Tryggingafélög Samgöngustofa Hjólreiðar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Hópurinn skilaði skýrslu um tillögur sínar að aðgerðum til umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar í gær. Í tilkynningu á vef borgarinnar segir að næstu skref sé að rýna betur í þær aðgerðir sem lagðar eru til Fram kemur að í vinnu sinni hafi hópurinn skoðað hjólaþjófnað út frá ýmsum hliðum. Til að mynda hvar helst væri hægt að grípa til aðgerða, og þá er hópurinn sagður hafa greint fjölda þjófnaða eftir hverfum og bótagreiðslum tryggingafyrirtækja eftir árum. Jafnframt var skoðað hvaða aðgerða hafi verið gripið til í öðrum löndum. Aðgerðirnar níu sem starfshópurinn leggur til eru eftirfarandi: Hjólaskýli við íbúðarhúsnæði þar sem ekki eru hjólageymslur Uppsetning og rekstur á hjólaskápum í miðborginni, fyrir þá sem ekki eiga möguleika á að geyma hjól í geymslum heima hjá sér vegna plássleysis. Fjölgun hjólastæða við stofnanir og fyrirtæki borgarinnar Upplýsingaherferð um rétta notkun á lásum og mikilvægi þeirra til að sporna við þjófnaði. Vátryggingafélög auki forvarnarfræðslu sína. Upplýsi sína viðskiptavini markvisst um hættur og leiðir til þess að draga úr hættu á þjófnaði. Hjólreiðaskrá. Aðstaða til hjólageymslu hjá heimilislausum og þeim sem eiga við fíknivanda að ræða með því að leggja þeim til hjól að kostnaðarlausu. Eftirlit Tollstjóra með útflutningi á gámum sem innihaldið geta hjól sem flutt eru úr landi. Reiðhjólaverslanir í samstarfi við aðra aðila skrásetji hjól í gagnagrunn strax við kaup. Fram kemur að ekki sé um að ræða tæmandi lista aðgerða eða verkefna sem þessar aðgerðir gætu leitt af sér í framhaldinu. Starfshópurinn var að störfum frá nóvember fram í miðjan desember 2023 og fékk til samtals fulltrúa frá níu hagaðilum. „Með samræðum við hagsmunaaðila hefur orðið til vettvangur tengslamyndunar hjá fulltrúum sem sjá sér hag í því að vinna betur saman að hvers kyns verkefnum sem geta hjálpað til við að draga úr hjólaþjófnaði,“ segir í tilkynningunni. Hagaðilarnir voru eftirfarnadi: VoR-teymi Reykjavíkurborgar (Vettvangs- og ráðgjafateymi (VoR) aðstoðar fólk sem er heimilislaust og með vímuefnavanda og geðvanda) Reidhjolaskra.is Reiðhjólaverslanir LHM / Reiðhjólabændur Tollstjóri Neytendasamtökin Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu Tryggingafélög Samgöngustofa
Hjólreiðar Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira